Viðskipti innlent

Enn lækkar í kauphöllinni

Miklar lækkanir hafa verið í Kauphöllinni það sem af er degi. Gengið bréfa SPRON hafa lækkað mest eins og staðan er þessa stundina, eða um 6,35 prósent. Exista fylgir þar á eftir en bréf í því fyrirtæki hafa lækkað um 6,08 prósent í dag. Þar á eftir fylgja bréf í 365 hf. sem hafa lækkað um 5,58 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur að sama skapi lækkað, um 2,69 prósent.

Aðeins tvö félög hafa hækkað lítillega í dag. Gengi á bréfum í Marel hefur hækkað um 1,16 prósent og bréf í Atlantic Petroleum hafa hækkað um 0,44 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×