Viðskipti innlent

Samson selur hlut sinn í búlgörsku fasteignafélagi

MYND/Vilhelm

Fasteignafélagið Landmark í Búlgaríu, sem meðal annars var í eigu Samson Properties, hefur verið selt stjórnendum félagsins á nærri 19 milljarða króna. Þetta eru stærstu fasteignaviðskipti í sögu Búlgaríu eftir því sem segir í tilkynningu vegna sölunnar.

Það er félagið Bridgecorp sem kaupir Landmark en fyrrnenda félagið er í eigu framkvæmdastjóra Landmark. Í tilkynningu frá Samson Properties segir enn fremur að Landmark hafi verið í sölumeðferð undanfarna mánuði en það var aðallega í eigu Eignarhaldsfélagsins Kelda og Altima Partners sjóðsins í Bretlandi. Keldur eru að tveimur þriðju hlutum í eigu Samson Properties en þriðjungur er í eigu sjóða í vörslu Landsbankans í Lúxemborg.

 

Landmark var stofnað fyrir þremur árum í Búlgaríu og á fasteignir og byggingarland bæði þar í landi og Tyrklandi, samtals um 150 þúsund fermetra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×