Viðskipti erlent

Rússar saka McDonalds aftur um skattsvik

Rússneska skattstofan hefur í annað sinn sakað McDonalds hamborgarakeðjuna um skattsvik í Rússlandi.

Skatturinn krefst þess að McDonalds greiði sem nemur tæplega 400 milljónum kr. vegna vangoldinni skatta. Segir skattstofan að McDonalds hafi meðal annars látið skúffufyrirtæki sjá um kjötkaup sín og aðrar vörur og þannig komist hjá eðlilegum skattgreiðslum.

McDonalds neitar þessum ásökunum. Fyrirtækinu gengur mjög vel í Rússlandi þessa dagana og söluhæsti McDonalds staður heimsins liggur í miðborg Moskvu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×