Stærsta stofnfjáraukning Íslandssögunnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. desember 2007 05:45 Jón Þorsteinn Jónsson Stjórnarformaður Byrs. „Við ætlum að vaxa og styrkjum með þessu eiginfjárgrunninn,“ segir Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs sparisjóðs, um yfirstandandi stofnfjáraukningu sjóðsins. Hann bendir á að stofnfjáraukning Byrs sé sú stærsta sem hér hafi farið fram til þessa. Í boði eru 12,2 milljarðar nýir hlutir á genginu 1,945. Með þessu áætlar Byr því að sækja sér rúma 23,7 milljarða króna. Hægt er að skrá sig fyrir auknum stofnfjárhlut fram til 14. þessa mánaðar, en aukningin hófst síðasta mánudag. Einungis núverandi stofnfjáreigendur geta aukið hlut sinn. Nýti einhver ekki kauprétt sinn rýrnar eignarhlutur hans í sjóðnum um 86,2 prósent. Tíu prósenta hlutur yrði þannig að 1,38 prósenta hlut. „Við nýtum með þessu heimild sem við vorum með,“ segir Jón Þorsteinn og vísar líka til þess að önnur fjármögnun fjármálafyrirtækja sé dýr um þessar mundir. „Þótt Byr sé ágætlega fjármagnaður út næsta ár og með innlánum að stórum hluta þá er líka horft til þessa,“ segir hann en gefur lítið út á hvort líta megi á stofnfjáraukninguna sem fyrirheit um yfirvofandi fyrirtækjakaup. „Hitt er annað mál að ef þú kallar eftir 24 milljörðum þá verður þú að láta þá vinna og það ætlum við að gera.“ Jón Þorsteinn á ekki von á öðru en að öll stofnfjáraukningin gangi út. „Við erum náttúrlega búin að sölutryggja þetta og hefðum ekki farið í þetta öðruvísi á þessum tíma.“ Hann gerir um leið ráð fyrir góðri þátttöku stofnfjáreigenda. „Þetta er svo mikil skerðing á hlut þeirra sem ekki taka þátt. Ég á von á að þetta klárist auðveldlega.“ Nýti einhver stofnfjáreigandi ekki forkaupsrétt sinn rennur kauprétturinn til annarra stofnfjáreigenda sem skráð hafa sig fyrir hlut umfram eigin eign. Skiptist þá ónýttur kaupréttur á milli hinna sem meira vilja í hlutfalli við fyrri eign þeirra í sjóðnum. Jón Þorsteinn segir ljóst að stofnfjáraukningin sé álitlegur fjárfestingarkostur miðað við gengi bréfanna. Síðustu viðskipti með bréf Byrs fyrir stofnfjáraukninguna fóru fram á genginu 15 krónur á hlut. Það gengi segir þó ekki alla söguna því gengið kemur til með að lækka í hlutfalli við aukningu hlutafjár. Miðað við síðasta gengi að viðbættri aukningu fæst út gengi bréfa nálægt þremur. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru töluverð viðskipti með stofnbréf Byrs áður en markaði með þau var lokað meðan á aukningunni stendur. Allnokkur hópur kaus að selja sig fremur út úr sjóðnum en að taka þátt í stofnfjáraukningunni enda getur þar verið um töluverða skuldbindingu að ræða. Um leið var nokkur hópur á kauphliðinni sem gjarnan vildi auka kauprétt sinn í aukningunni. Algeng eign einstaklinga í sjóðnum er sögð vera sex stofnbréf, en þau samsvara um 1,9 milljónum króna að grunnnafnverði. Taki einstaklingur með slíka eign fulla þátt í stofnfjáraukningunni þýðir það fjárfestingu upp á um 24 milljónir króna. Jón Þorsteinn segir að langtímamarkmið sjóðsins sé svo að breyta rekstrarformi sjóðsins í hlutafélag og skrá hann á markað. „Á þessu ári hefur heilmikið skýrst í þeim efnum, en við höfum samt ekki gefið út neina dagsetningu enn sem komið er. Við ætlum hins vegar að hlutafjárvæða sjóðinn við fyrsta tækifæri.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Við ætlum að vaxa og styrkjum með þessu eiginfjárgrunninn,“ segir Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Byrs sparisjóðs, um yfirstandandi stofnfjáraukningu sjóðsins. Hann bendir á að stofnfjáraukning Byrs sé sú stærsta sem hér hafi farið fram til þessa. Í boði eru 12,2 milljarðar nýir hlutir á genginu 1,945. Með þessu áætlar Byr því að sækja sér rúma 23,7 milljarða króna. Hægt er að skrá sig fyrir auknum stofnfjárhlut fram til 14. þessa mánaðar, en aukningin hófst síðasta mánudag. Einungis núverandi stofnfjáreigendur geta aukið hlut sinn. Nýti einhver ekki kauprétt sinn rýrnar eignarhlutur hans í sjóðnum um 86,2 prósent. Tíu prósenta hlutur yrði þannig að 1,38 prósenta hlut. „Við nýtum með þessu heimild sem við vorum með,“ segir Jón Þorsteinn og vísar líka til þess að önnur fjármögnun fjármálafyrirtækja sé dýr um þessar mundir. „Þótt Byr sé ágætlega fjármagnaður út næsta ár og með innlánum að stórum hluta þá er líka horft til þessa,“ segir hann en gefur lítið út á hvort líta megi á stofnfjáraukninguna sem fyrirheit um yfirvofandi fyrirtækjakaup. „Hitt er annað mál að ef þú kallar eftir 24 milljörðum þá verður þú að láta þá vinna og það ætlum við að gera.“ Jón Þorsteinn á ekki von á öðru en að öll stofnfjáraukningin gangi út. „Við erum náttúrlega búin að sölutryggja þetta og hefðum ekki farið í þetta öðruvísi á þessum tíma.“ Hann gerir um leið ráð fyrir góðri þátttöku stofnfjáreigenda. „Þetta er svo mikil skerðing á hlut þeirra sem ekki taka þátt. Ég á von á að þetta klárist auðveldlega.“ Nýti einhver stofnfjáreigandi ekki forkaupsrétt sinn rennur kauprétturinn til annarra stofnfjáreigenda sem skráð hafa sig fyrir hlut umfram eigin eign. Skiptist þá ónýttur kaupréttur á milli hinna sem meira vilja í hlutfalli við fyrri eign þeirra í sjóðnum. Jón Þorsteinn segir ljóst að stofnfjáraukningin sé álitlegur fjárfestingarkostur miðað við gengi bréfanna. Síðustu viðskipti með bréf Byrs fyrir stofnfjáraukninguna fóru fram á genginu 15 krónur á hlut. Það gengi segir þó ekki alla söguna því gengið kemur til með að lækka í hlutfalli við aukningu hlutafjár. Miðað við síðasta gengi að viðbættri aukningu fæst út gengi bréfa nálægt þremur. Samkvæmt heimildum Markaðarins voru töluverð viðskipti með stofnbréf Byrs áður en markaði með þau var lokað meðan á aukningunni stendur. Allnokkur hópur kaus að selja sig fremur út úr sjóðnum en að taka þátt í stofnfjáraukningunni enda getur þar verið um töluverða skuldbindingu að ræða. Um leið var nokkur hópur á kauphliðinni sem gjarnan vildi auka kauprétt sinn í aukningunni. Algeng eign einstaklinga í sjóðnum er sögð vera sex stofnbréf, en þau samsvara um 1,9 milljónum króna að grunnnafnverði. Taki einstaklingur með slíka eign fulla þátt í stofnfjáraukningunni þýðir það fjárfestingu upp á um 24 milljónir króna. Jón Þorsteinn segir að langtímamarkmið sjóðsins sé svo að breyta rekstrarformi sjóðsins í hlutafélag og skrá hann á markað. „Á þessu ári hefur heilmikið skýrst í þeim efnum, en við höfum samt ekki gefið út neina dagsetningu enn sem komið er. Við ætlum hins vegar að hlutafjárvæða sjóðinn við fyrsta tækifæri.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira