Fleiri fréttir Mosagræn byrjun í kauphöllinni Viðskipti í kauphöllinni hófust með uppsveiflu í morgun ef FL Group er undanskilið en þar féllu bréfin um 2,1% í fyrstu viðskiptum dagsins. 6.12.2007 10:23 Pálmi kaupir tæp 7% í FL Group Vísir hefur heimildir fyrir því að athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson í Fons hafi keypt rétt tæp 7% í FL Group á genginu 16,10 í morgun. Alls greiddi Pálmi 10,4 milljarða fyrir 6,8% hlut. Þar með er Pálmi orðinn fimmti stærsti hluthafinn í félaginu. 6.12.2007 10:19 TM-hlutur Guðbjargar í FL Group og Glitni hefur rýrnað um þrjá milljarða Athafnakonan Guðbjörg Matthíasdóttir hefur þurft að horfa upp á hluti þá sem hún fékk í FL Group og Glitni fyrir bréf sín í Tryggingamiðstöðinni rýrna um þrjá milljarða á þeim tæpum þremur mánuðum sem hún hefur átt bréfin. 6.12.2007 09:45 Hluthafafundur hjá FL Group 14. desember FL Group gaf frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem fram kom að hluthafafundur félagsins verður haldin 14. desember næstkomandi. Þar verður væntanlega nýleg hlutafjáraukning upp á 64 milljarða samþykkt sem og ný stjórn kjörin. 6.12.2007 09:08 Roman fjárfestir í gullnámu Fjárfestingarfélag í eigu Roman Abramovich hefur fest kaup á 40% hlut í námufélaginu Highland Gold fyrir 24 milljarða króna. 6.12.2007 09:07 FL Group lækkaði um 26 milljarða Gengi hlutabréfa í FL Group jafnaði sig lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir 18,18 prósenta fall við upphaf dags. Lægst fór gengið í 15,65 krónur á hlut en endaði í 16,35 krónum. Lækkunin kemur í kjölfar mikilla hræringa innan veggja fyrirtækisins, svosem með brotthvarfi Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, og hræringum með hlutabréf félagsins. Gengi annarra félaga féll sömuleiðis hratt. 5.12.2007 16:33 Jón yngsti forstjórinn í Kauphöllinni Jón Sigurðsson, nýráðinn forstjóri FL Group, er yngsti forstjórinn í Kauphöllinni. Hann er 29 ára gamall, einu ári yngri en Magnús Jónsson, forstjóri Atorku og tveimur árum yngri en Lárus Welding, forstjóri Glitnis. 5.12.2007 15:06 Framleiðni umfram væntingar í Bandaríkjunum Framleiðni jókst um 6,3 prósent í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi, þar af um 0,5 prósent í október, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er talsvert meira en sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu reiknað með en flestir höfðu gert ráð fyrir lítilli sem engri breytingu á milli mánaða. 5.12.2007 14:52 „Baugur ekki að bjarga okkur“ Jón Sigurðsson forstjóri FL Group var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 rétt í þessu. Þar var hann meðal annars spurður hvort Baugur hefði komið fyrirtækinu til bjargar. 5.12.2007 12:55 Íslensku bankarnir vanmetnir á alþjóðamörkuðum Íslensku bankarnir eru vanmetnir á alþjóðamörkuðum og njóta því verri kjara en aðrir bankar á Norðurlöndum, segir í nýrri skýrslu um íslenska fjármálamarkaðinn. 5.12.2007 12:45 Reglur í vinnslu um stöðvun viðskipta í kauphöllinni Engar sérstakar reglur eru um hvenær stöðva ber viðskipti í kauphöllinni ef bréf lækka eða hækka umfram það sem eðlilegt getur talist. Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir að slíkar reglur séu í vinnslu hjá OMX. 5.12.2007 12:06 Hannes hefur tíu daga til að finna 6,3 milljarða Æskilegt er Hannes Smárason ljúki fjármögnun á hlutafjárkaupum sínum í Geysi Green Energy á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns FL Group á fundi með fjárfestum í morgun. 5.12.2007 11:59 Langversta byrjun í kauphöllinni frá upphafi Upphaf viðskipta í kauphöllinni í morgun er það langversta í sögu kauphallarinnar. Þótt lækkanirnar frá í morgun hafi að hluta gengið til baka og markaðurinn sé að jafna sig hefur úrvalsvísitalan lækkað um rúm 3,5% nú undir hádegið. Er hækkun ársins þar með gengin til baka. 5.12.2007 11:24 Rússar saka McDonalds aftur um skattsvik Rússneska skattstofan hefur í annað sinn sakað McDonalds hamborgarakeðjuna um skattsvik í Rússlandi. 5.12.2007 11:07 Bresk eign Baugs og FL Group niður um sextán prósent Gengi hlutabréfa í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros féll um rúm sextán prósent við upphaf viðskiptadagsins í bresku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið greindi frá því að ólíklegt væri að félagið næði markmiðum sínum á árinu. Unity Investments, félag í eigu Baugs, FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanfords, á nærri 30 prósenta hlut í keðjunni. 5.12.2007 11:00 FL Group niður um 18 prósent við opnun markaða Gengi hlutabréfa í FL Group féll um 18,18 prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er ekkert einsdæmi því SPRON féll á sama tíma um rúm átta prósent, Exista um tæp sjö og Glitnir um tæp fjögur prósent. 5.12.2007 10:11 Vöruskiptahalli minnkar áfram á milli ára Vöruskiptahalli í nýliðnum nóvember reyndist 2,6 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag. 5.12.2007 09:29 Seðlabanki Kanada lækkar stýrivexti Kanadíski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti um 25 punkta í 4,25 prósent vegna óvissuástands í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun bankans í fjögur og hálft ár. 5.12.2007 09:26 Opnað fyrir viðskipti með bréf FL Group Opnað hefur verið fyrir viðskipti með hlutabréf FL Group í kauphöllinni. 5.12.2007 09:19 Stærstu hluthafar eru tólf milljarða í mínus Ef þrír af fjórum stærstu hluthöfum FL Group seldu hluti sína í félaginu nú á gengi nýrrar hlutafjáraukningar 14,7 myndu þeir vera tæpa tólf milljarða í mínus. Hannes Smárason, Gnúpur og félagarnir Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson væru í virkilega vondum málum ef markaðurinn myndi meta gengi félagsins á sama hátt og gert var í hlutafjáraukningunni. 5.12.2007 09:04 Danskar fasteignir til bjargar FL Group "Danskar fasteignir til bjargar FL Group" er fyrirsögnin á dönsku vefsíðunni börsen.dk í morgun. 5.12.2007 06:46 Stærsta stofnfjáraukning Íslandssögunnar Aukning stofnfjár Byrs sparisjóðs stendur til 14. desember. Sóttir verða tæpir 24 milljarðar til stofnfjáreigenda. Töluverð viðskipti voru með bréfin fyrir lokun markaðarins. 5.12.2007 05:45 Bankamenn sögðu verð FL Group hátt „Við vonumst til þess að sjá einhver ný andlit í hluthafahópnum,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, um hlutafjáraukningu félagsins. 5.12.2007 02:15 Bankahólfið: Fólk fer ekki í grænmetið Með kaupunum á Stork Food Systems er Marel komið með öfluga stöðu í þjónustu við allar tegundir kjöts í matvælaiðnaði, sama hvort það er fuglakjöt, fiskmeti eða annað kjöt. 5.12.2007 00:01 Hluthöfum fækkar Eignarhald í skráðum félögum er þröngt. Eignarhlutur einstaklinga hefur lækkað. Virðingarleysi við reglur vandamál. 5.12.2007 00:01 Undirbúa sókn á erlenda markaði Fulltrúar frá tólf íslenskum fyrirtækjum hittust á tveggja daga vinnufundi í London í síðustu viku. Markaði fundurinn upphafið á þátttöku fyrirtækjanna í Útstími, verkefnis á vegum Útflutningsráðs. 5.12.2007 00:01 Al Gore ávarpaði gesti Landsbankans Yfir fjögur hundruð fjárfestar, forstjórar og aðrir gestir hlýddu á orð Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin hinn 1. desember. Umhverfisvernd verður eitt af mikilvægustu verkefnum bankans á komandi árum, samkvæmt tilkynningu. 5.12.2007 00:01 Óljóst hverjir eiga þrjátíu milljarða Ákveðið var að slíta Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í sumar. Til verður fjárfestingarsjóður með 30 milljarða króna í eigið fé. Sjálfseignarstofnunin Samvinnusjóðurinn verður stærsti hluthafinn. Um 50 þúsund aðilar eiga þar líka hlut, en óvíst er hversu mikið hver og einn á. 5.12.2007 00:01 Farsíminn út á lífið Sérstakir farsímar undir ákveðnum tískumerkjum þykja einkar vinsælir hjá konum þegar farið er út á lífið. 5.12.2007 00:01 Sigur unninn í tveggja ára slag Marel eignast Stork Food Systems Marel Food Systems samdi rétt fyrir mánaðamótin um yfirtöku á matvælavinnsluvélahluta iðnaðarsamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi. Með yfirtökunni hefur Marel náð því marki sínu að verða leiðandi á sínu sviði í heiminum, á dreifðum markaði þar sem mikið samþættingarferli fer í hönd. Raunar verður félagið stærst í heimi. 5.12.2007 00:01 489 milljónir króna fyrir kaupréttarsölu Össur hf. hefur selt kauprétt að húsnæði félagsins að Grjóthálsi 5 fyrir 7,9 milljónir Bandaríkjadala. Það nemur rúmum 489 milljónum íslenskra króna. „Við höfum verið að leigja húsnæðið hér í tíu ár, frá því árið 1997. Í þeim leigusamningi var kaupréttarákvæði sem miðaðist við markaðsverð þess tíma. Síðan hefur það hækkað mjög í virði. Því var mjög hagstætt fyrir okkur að selja kaupréttinn,“ segir Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill Össurar. 5.12.2007 00:01 Hannes fær 60 milljónir í starfslokasamning Hannes Smárason, fráfarandi forstjóri FL Group, fær 60 milljónir króna í starfslokasamning frá félaginu. Hannes hefur verið forstjóri félagsins síðan í október 2005 þegar Ragnhildur Geirsdóttir hætti. Þar á undan var hann starfandi stjórnarformaður frá árinu 2004. 4.12.2007 21:32 Vilja slá á sögur um að allt sé að brenna Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, segir að stjórnendur fyrirtækisins muni velja nýjar fjárfestingar félagsins vandlega á næstunni. Hann telur vel hægt að bæta rekstur félagsins á næstunni. Inni í félaginu séu mjög góðar fjárfestingar. Til dæmis séu þar kjölfestueign í Glitni og félagið eigi TM tryggingar að fullu. 4.12.2007 19:44 Hlutafjáraukning FL Group bæði jákvæð og neikvæð Valdimar Svavarsson hagfræðingur sér bæði kosti og galla á 64 milljarða hlutafjáraukningu FL Group í dag á genginu 14,7 sem er 23,6% lægra en lokagengi bréfa í félaginu í Kauphöllinni í gær. 4.12.2007 18:37 Hlutur Hannesar í FL Group þynnist um 7% Hannes Smárason er ekki lengur stærsti hluthafi FL Group. Með nýju útgefnu hlutafé upp á 64 milljarða hefur Baugur Group tekið við þeirri stöðu og fer nú með 35,9% hlut í félaginu. hlutur Hannesar fer úr 20,52% í 13,7%. 4.12.2007 17:31 SPRON lækkaði um 6,94% í dag Það var rauður dagur í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,1%. Gengi hlutabréfa í SPRON lækkaði um 6,94%. Exista lækkaði um 5,69%, 365 hf lækkaði um 5,15%, Straumur-Burðarás um 4,29% og Glitnir um 3,65%. 4.12.2007 17:17 Óheppilegt að loka í heilan dag Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að lögð sé áhersla á að stöðva viðskipti með bréf fyrirtækis í Kauphöllinni eins sjaldan og í eins stuttan tíma og mögulegt er. Viðskipti með bréf í FL Group voru stöðvuð í morgun og sagt að tilkynning frá félaginu væri væntanleg. Sú tilkynning barst hins vegar ekki fyrr en klukkan 16:45 eða við lokun markaða. 4.12.2007 16:58 Jón Sigurðsson forstjóri FL Group FL Group hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Jón Sigurðsson taki við sem forstjóri af Hannesi Smárasyni. 4.12.2007 16:58 Hlutafé aukið um 64 milljarða í FL Group Hlutafé í FL Group verður aukið um 64 milljarða og eigið fé félagsins verður 180 milljarðar eftir hlutafjáraukningu í félaginu sem samþykkt var í dag. FL Group kaupir hlut í öflugum fasteignafélögum fyrir 53,8 milljarða króna en allar eignirnar eru keyptar af Baugi Group. 4.12.2007 16:45 Viðskiptahalli 100 milljörðum minni á fyrstu níu mánuðum ársins Viðskiptahalli á þriðja ársfjórðungi þessa árs var 31 milljarður króna sem er rúmum 17 milljörðum króna minna en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabanka Íslands.. 4.12.2007 16:25 Gnúpur mun fylgjast með á hliðarlínunni Fjárfestingafélagið Gnúpur, sem á 17,5% á FL Group og er sem stendur annar stærsti hluthafi félagsins, mun ekki taka þátt í hlutafjáraukningunni sem fyrirhugað er að kynna seinna í dag. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum innan Gnúps. 4.12.2007 15:13 Enn lækkar í kauphöllinni Miklar lækkanir hafa verið í Kauphöllinni það sem af er degi. Gengi bréfa SPRON hafa lækkað mest eins og staðan er þessa stundina, eða um 6,35 prósent. Exista fylgir þar á eftir en bréf í því fyrirtæki hafa lækkað um 6,08 prósent í dag. Þar á eftir fylgja bréf í 365 hf. sem hafa lækkað um 5,58 prósent. 4.12.2007 14:32 Fjármálastofnanir forðast að lána yfir áramótin Aðgengi að lausafé hefur þrengst til muna á fjármálamörkuðum undanfarið og virðast fjármálastofnanir forðast eins og heitan eldinn að lána yfir næstkomandi áramót. 4.12.2007 12:12 Samson selur hlut sinn í búlgörsku fasteignafélagi Fasteignafélagið Landmark í Búlgaríu, sem meðal annars var í eigu Samson Properties, hefur verið selt stjórnendum félagsins á nærri 19 milljarða króna. Þetta eru stærstu fasteignaviðskipti í sögu Búlgaríu eftir því sem segir í tilkynningu vegna sölunnar. 4.12.2007 11:52 Al Gore gestur hjá dótturfyrirtæki Landsbankans Al Gore, nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna var gestur á Orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfyrirtækis Landsbankans þann 1. desember síðastliðinn í Dublin á Írlandi. 400 gestir hlýddu á framsöguræðu varaforsetans sem bar yfirskriftina „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“ 4.12.2007 11:33 Sjá næstu 50 fréttir
