Viðskipti erlent

Sænska ríkið setur Carnegie í sölumeðferð

Sænska ríkið hefur ákveðið að setja Carnegie bankann og tryggingarfélags hans, Max Matthiessen, í sölumeðferð. Sem kunnugt er af fréttum yfirtók sænska ríkið bankann þann 10. nóvember til að forða honum frá gjaldþroti.

Ætlunin er að selja bankann og tryggingarfélagið í sitthvoru lagi. Hefur sænska ríkið eða Lánastofnun þess, Riksgälden, fengið PriceWaterhouseCooper til að verðmeta bankann og fjárfestingarbankann Lazard til að verðmeta tryggingarfélagið.

Bo Lundgren forstjóri Riksgälden, segir í samtali við vefsíðuna E24.no að hann voni að salan gangi hratt fyrir sig. Það sé hvorki hollt fyrir starfsmenn eða stjórnvöld að banki af þessu tagi, það er fjárfsetingarbanki, sé í eigu hins opinbera.

Raunar hafa tveir sjóðir í eigu Carnegie verið seldir. Það var Swedbank Robur sem keypti bæði Carnegie Småbolag og Carnegie Svergie í vikunni. Munu eigur þeirra og innistæður verða fluttar til Swedbank ekki síðar en í næstu viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×