Viðskipti innlent

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group.
Jón Sigurðsson forstjóri FL Group.

FL Group hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Jón Sigurðsson taki við sem forstjóri af Hannesi Smárasyni.

Jón hefur verið aðstoðarforstjóri félagsins en er nú orðinn forstjóri. Einnig er ljóst að hlutafé í félaginu verður aukið í um 64 milljarða.

Jón starfaði í fyrirtækjaráðgjöf hjá Landsbanka Íslands áður en hann fór yfir til FL Group. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×