Viðskipti innlent

Langversta byrjun í kauphöllinni frá upphafi

Upphaf viðskipta í kauphöllinni í morgun er það langversta í sögu kauphallarinnar. Þótt lækkanirnar frá í morgun hafi að hluta gengið til baka og markaðurinn sé að jafna sig hefur úrvalsvísitalan lækkað um rúm 3,5 prósent nú undir hádegið. Er hækkun ársins þar með gengin til baka.

Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar Kaupþings, banka segir að ákveðin aðlögun hafi átt sér stað á markaðinum. „Þetta er jákvætt til lengri tíma litið og einnig það að allri óvissu hefur verið eytt hvað varðar FL Group."

Hin mikla lækkun á bréfum FL Group í morgun hefur að vonum vakið athygli. Fjármálasérfræðingar sem Vísir hefur rætt við í dag segja að lækkun var fyrirsjáanleg en að umfang hennar hafi komið nokkuð á óvart.

Sem stendur hefur gengi FL Group lækkað um rúm 16 prósent og einn viðmælenda Vísis segir að nú sé sennilega komið raunhæft verðdæmi á bréfin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×