Viðskipti innlent

Hlutur Hannesar í FL Group þynnist um 7%

Frá fréttamannafundi FL Group í dag.
Frá fréttamannafundi FL Group í dag.

Hannes Smárason er ekki lengur stærsti hluthafi FL Group. Með nýju útgefnu hlutafé upp á 64 milljarða hefur Baugur Group tekið við þeirri stöðu og fer nú með 35,9% hlut í félaginu. hlutur Hannesar fer úr 20,52% í 13,7%.

Í tilkynningu frá FL Group í dag þar sem tilkynnt var um að Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri tæki við forstjórastarfinu af Hannesi var þess getið að Hannes yrði áfram í stjórn félagsins og stór hluthafi. Jafnframt er stefnt að því að Hannes kaupi 23% af hlut FL Group í Geysi Green Energy á næstunni.

„Ég ætla að vinna með því félagi sem stjórnarformaður. Ég ætla ekki að vera daglegur stjórnandi en það er hins vegar verkefni sem þarf að fylgja vel úr hlaði og byggja upp,“ segir Hannes Smárason um kaup sín í Geysir Green Energy.

Baugur mun þó aðeins um stundarsakir ráða yfir 35,9% hlut í FL Group. Stefnt er að því að félagið bjóði hluti að verðmæti fimm milljarða í tengslum við 10 milljarða króna hlutafjárútboð á næstunni til fagfjárfesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×