Mosagræn byrjun í kauphöllinni Viðskipti í kauphöllinni hófust með uppsveiflu í morgun ef FL Group er undanskilið en þar féllu bréfin um 2,1% í fyrstu viðskiptum dagsins. 6.12.2007 10:23
Pálmi kaupir tæp 7% í FL Group Vísir hefur heimildir fyrir því að athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson í Fons hafi keypt rétt tæp 7% í FL Group á genginu 16,10 í morgun. Alls greiddi Pálmi 10,4 milljarða fyrir 6,8% hlut. Þar með er Pálmi orðinn fimmti stærsti hluthafinn í félaginu. 6.12.2007 10:19
TM-hlutur Guðbjargar í FL Group og Glitni hefur rýrnað um þrjá milljarða Athafnakonan Guðbjörg Matthíasdóttir hefur þurft að horfa upp á hluti þá sem hún fékk í FL Group og Glitni fyrir bréf sín í Tryggingamiðstöðinni rýrna um þrjá milljarða á þeim tæpum þremur mánuðum sem hún hefur átt bréfin. 6.12.2007 09:45
Hluthafafundur hjá FL Group 14. desember FL Group gaf frá sér tilkynningu í gærkvöld þar sem fram kom að hluthafafundur félagsins verður haldin 14. desember næstkomandi. Þar verður væntanlega nýleg hlutafjáraukning upp á 64 milljarða samþykkt sem og ný stjórn kjörin. 6.12.2007 09:08
Roman fjárfestir í gullnámu Fjárfestingarfélag í eigu Roman Abramovich hefur fest kaup á 40% hlut í námufélaginu Highland Gold fyrir 24 milljarða króna. 6.12.2007 09:07
FL Group lækkaði um 26 milljarða Gengi hlutabréfa í FL Group jafnaði sig lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir 18,18 prósenta fall við upphaf dags. Lægst fór gengið í 15,65 krónur á hlut en endaði í 16,35 krónum. Lækkunin kemur í kjölfar mikilla hræringa innan veggja fyrirtækisins, svosem með brotthvarfi Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, og hræringum með hlutabréf félagsins. Gengi annarra félaga féll sömuleiðis hratt. 5.12.2007 16:33
Jón yngsti forstjórinn í Kauphöllinni Jón Sigurðsson, nýráðinn forstjóri FL Group, er yngsti forstjórinn í Kauphöllinni. Hann er 29 ára gamall, einu ári yngri en Magnús Jónsson, forstjóri Atorku og tveimur árum yngri en Lárus Welding, forstjóri Glitnis. 5.12.2007 15:06
Framleiðni umfram væntingar í Bandaríkjunum Framleiðni jókst um 6,3 prósent í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi, þar af um 0,5 prósent í október, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er talsvert meira en sérfræðingar á fjármálamarkaði höfðu reiknað með en flestir höfðu gert ráð fyrir lítilli sem engri breytingu á milli mánaða. 5.12.2007 14:52
„Baugur ekki að bjarga okkur“ Jón Sigurðsson forstjóri FL Group var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 rétt í þessu. Þar var hann meðal annars spurður hvort Baugur hefði komið fyrirtækinu til bjargar. 5.12.2007 12:55
Íslensku bankarnir vanmetnir á alþjóðamörkuðum Íslensku bankarnir eru vanmetnir á alþjóðamörkuðum og njóta því verri kjara en aðrir bankar á Norðurlöndum, segir í nýrri skýrslu um íslenska fjármálamarkaðinn. 5.12.2007 12:45
Reglur í vinnslu um stöðvun viðskipta í kauphöllinni Engar sérstakar reglur eru um hvenær stöðva ber viðskipti í kauphöllinni ef bréf lækka eða hækka umfram það sem eðlilegt getur talist. Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir að slíkar reglur séu í vinnslu hjá OMX. 5.12.2007 12:06
Hannes hefur tíu daga til að finna 6,3 milljarða Æskilegt er Hannes Smárason ljúki fjármögnun á hlutafjárkaupum sínum í Geysi Green Energy á næstu dögum. Þetta kom fram í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns FL Group á fundi með fjárfestum í morgun. 5.12.2007 11:59
Langversta byrjun í kauphöllinni frá upphafi Upphaf viðskipta í kauphöllinni í morgun er það langversta í sögu kauphallarinnar. Þótt lækkanirnar frá í morgun hafi að hluta gengið til baka og markaðurinn sé að jafna sig hefur úrvalsvísitalan lækkað um rúm 3,5% nú undir hádegið. Er hækkun ársins þar með gengin til baka. 5.12.2007 11:24
Rússar saka McDonalds aftur um skattsvik Rússneska skattstofan hefur í annað sinn sakað McDonalds hamborgarakeðjuna um skattsvik í Rússlandi. 5.12.2007 11:07
Bresk eign Baugs og FL Group niður um sextán prósent Gengi hlutabréfa í bresku herrafatakeðjunni Moss Bros féll um rúm sextán prósent við upphaf viðskiptadagsins í bresku kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið greindi frá því að ólíklegt væri að félagið næði markmiðum sínum á árinu. Unity Investments, félag í eigu Baugs, FL Group og breska fjárfestisins Kevin Stanfords, á nærri 30 prósenta hlut í keðjunni. 5.12.2007 11:00
FL Group niður um 18 prósent við opnun markaða Gengi hlutabréfa í FL Group féll um 18,18 prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er ekkert einsdæmi því SPRON féll á sama tíma um rúm átta prósent, Exista um tæp sjö og Glitnir um tæp fjögur prósent. 5.12.2007 10:11
Vöruskiptahalli minnkar áfram á milli ára Vöruskiptahalli í nýliðnum nóvember reyndist 2,6 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag. 5.12.2007 09:29
Seðlabanki Kanada lækkar stýrivexti Kanadíski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti um 25 punkta í 4,25 prósent vegna óvissuástands í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun bankans í fjögur og hálft ár. 5.12.2007 09:26
Opnað fyrir viðskipti með bréf FL Group Opnað hefur verið fyrir viðskipti með hlutabréf FL Group í kauphöllinni. 5.12.2007 09:19
Stærstu hluthafar eru tólf milljarða í mínus Ef þrír af fjórum stærstu hluthöfum FL Group seldu hluti sína í félaginu nú á gengi nýrrar hlutafjáraukningar 14,7 myndu þeir vera tæpa tólf milljarða í mínus. Hannes Smárason, Gnúpur og félagarnir Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson væru í virkilega vondum málum ef markaðurinn myndi meta gengi félagsins á sama hátt og gert var í hlutafjáraukningunni. 5.12.2007 09:04
Danskar fasteignir til bjargar FL Group "Danskar fasteignir til bjargar FL Group" er fyrirsögnin á dönsku vefsíðunni börsen.dk í morgun. 5.12.2007 06:46
Stærsta stofnfjáraukning Íslandssögunnar Aukning stofnfjár Byrs sparisjóðs stendur til 14. desember. Sóttir verða tæpir 24 milljarðar til stofnfjáreigenda. Töluverð viðskipti voru með bréfin fyrir lokun markaðarins. 5.12.2007 05:45
Bankamenn sögðu verð FL Group hátt „Við vonumst til þess að sjá einhver ný andlit í hluthafahópnum,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, um hlutafjáraukningu félagsins. 5.12.2007 02:15
Bankahólfið: Fólk fer ekki í grænmetið Með kaupunum á Stork Food Systems er Marel komið með öfluga stöðu í þjónustu við allar tegundir kjöts í matvælaiðnaði, sama hvort það er fuglakjöt, fiskmeti eða annað kjöt. 5.12.2007 00:01
Hluthöfum fækkar Eignarhald í skráðum félögum er þröngt. Eignarhlutur einstaklinga hefur lækkað. Virðingarleysi við reglur vandamál. 5.12.2007 00:01
Undirbúa sókn á erlenda markaði Fulltrúar frá tólf íslenskum fyrirtækjum hittust á tveggja daga vinnufundi í London í síðustu viku. Markaði fundurinn upphafið á þátttöku fyrirtækjanna í Útstími, verkefnis á vegum Útflutningsráðs. 5.12.2007 00:01
Al Gore ávarpaði gesti Landsbankans Yfir fjögur hundruð fjárfestar, forstjórar og aðrir gestir hlýddu á orð Al Gore á orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfélags Landsbankans, í Dublin hinn 1. desember. Umhverfisvernd verður eitt af mikilvægustu verkefnum bankans á komandi árum, samkvæmt tilkynningu. 5.12.2007 00:01
Óljóst hverjir eiga þrjátíu milljarða Ákveðið var að slíta Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum í sumar. Til verður fjárfestingarsjóður með 30 milljarða króna í eigið fé. Sjálfseignarstofnunin Samvinnusjóðurinn verður stærsti hluthafinn. Um 50 þúsund aðilar eiga þar líka hlut, en óvíst er hversu mikið hver og einn á. 5.12.2007 00:01
Farsíminn út á lífið Sérstakir farsímar undir ákveðnum tískumerkjum þykja einkar vinsælir hjá konum þegar farið er út á lífið. 5.12.2007 00:01
Sigur unninn í tveggja ára slag Marel eignast Stork Food Systems Marel Food Systems samdi rétt fyrir mánaðamótin um yfirtöku á matvælavinnsluvélahluta iðnaðarsamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi. Með yfirtökunni hefur Marel náð því marki sínu að verða leiðandi á sínu sviði í heiminum, á dreifðum markaði þar sem mikið samþættingarferli fer í hönd. Raunar verður félagið stærst í heimi. 5.12.2007 00:01
489 milljónir króna fyrir kaupréttarsölu Össur hf. hefur selt kauprétt að húsnæði félagsins að Grjóthálsi 5 fyrir 7,9 milljónir Bandaríkjadala. Það nemur rúmum 489 milljónum íslenskra króna. „Við höfum verið að leigja húsnæðið hér í tíu ár, frá því árið 1997. Í þeim leigusamningi var kaupréttarákvæði sem miðaðist við markaðsverð þess tíma. Síðan hefur það hækkað mjög í virði. Því var mjög hagstætt fyrir okkur að selja kaupréttinn,“ segir Sigurborg Arnarsdóttir, fjárfestatengill Össurar. 5.12.2007 00:01
Hannes fær 60 milljónir í starfslokasamning Hannes Smárason, fráfarandi forstjóri FL Group, fær 60 milljónir króna í starfslokasamning frá félaginu. Hannes hefur verið forstjóri félagsins síðan í október 2005 þegar Ragnhildur Geirsdóttir hætti. Þar á undan var hann starfandi stjórnarformaður frá árinu 2004. 4.12.2007 21:32
Vilja slá á sögur um að allt sé að brenna Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, segir að stjórnendur fyrirtækisins muni velja nýjar fjárfestingar félagsins vandlega á næstunni. Hann telur vel hægt að bæta rekstur félagsins á næstunni. Inni í félaginu séu mjög góðar fjárfestingar. Til dæmis séu þar kjölfestueign í Glitni og félagið eigi TM tryggingar að fullu. 4.12.2007 19:44
Hlutafjáraukning FL Group bæði jákvæð og neikvæð Valdimar Svavarsson hagfræðingur sér bæði kosti og galla á 64 milljarða hlutafjáraukningu FL Group í dag á genginu 14,7 sem er 23,6% lægra en lokagengi bréfa í félaginu í Kauphöllinni í gær. 4.12.2007 18:37
Hlutur Hannesar í FL Group þynnist um 7% Hannes Smárason er ekki lengur stærsti hluthafi FL Group. Með nýju útgefnu hlutafé upp á 64 milljarða hefur Baugur Group tekið við þeirri stöðu og fer nú með 35,9% hlut í félaginu. hlutur Hannesar fer úr 20,52% í 13,7%. 4.12.2007 17:31
SPRON lækkaði um 6,94% í dag Það var rauður dagur í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,1%. Gengi hlutabréfa í SPRON lækkaði um 6,94%. Exista lækkaði um 5,69%, 365 hf lækkaði um 5,15%, Straumur-Burðarás um 4,29% og Glitnir um 3,65%. 4.12.2007 17:17
Óheppilegt að loka í heilan dag Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir að lögð sé áhersla á að stöðva viðskipti með bréf fyrirtækis í Kauphöllinni eins sjaldan og í eins stuttan tíma og mögulegt er. Viðskipti með bréf í FL Group voru stöðvuð í morgun og sagt að tilkynning frá félaginu væri væntanleg. Sú tilkynning barst hins vegar ekki fyrr en klukkan 16:45 eða við lokun markaða. 4.12.2007 16:58
Jón Sigurðsson forstjóri FL Group FL Group hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Jón Sigurðsson taki við sem forstjóri af Hannesi Smárasyni. 4.12.2007 16:58
Hlutafé aukið um 64 milljarða í FL Group Hlutafé í FL Group verður aukið um 64 milljarða og eigið fé félagsins verður 180 milljarðar eftir hlutafjáraukningu í félaginu sem samþykkt var í dag. FL Group kaupir hlut í öflugum fasteignafélögum fyrir 53,8 milljarða króna en allar eignirnar eru keyptar af Baugi Group. 4.12.2007 16:45
Viðskiptahalli 100 milljörðum minni á fyrstu níu mánuðum ársins Viðskiptahalli á þriðja ársfjórðungi þessa árs var 31 milljarður króna sem er rúmum 17 milljörðum króna minna en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabanka Íslands.. 4.12.2007 16:25
Gnúpur mun fylgjast með á hliðarlínunni Fjárfestingafélagið Gnúpur, sem á 17,5% á FL Group og er sem stendur annar stærsti hluthafi félagsins, mun ekki taka þátt í hlutafjáraukningunni sem fyrirhugað er að kynna seinna í dag. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum innan Gnúps. 4.12.2007 15:13
Enn lækkar í kauphöllinni Miklar lækkanir hafa verið í Kauphöllinni það sem af er degi. Gengi bréfa SPRON hafa lækkað mest eins og staðan er þessa stundina, eða um 6,35 prósent. Exista fylgir þar á eftir en bréf í því fyrirtæki hafa lækkað um 6,08 prósent í dag. Þar á eftir fylgja bréf í 365 hf. sem hafa lækkað um 5,58 prósent. 4.12.2007 14:32
Fjármálastofnanir forðast að lána yfir áramótin Aðgengi að lausafé hefur þrengst til muna á fjármálamörkuðum undanfarið og virðast fjármálastofnanir forðast eins og heitan eldinn að lána yfir næstkomandi áramót. 4.12.2007 12:12
Samson selur hlut sinn í búlgörsku fasteignafélagi Fasteignafélagið Landmark í Búlgaríu, sem meðal annars var í eigu Samson Properties, hefur verið selt stjórnendum félagsins á nærri 19 milljarða króna. Þetta eru stærstu fasteignaviðskipti í sögu Búlgaríu eftir því sem segir í tilkynningu vegna sölunnar. 4.12.2007 11:52
Al Gore gestur hjá dótturfyrirtæki Landsbankans Al Gore, nóbelsverðlaunahafi og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna var gestur á Orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfyrirtækis Landsbankans þann 1. desember síðastliðinn í Dublin á Írlandi. 400 gestir hlýddu á framsöguræðu varaforsetans sem bar yfirskriftina „Græn hugsun: Efnahagsstefna fyrir 21. öldina.“ 4.12.2007 11:33