Fleiri fréttir

Stórir hluthafar í FL Group falla frá forkaupsrétti

Stærstu hluthafar FL Group og stjórn funduðu langt fram á nótt í húsi lögmannsstofunnar Logos í Efstaleiti. Hvorki Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, eða Hannes Smárason forstjóri vildu tjá sig við Vísi að loknum fundinum.

RBS afskrifi 250 milljarða

Búist er við að stjórn Royal Bank of Scotland afskrifi um tvo milljarða punda, eða nálægt 250 milljörðum króna, vegna undirmálslánakreppunnar á Bandaríkjamarkaði.

Jón Ásgeir til fundar við Pálma vegna FL Group

Eftir að óformlegum fundi helstu lykilstjórnenda og eigenda FL Goup, sem haldinn var í höfuðstöðvum Baugs við Túngötu, lauk fyrr í kvöld hélt Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, rakleiðis til fundar við Pálma Haraldsson eiganda Fons.

Viðskiptahallinn helst óbreyttur

Allt útlit er fyrir að viðskiptahallinn á þriðja ársfjórðungi verði svipaður og á öðrum ársfjórðungi. Nú þegar hafa komið fram tölur um vöruskiptahalla sem sýna að hann er svipaður milli ársfjórðunga, eftir því sem fram kemur í Hálf-fimm fréttum Kaupþings í dag.

FL niður um tæp átta prósent

FL Group lækkar enn flugið í Kauphöllinni en gengi bréfa í fyrirækjunu hefur lækkað um tæp átta prósent í dag. Gengið stendur nú í 19,3 sem er lækkun upp á 7,89 prósent. Úrvalsvísitalan hefur lækkað í dag um tæp tvö prósent.

Álag á skuldatryggingar heldur áfram að falla

Álag á skuldatryggingar íslensku viðskiptabankanna heldur áfram að falla og á þeirri viku sem liðin er síðan að Kaupþing tilkynnti um lok fjármögnunar á hollenska bankanum NIBC hefur álag íslensku bankanna fallið um rúmlega um 100 púnkta að meðaltali.

Bank of Scotland afskrifar 2 milljarða punda vegna undirmálslána

Reiknað er með að stjórn Royal Bank of Scotland muni í þessari viku gera grein fyrir hversu mikið bankinn þarf að afskrifa vegna undirmálslánakrísunnar á Bandaríkjamarkaði. Talið er að afskriftirnar muni í heild nema um tveimur milljörðum pund eða yfir 250 milljörðum kr.

Gengi FL Group hefur fallið um tæp 6%

Gengi hlutabréfa í FL Group stendur nú í 19,5 og hefur því lækkað um 5,98 prósent í morgun. Lægst fór það hins vegar í 19,3 krónur í síðustu viku. Verðmæti félagsins er nú 183,9 milljarðar, var í morgun 194.1 milljarðar og hefur því rýrnað um 10,2 milljarða frá því í morgun. Gengi fjárfestingafyrirtækja og banka hefur lækkað í dag að SPRON, Glitni og Eik banka undanskildum.

Mismunandi skoðanir á veikindafjarvistum á Norðurlöndunum

Í nýjasta tölublaði Atvinnulífs á Norðurlöndum er fjallað um rannsókn á veikindafjarvistum á Norðurlöndunum út frá ólíkum sjónarmiðum. Þar kemur fram að skoðanir á veikindafjarvistum eru mjög mismunandi milli Norðurlandanna.

Hlutafjárútboði Marel lokið

Lokuðu útboði Marel Food Systems á nýjum hlutum lauk á föstudag en nýir hlutir svara til tæplega átta prósenta heildarhlutafjár Marel. Lífeyrissjóðir tryggðu sér tvo þriðju hluta af nýja hlutafénu og afgangurinn féll öðrum fjárfestum í skaut.

FL Group í viðræðum við þriðja aðila

FL Group hefur á síðustu dögum átt í viðræðum við „þriðja aðila“, sem fela meðal annars í sér mat á ýmsum fjárfestingakostum og fjármögnun þeirra, með það að markmiði að efla enn frekar eignasafn félagsins og fjárhagslegan styrk.

Tölvuleikjarisar sameinast

Hugbúnaðarfyrirtækin Activision og Blizzard, sem framleiða nokkra af þekktustu tölvu- og netleikjum heims, hafa ákveðið að sameinast undir einu þaki og nýju sameinuðu nafni, Activision Blizzard. Breska ríkisútvarpið segir samrunann geta hrist upp leikjatölvubransanum.

Framtíð FL Group rædd á fundi á Túngötunni

Nýlokið er fundi í höfuðstöðvum Baugs Group á Túngötunni. Hann var á milli þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns FL Group, Hannesar Smárasonar, forstjóra félagsins og Jóns Sigurðssonar aðstoðarforstjóra.

Glæta í Bandaríkjunum

Beðið er með eftirvæntingu eftir að sjá hvað gerist í Bandaríkjunum þegar markaðirnir opna á morgun.

Aukið hlutafé Baugs í FL Group nægir ekki eitt og sér

Líkt og Morgunblaðið greindi fyrst frá í gærmorgun hafa stjórnendur Baugs Group í samráði við aðra stærstu hluthafa FL Group ákveðið að hækka hlutafé félagsins um 60 milljarða á næstunni. Líklegt er þó að það dugi ekki til því þörf er á nýjum hluthöfum sem eru fjárhagslega sterkari heldur en stærstu hluthafar félagsins í dag.

SAS í vanda út af kínverskum flugfreyjum

Kínverskar flugfreyjur sem SAS flugfélagið réði til starfa í þeim flugvélum sínum sem fljúga milli Danmerkur og Kína geta kostað félagið tugi milljóna króna í sektum.

Facebook dregur í land með kaupupplýsingar

Stjórnendur Facebook vefsins hafa látið undan þrýstingin notenda og leyft þeim að stýra betur hvort upplýsingar um kauphegðan þeirra eru birtar öllum sem nota vefinn.

SPRON og Kaupþing sameinast um e-kortin

SPRON hefur hafið samstarf við Kaupþing um rekstur og útgáfu e-kortanna og hafa fyrirtækin stofnað nýtt félag, Ekort ehf., um reksturinn.

SPRON og Exista ruku upp

Gengi bréfa í SPRON hækkaði um rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag og fór í 11,44 krónur á hlut eftir að hafa staðið nærri 10 krónum fyrr í vikunni, sem er lægsta gengi félagsins síðan það var skráð á markað í október. Gengið er engu að síður rúmum fimmtíu prósentum undir upphafsgengi sínu.

Nova býður upp á MSN í farsímann

Nýtt samskiptafyrirtæki - Nova - boðar breytta notkun farsímans með tilkomu netsins í símann. Meðal fjölmargra nýjunga sem Nova kynnti á blaðamannafundi í verslun sinni að Lágmúla 9 í dag, föstudaginn 30nóvember, er MSN í farsímann og Vinatónar.

Greining Kaupþings spáir 5,8% verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings banka spáir 0,6% hækkun vísitölu neysluverðs í desember. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 5,8% samanborið við 5,2% í nóvember.

Landsvirkjun lýkur fjármögnun ársins 2007

Landsvirkjun gaf út í sl. viku skuldabréf að fjárhæð 75 milljónir dollara eða sem svarar til um 4,5 milljarða kr. Lánstíminn er 7 ár og eru kjör skuldabréfsins Libor + 0,07%. Umsjónaraðilar útgáfunnar er belgíski bankinn DEXIA. Með þessari útgáfu er fjármögnun ársins 2007 lokið.

Olíuverðið undir 90 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 90 dali á tunnu í dag eftir að viðgerð heppnaðist á olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. Þá spilar inn í að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, er talin ætla að auka olíuframleiðslu umtalsvert í næstu viku auk þess sem reiknað er með því að hátt olíuverð muni draga mjög úr eftirspurn, ekki síst eftir eldsneyti.

Bilun hjá Danska Bank skilur 80.000 Dani eftir blanka

Yfir 80.000 danskir launþegar fá ekki ánægjulegt upphaf á desember-mánuði. Tölvukerfi Danske Bank brotnaði niður í nótt og það þýðir að launþegarnir fá ekki laun sín útborguð fyrr en á mánudag en þeir áttu að fá þau í dag.

Kínverskir og arabískir ofursjóðir hleypa lífi í markaðinn

Kínverskir og arabískir ofursjóðir hafa hleypt lífi í kauphallir á Vesturlöndum undanfarna daga með kaupum í fjármálafyrirtækjum og bönkum. Börsen.dk fjallar um þetta spáir því að kaup þessara sjóða muni aukast verulega á næstu mánuðum.

Tros ehf. hefur selt fiskvinnsluhluta sinn

Tros ehf. í Sandgerði, dótturfélag Iceland Seafood hefur selt fiskvinnsluhluta sinn en kaupandinn er K&G Fiskverkun. Tros hefur þar með hætt allri frumvinnslu.

Exista og Föroya Bank hækka um 3%

Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hefur hækkað nokkuð við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór Úrvalsvísitalan yfir 7.000 stigin á ný . Bréf í Föroya banka og Existu hafa hækkað mest, eða um þrjú prósent. SPRON, Icelandair, Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing fylgja á eftir en gengi þeirra hefur hækkað á bilinu 1,5 til 2,5 prósent.

Skodaverksmiðjunar flytja inn verkamenn frá Víetnam

Skoda hefur neyðst til að flytja inn verkamenn frá Víetnam í verksmiðjur sínar í Tékklandi sökum skorts á innlendur vinnuafli. Tékkar, sem og aðrar Austur-Evrópuþjóðir, leita mikið til vinnu vestur á bóginn og þetta hefur skapað skort á vinnuafli í landinu.

FL Group rauk upp í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um tæp fjögur prósent í Kauphöllinni í dag í kjölfar talsverðrar lækkunar upp á síðkastið. Gengi flestra fyrirtækja hækkaði. Á sama tíma lækkaði gengi allra færeysku félaganna auk þess sem gengi 365 og Marels lækkaði í dag. Mest var lækkunin á gengi Föroya banka sem fór niður um 2,91 prósent.

Marel ákveður að bjóða út nýja hluti í félaginu

Stjórn Marel Food Systems hf. samþykkti á stjórnarfundi í dag að hækka hlutafé félagsins með útboði á nýjum hlutum, sem nema um 8% af heildarhlutafé félagsins, til takmarkaðs hóps hæfra fjárfesta í skilningi laga um verðbréfaviðskipti.

Vaxtaálag hækkar sem aldrei fyrr

Libor vextir á eins mánaðar millibankalánum í evrum hafa aldrei hækkað eins mikið á milli daga eins og nú eða um 64 punkta, upp í 4,81%

Góð staða hjá ríkissjóði

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri um 51,2 milljörðum kr., sem er 2,4 milljörðum kr. aukning frá sama tíma í fyrra.

Stefán Jón til Norræna fjárfestingarbankans

Stefán Jón Friðriksson, viðskiptafræðingur í fjármálaráðuneytinu og ritari framkvæmdanefndar um einkavæðingu, hefur verið ráðinn svæðisstjóri fyrir Ísland hjá Norræna fjárfestingarbankanum, NIB.

Forstjóri E-Trade hættur

Mitchell H. Caplan, forstjóri fjármála- og verðbréfafyrirtækisins E-Trade, sagði upp störfum í dag og tekur uppsögnin þegar gildi. Fyrirtækið hefur átt í gríðarlegum vanda en það þurfti líkt og fleiri bandarískar fjármálastofnanir að afskrifa 197 milljónir dala, jafnvirði rúmra 12 milljarða króna, vegna bókfærðs taps á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið tryggði sér 2,4 milljarða dala fjármögnun í dag til að bæta eiginfjárstöðuna.

Askar stofna sjóð og opna skrifstofu á Indlandi

Stjórnendur Askar Capital hf. og indverska fjárfestingafyrirtækisins Skil Group tilkynntu í dag á Indlandi að fyrirtækin hefðu ákveðið að standa sameiginlega að stofnun framtaksfjármagnssjóðs.

Fljótlega skýrist hvort Alfesca kaupir Oscar Mayer

Á næstunni kemur væntanlega í ljós hvort af kaupum Alfesca á breska félaginu Oscar Mayer Ltd verði. Oscar Mayer er matvælaframleiðandi sem sérhæfir sig í kældum tilbúnum réttum undir vörumerkjum stórmarkaða.

Súkkulaðisamráð til rannsóknar í Kanada

Samkeppniseftirlit Kanada hefur nú til rannsóknar meint verðsamráð stærstu risana á súkkulaðimarkaðinum þar í landi. Nær rannsóknin til fyrirtækjana Nestle, Cadbury, Hershey og Mars.

Sjá næstu 50 fréttir