Bankamenn sögðu verð FL Group hátt Björgvin Guðmundsson skrifar 5. desember 2007 02:15 Forsvarsmenn FL sögðust hafa vilyrði fyrir 45 milljarða króna langtímafjármögnun, sem muni ljúka á næstu dögum. Hluti þess verði notaður til að greiða upp skammtímaskuldir. Vísir/Anton „Við vonumst til þess að sjá einhver ný andlit í hluthafahópnum,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, um hlutafjáraukningu félagsins. „Við erum að vinna í því að styrkja eiginfjárgrunn FL Group svo við getum tekið á okkur áföll ef þau verða. Við tökum líka þátt í hlutafjáraukningunni til að slá á sögur um að allt sé að brenna hjá FL. Þetta er sterkt félag á alla mælikvarða.“ Baugur Group sem Jón Ásgeir stýrir seldi FL Group í gær fasteignafélög að verðmæti 54 milljarðar króna. Baugur fær greitt með hlutafé í FL Group og verður stærsti eigandi félagsins með tæplega 36 prósent. Að auki verða tíu milljarðar króna boðnir fagfjárfestum og fimm til viðbótar verði umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Öll þessi viðskipti með bréf FL Group fara fram á genginu 14,7 sem er þónokkuð lægra en til stóð fyrir helgi. Viðskipti með bréf FL Group í fyrradag voru á genginu 19,25. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þrýstu viðskiptabankar Baugs á að gengið yrði lægra en til stóð. Jón Ásgeir segir að annaðhvort hefði þurft að kaupa fasteignir Baugs á hærra verði eða lækka verð á FL. Margar stærðir hafi einnig breyst í þessari vinnu. „Menn sáu tækifæri í því að lækka verðið. Þá gefst tækifæri til að selja fleirum á þessu verði sem er mjög hagstætt miðað við sambærileg félög,“ segir Jón Ásgeir. Hannes Smárason hættir sem forstjóri FL Group og Jón Sigurðsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri, tekur við. Jón segir jákvætt að óvissu um stjórn og styrk félagsins hafi verið eytt. Verkefnið fram undan sé að sinna fjárfestingum FL Group með öflugu fasteignarfélagi innanborðs. Á óvissutímum á mörkuðum muni FL Group fara hægar yfir. Hannes segist sáttur að stíga úr forstjórastólnum á þessum tímapunkti. „Mín staða er þokkaleg. Ég er áfram stór hluthafi í félaginu. Ég ætla að koma inn í Geysir Green og halda áfram sem fjárfestir. Þetta verður ekki mikil breyting fyrir mig.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Við vonumst til þess að sjá einhver ný andlit í hluthafahópnum,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, um hlutafjáraukningu félagsins. „Við erum að vinna í því að styrkja eiginfjárgrunn FL Group svo við getum tekið á okkur áföll ef þau verða. Við tökum líka þátt í hlutafjáraukningunni til að slá á sögur um að allt sé að brenna hjá FL. Þetta er sterkt félag á alla mælikvarða.“ Baugur Group sem Jón Ásgeir stýrir seldi FL Group í gær fasteignafélög að verðmæti 54 milljarðar króna. Baugur fær greitt með hlutafé í FL Group og verður stærsti eigandi félagsins með tæplega 36 prósent. Að auki verða tíu milljarðar króna boðnir fagfjárfestum og fimm til viðbótar verði umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Öll þessi viðskipti með bréf FL Group fara fram á genginu 14,7 sem er þónokkuð lægra en til stóð fyrir helgi. Viðskipti með bréf FL Group í fyrradag voru á genginu 19,25. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þrýstu viðskiptabankar Baugs á að gengið yrði lægra en til stóð. Jón Ásgeir segir að annaðhvort hefði þurft að kaupa fasteignir Baugs á hærra verði eða lækka verð á FL. Margar stærðir hafi einnig breyst í þessari vinnu. „Menn sáu tækifæri í því að lækka verðið. Þá gefst tækifæri til að selja fleirum á þessu verði sem er mjög hagstætt miðað við sambærileg félög,“ segir Jón Ásgeir. Hannes Smárason hættir sem forstjóri FL Group og Jón Sigurðsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri, tekur við. Jón segir jákvætt að óvissu um stjórn og styrk félagsins hafi verið eytt. Verkefnið fram undan sé að sinna fjárfestingum FL Group með öflugu fasteignarfélagi innanborðs. Á óvissutímum á mörkuðum muni FL Group fara hægar yfir. Hannes segist sáttur að stíga úr forstjórastólnum á þessum tímapunkti. „Mín staða er þokkaleg. Ég er áfram stór hluthafi í félaginu. Ég ætla að koma inn í Geysir Green og halda áfram sem fjárfestir. Þetta verður ekki mikil breyting fyrir mig.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira