Viðskipti innlent

Danskar fasteignir til bjargar FL Group

"Danskar fasteignir til bjargar FL Group" er fyrirsögnin í danska viðskiptablaðinu Börsen í morgun.

Flest helstu blöð Danmerkur fjalla um hlutafjáraukningu FL Group í gær. Þau fjalla mest um hinn danska hluta málsins það er að stór hluti af norræna fasteignafélaginu Landic er rennt inn í FL Group en Landic á fjölda fasteigna í Kaupmannahöfn, sumar mjög þekktar.

Það kveður hinsvegar við nokkuð annan tón í umfjöllun stæsta dagblaðs Dana, Jyllandsposten. Á viðskiptasíðu blaðsins er sagt að íslenski fjármálaheimurinn sé skjálfandi spilaborg og að FL Group sé fyrsta fórnarlambið.

Eða eins og blaðið orðar það: Þróun fjármála á Íslandi er undir svo miklum þrýstingi Þessa daganna að hin vaxandi spilaborg íslenskra fjárfestinga er við að falla saman.

Bæði Börsen og Berlingske greina frá því að 50 milljarða eign í Landic sé notuð til að fjármagna hlutafjáraukningu Baugs í FL Group. Landic er stærsta fasteignafélag Norðurlandanna og á m.a. Magasin du Nord og fleiri þekktar eignir í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×