Stærsta stofnfjáraukning Íslandssögunnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. desember 2007 05:45 Jón Þorsteinn Jónsson Stjórnarformaður Byrs. „Við ætlum að vaxa og styrkjum með þessu eiginfjárgrunninn,“ segir Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs sparisjóðs, um yfirstandandi stofnfjáraukningu sjóðsins. Hann bendir á að stofnfjáraukning Byrs sé sú stærsta sem hér hafi farið fram til þessa. Í boði eru 12,2 milljarðar nýir hlutir á genginu 1,945. Með þessu áætlar Byr því að sækja sér rúma 23,7 milljarða króna. Hægt er að skrá sig fyrir auknum stofnfjárhlut fram til 14. þessa mánaðar, en aukningin hófst síðasta mánudag. Einungis núverandi stofnfjáreigendur geta aukið hlut sinn. Nýti einhver ekki kauprétt sinn rýrnar eignarhlutur hans í sjóðnum um 86,2 prósent. Tíu prósenta hlutur yrði þannig að 1,38 prósenta hlut. „Við nýtum með þessu heimild sem við vorum með,“ segir Jón Þorsteinn og vísar líka til þess að önnur fjármögnun fjármálafyrirtækja sé dýr um þessar mundir. „Þótt Byr sé ágætlega fjármagnaður út næsta ár og með innlánum að stórum hluta þá er líka horft til þessa,“ segir hann en gefur lítið út á hvort líta megi á stofnfjáraukninguna sem fyrirheit um yfirvofandi fyrirtækjakaup. „Hitt er annað mál að ef þú kallar eftir 24 milljörðum þá verður þú að láta þá vinna og það ætlum við að gera.“ Jón Þorsteinn á ekki von á öðru en að öll stofnfjáraukningin gangi út. „Við erum náttúrlega búin að sölutryggja þetta og hefðum ekki farið í þetta öðruvísi á þessum tíma.“ Hann gerir um leið ráð fyrir góðri þátttöku stofnfjáreigenda. „Þetta er svo mikil skerðing á hlut þeirra sem ekki taka þátt. Ég á von á að þetta klárist auðveldlega.“ Nýti einhver stofnfjáreigandi ekki forkaupsrétt sinn rennur kauprétturinn til annarra stofnfjáreigenda sem skráð hafa sig fyrir hlut umfram eigin eign. Skiptist þá ónýttur kaupréttur á milli hinna sem meira vilja í hlutfalli við fyrri eign þeirra í sjóðnum. Jón Þorsteinn segir ljóst að stofnfjáraukningin sé álitlegur fjárfestingarkostur miðað við gengi bréfanna. Síðustu viðskipti með bréf Byrs fyrir stofnfjáraukninguna fóru fram á genginu 15 krónur á hlut. Það gengi segir þó ekki alla söguna því gengið kemur til með að lækka í hlutfalli við aukningu hlutafjár. Miðað við síðasta gengi að viðbættri aukningu fæst út gengi bréfa nálægt þremur. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru töluverð viðskipti með stofnbréf Byrs áður en markaði með þau var lokað meðan á aukningunni stendur. Allnokkur hópur kaus að selja sig fremur út úr sjóðnum en að taka þátt í stofnfjáraukningunni enda getur þar verið um töluverða skuldbindingu að ræða. Um leið var nokkur hópur á kauphliðinni sem gjarnan vildi auka kauprétt sinn í aukningunni. Algeng eign einstaklinga í sjóðnum er sögð vera sex stofnbréf, en þau samsvara um 1,9 milljónum króna að grunnnafnverði. Taki einstaklingur með slíka eign fulla þátt í stofnfjáraukningunni þýðir það fjárfestingu upp á um 24 milljónir króna. Jón Þorsteinn segir að langtímamarkmið sjóðsins sé svo að breyta rekstrarformi sjóðsins í hlutafélag og skrá hann á markað. „Á þessu ári hefur heilmikið skýrst í þeim efnum, en við höfum samt ekki gefið út neina dagsetningu enn sem komið er. Við ætlum hins vegar að hlutafjárvæða sjóðinn við fyrsta tækifæri.“ Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
„Við ætlum að vaxa og styrkjum með þessu eiginfjárgrunninn,“ segir Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs sparisjóðs, um yfirstandandi stofnfjáraukningu sjóðsins. Hann bendir á að stofnfjáraukning Byrs sé sú stærsta sem hér hafi farið fram til þessa. Í boði eru 12,2 milljarðar nýir hlutir á genginu 1,945. Með þessu áætlar Byr því að sækja sér rúma 23,7 milljarða króna. Hægt er að skrá sig fyrir auknum stofnfjárhlut fram til 14. þessa mánaðar, en aukningin hófst síðasta mánudag. Einungis núverandi stofnfjáreigendur geta aukið hlut sinn. Nýti einhver ekki kauprétt sinn rýrnar eignarhlutur hans í sjóðnum um 86,2 prósent. Tíu prósenta hlutur yrði þannig að 1,38 prósenta hlut. „Við nýtum með þessu heimild sem við vorum með,“ segir Jón Þorsteinn og vísar líka til þess að önnur fjármögnun fjármálafyrirtækja sé dýr um þessar mundir. „Þótt Byr sé ágætlega fjármagnaður út næsta ár og með innlánum að stórum hluta þá er líka horft til þessa,“ segir hann en gefur lítið út á hvort líta megi á stofnfjáraukninguna sem fyrirheit um yfirvofandi fyrirtækjakaup. „Hitt er annað mál að ef þú kallar eftir 24 milljörðum þá verður þú að láta þá vinna og það ætlum við að gera.“ Jón Þorsteinn á ekki von á öðru en að öll stofnfjáraukningin gangi út. „Við erum náttúrlega búin að sölutryggja þetta og hefðum ekki farið í þetta öðruvísi á þessum tíma.“ Hann gerir um leið ráð fyrir góðri þátttöku stofnfjáreigenda. „Þetta er svo mikil skerðing á hlut þeirra sem ekki taka þátt. Ég á von á að þetta klárist auðveldlega.“ Nýti einhver stofnfjáreigandi ekki forkaupsrétt sinn rennur kauprétturinn til annarra stofnfjáreigenda sem skráð hafa sig fyrir hlut umfram eigin eign. Skiptist þá ónýttur kaupréttur á milli hinna sem meira vilja í hlutfalli við fyrri eign þeirra í sjóðnum. Jón Þorsteinn segir ljóst að stofnfjáraukningin sé álitlegur fjárfestingarkostur miðað við gengi bréfanna. Síðustu viðskipti með bréf Byrs fyrir stofnfjáraukninguna fóru fram á genginu 15 krónur á hlut. Það gengi segir þó ekki alla söguna því gengið kemur til með að lækka í hlutfalli við aukningu hlutafjár. Miðað við síðasta gengi að viðbættri aukningu fæst út gengi bréfa nálægt þremur. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru töluverð viðskipti með stofnbréf Byrs áður en markaði með þau var lokað meðan á aukningunni stendur. Allnokkur hópur kaus að selja sig fremur út úr sjóðnum en að taka þátt í stofnfjáraukningunni enda getur þar verið um töluverða skuldbindingu að ræða. Um leið var nokkur hópur á kauphliðinni sem gjarnan vildi auka kauprétt sinn í aukningunni. Algeng eign einstaklinga í sjóðnum er sögð vera sex stofnbréf, en þau samsvara um 1,9 milljónum króna að grunnnafnverði. Taki einstaklingur með slíka eign fulla þátt í stofnfjáraukningunni þýðir það fjárfestingu upp á um 24 milljónir króna. Jón Þorsteinn segir að langtímamarkmið sjóðsins sé svo að breyta rekstrarformi sjóðsins í hlutafélag og skrá hann á markað. „Á þessu ári hefur heilmikið skýrst í þeim efnum, en við höfum samt ekki gefið út neina dagsetningu enn sem komið er. Við ætlum hins vegar að hlutafjárvæða sjóðinn við fyrsta tækifæri.“
Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira