Fleiri fréttir

Atlantic aftur á uppleið

Atlantic Petroleum er aftur á uppleið í kauphöllini og hefur hækkað mest allra félaga við opnum markaðarins í morgun eða um tæp 4,6%. Eimskip hefur einnig hækkað eða um 1,5% og Glitnir hækkar lítilega eða 0,18%.

Bankarnir aftur með toppeinkum hjá Fitch

Stóru bankarnir þrír hér á landi, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn hafa aftur fengið toppeinkum hjá Fitch Ratings. Þetta kemur fram í sérstakri skýrslu sem Fitch hefur gefið út um bankana. Þar stendur m.a. að bankarnir hafi náð góðum tökum á fjármögnun sinni og lausafjárstöðu.

Tekjur Nýherja aukast um þriðjung milli ára

Nýherji skilaði 91 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi þessar árs em er um 60 milljónum króna minna en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Olían komin yfir 90 dollara

Verð á olíutunnunni fór yfir 90 dollara í nótt. Það er ekki síst veik staða dollarans sem veldur þessum hækkunum á olíu að því kemur fram í Bloomberg News í morgun.

Rauður dagur í Tokyo

Hlutabréf héldu áfram að lækka í verði á mörkuðum í Japan. Bankar féllu almennt í verði vegna ótta fjárfesta við vaxandi skort á fjármagni.

Hannes fer til USA

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er núna úti í Bandaríkjunum að herja á stjórn AMR að gera reksturinn skilvirkari. Meðal annars vill hann gera greinendum auðveldara fyrir að verðmeta félagið.

Hráolíuverð yfir 90 dali á tunnu í fyrsta sinn

Hráolíuverð í framvirkum samningum fór yfir níutíu bandaríkjadali á tunnu til skamms tíma á fjármálamörkuðum í gærkvöldi en það er hæsta verð sem tunnan hefur nokkru sinni farið í.

Ekki hærri veltumörk

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga og Frjálsrar verslunar í gær að ráðuneytið hefði verið að skoða ákvæði samkeppnislaga um samruna. Nokkur atriði þurfi að endurskoða í því sambandi og frumvarp í smíðum

Hannes fer til USA

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, er núna úti í Bandaríkjunum að herja á stjórn AMR að gera reksturinn skilvirkari. Meðal annars vill hann gera greinendum auðveldara fyrir að verðmeta félagið. Það mun vera einhverjum erfiðleikum bundið vegna undirliggjandi eigna sem erfitt er að verðleggja.

Mosaic Fashions afskráð úr kauphöllinni

OMX Nordic Exhcange Iceland hf. hefur samþykkt beiðni Mosaic Fashions hf. um afskráningu hlutabréfa félagsins af Aðallista Kauphallarinnar. Mosaic Fashions uppfyllir ekki skilyrði skráningar um dreifingu hlutafjár eftir yfirtöku Tessera Holding ehf. á Mosaic.

Hampiðjan lækkar mest í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Hampiðjunni féll um 7,69 prósent í einum viðskiptum upp á 337.500 krónur í Kauphöllinni í dag en þetta er mesta lækkunin á markaðnum. Gengi krónu stóð svotil óbreytt á sama tíma.

Hagvöxtur útflutnings í stað einkaneyslu

Hagdeild Alþýðusambands Íslandcs spáir því að það dragi úr ójafnvæginu í hagkerfinu á næstu tveimur árum og að í stað hagvaxtar sem byggist á fjárfestingum og einkaneyslu komi hagvöxtur sem byggist á útflutningi.

Askar selur lúxusíbúðir í Kína

Askar Capital hefur selt lúxus­íbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna.

Hlutabréf lækka í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag í kjölfar lélegs uppgjörs bandaríska risabankans Bank of America á þriðja ársfjórðungi. Hlutabréfavísitölur er víða á niðurleið í dag, þar á meðal hér á landi.

Hleypt inn í hollum í Toys R Us

Bandaríski leikfangarisinn Toys R Us, sem rekur yfir 1500 verslanir í 22 löndum, þar af 31 á Norðurlöndum, opnaði á Smáratorgi í Kópavogi klukkan tíu í morgun og virðist sem sumir hafi ekki getað beðið mínútu lengur.

Skellur hjá Bank of America

Bank of America, næststærsti banki Bandaríkjanna, varð fyrir skelli á þriðja ársfjórðungi en hagnaður bankans dróst saman um rúm þrjátíu prósent vegna vandræða á bandarískum fasteignalánamarkaði sem leitt hefur af sér óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Gengi Nokia rauk upp eftir afkomutölur

Gengi hlutabréfa í finnska farsímaframleiðandanum Nokia stökk upp um 7,5 prósent á hlutabréfamörkuðum í dag eftir að fyrirtækið birti afkomutölur sínar fyrir þriðja ársfjórðung.

Mikill samdráttur í smásöluveltu

Smásöluvelta dróst saman um 9,4 prósent á föstu verði á milli mánaða í september, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé mesti samdrátturinn það sem af sé þessu ári að janúar undanskildum.

Ný tækni leyfir notkun farsíma í flugi

Flugfarþegar geta innan tíðar átt von á því að geta talað farsíma í miðju flugi þökk sé nýrri farsímatækni. Hingað til hefur öll notkun farsíma verið bönnuð þar sem þeir hafa truflandi áhrif á stjórnkerfi flugvéla.

Róleg byrjun á markaði

Viðskiptin í kauphöllinni fóru rólega af stað í morgun og lækkaði úrvalsvísitan lítillega eða um 0,11% og stendur nú í tæpum 8.461 stigum. Mest hækkun varð á bréfum í Eimskip eða um 1,20%.

Olíuverðið komið úr methæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á fjármálamörkuðum í dag vegna aukinnar eftirspurnar eftir eldsneyti og olíu til húshitunar auk vaxandi spennu í Miðausturlöndum en Tyrkir hóta að ráðast gegn Kúrdum í N-Írak. Verðið er hins vegar komið úr methæðum.

Rio Tinto nær kaupum á Alcan

Námafélagið Rio Tinto greindi frá því í dag að það hefði fengið græna ljósið hjá öllum samkeppnisyfirvöldum fyrir yfirtöku á kanadíska álfélaginu Alcan, móðurfélagi álversins í Straumsvík. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 38,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 2.300 milljarða íslenskra króna.

Áframhaldandi samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði

Ekkert lát virðist vera á samdrætti og óróleika á bandarískum fasteignamarkaði. Framkvæmdir vegna nýbygginga drógust saman um 10,2 prósent í síðasta mánuði og þá fækkaði umsóknum um byggingaleyfi um 7,2 prósent.

Peningaskápurinn...

Jim Renwick, sem átti að vera næstæðsti maður Landsbankans í London eftir yfirtöku á fjármálafyrirtækinu Bridgewell, má ekki tjá sig við fjölmiðla um ástæðu brotthvarfs síns. Hann fullyrðir að flótti hans frá Landsbankanum í London hafi verið óumflýjanlegur án þess að útskýra það nánar.

Hækkun og lækkun vestanhafs

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum enduðu bæði fyrir ofan og neðan núllið eftir viðskiptadaginn vestanhafs. Fjármálaskýrendur segja skýringa að leita í mismunandi afkomutölum bandarískra stórfyrirtækja sem hafi verið að skila sér síðustu daga eftir óróleika á fjármálamarkaði. Hins vegar er óttast að samdráttur á húsnæðislánamarkaði geti verið dragbítur á hagkerfinu allt fram á næsta ár.

Blandaður dagur í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í dag í nokkuð líflegum viðskiptum þar sem skiptust á skin og skúrir. Eftir daginn var hækkun vísitölunnar 0,28% og stendur hún núna í 8.470 stigum. Gengið styrktist um tæp 0,6%.

SPRON vill í kauphöllina á þriðjudag

SPRON hefur óskað eftir skráningu í OMX Nordic Exchange Iceland næstkomandi þriðjudag 23. október. Í tengslum við skráninguna birtir SPRON helstu niðurstöður uppgjörs fyrir fyrstu 8 mánuði ársins og þróunina september og það sem af er október.

Fyrrum yfirmaður Carnegie hlaut 6 mánaða dóm

56 ára gamall fyrrum yfirmaður hjá sænska bankanum Carnegie hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innherjasvik. Hann gaf vini sínum trúnaðarupplýsingar um að góðar fréttir væru á leiðinni frá einu félagi í sænsku kauphöllinni og græddi vinurinn tæplega 5 milljónir kr. á þeim.

Hagnaður JP Morgan yfir væntingum

Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 3,4 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 207 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 100 milljónum dala meira en á sama tíma í fyrra. Fréttirnar þykja góðar í ljósi þess að bankinn afskrifaði 1,6 milljarða dala lán vegna óróleika á bandarískum fasteignamarkaði.

Talið að Milestone vilji 10% í viðbót af Carnegie-hlutum

Verðbréfafyrirtækið Enskilda í Svíþjóð ryksugar nú markaðinn þar af hlutabréfum í Carnegie-bankanum. Ekki er víst hver stendur að baki þessum kaupum en í sænskum fjölmiðlum er leitt getum að því að það sé Invik sem er í eigu Milestone á Íslandi. Eins og áður hefur verið greint frá í Vísi hefur Milestone þegar eignast 9,7% hlut í Carnegie og er talið að félagið vilji auka hlut sinn í 20%.

Varar við vaxandi viðskiptahalla gagnvart Kína

Peter Mandelson, yfirmaður viðskipta innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varar við miklum og vaxandi viðskiptahalla ríkja sambandsins gagnvart Kína. Hann segir tímabært að Kínverjar hætti að vera einungis þiggjendur í viðskiptasambandi þeirra við Evrópu.

Gengi Eik bank féll um 14,5 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik bank féll um 14,55 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag í kjölfar þess að Föroya Sparikassi seldi þúsund hluti í bankanum. Eik banki er bæði skráður hér á landi og í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum var um villu að ræða í skráningu viðskipta með bréf í félaginu.

Indverska hlutabréfavísitalan féll um níu prósent

Viðskipti voru stöðvuð tímabundið í kauphöllinni á Indlandi í dag þegar gengi hlutabréfa féll skyndilega en Sensex-hlutabréfavísitalan féll um níu prósent á einum degi. Fallið kom í kjölfar ákvörðunar stjórnvalda að setja hömlur á hlutabréfakaup erlendra fjárfesta í því augnamiði að kæla hlutabréfamarkaðinn.

Hækkanir í Evrópu í byrjun dags

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu hækkuðu í verði við opnun markaða í morgun. Mest hækkuðu hlutabréf í tæknifyrirtækjum og bönkum.

Hagnaður Storebrand eykst en litlu undir væntingum

Hagnaður norska tryggingafélagsins Storebrand nam 354,8 milljónum norskra króna, rétt rúmum fjórum milljörðum íslenskra, fyrir skatta og gjöld á þriðja ársfjórðungi samanborið við 320,6 milljónir norska króna á sama tíma í fyrra. Þótt þetta sé aukning á milli ára er þetta litlu undir væntingum markaðsaðila.

Nikkei vísitalan heldur áfram að lækka

Hlutabréf í Japan héldu áfram að falla í verði í morgun og hefur Nikkei vísitalan ekki verið lægri í nærri tvær vikur. Vonbrigði með afkomu bandarískra banka og fjármálafyrirtækja er talin vera helsta skýring á lækkuninni.

Hækkandi olíuverð

Verð á olíutunnu fór upp í 88 Bandaríkjadollara vestanhafs í gær, sem er hæsta verð til þessa, eftir að viðskipti með framvirka samninga hófust árið 1983. Þetta er þó ekki orðið jafn hátt og það fór í olíukreppunni á sínum tíma, miðað við raunvirði dollars þá og nú.

Skýrist í vikunni hvort leiðin er fær

Fjármálafyrirtæki hafa til skoðunar leiðina sem lögð er til í evruskráningu hlutabréfa. Seðlabankinn annast uppgjör viðskipta þar til það verður fært í seðlabanka í evrulandi.

Vínsöfnurum fjölgar

Arnar Bjarnason og Arnar Sigurðsson versla báðir með gæðavín, hvor á sínum forsendum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir talaði við nafnana um ástríðuna.

Dansar hipphopp í Belfast

Halla Guðrún Mixa, framkvæmdastjóri hönnunarsviðs auglýsingastofunnar Pipars, veit fátt skemmtilegra en að dansa hipphopp.

Vinna eldsneyti úr mengandi útblæstri

Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi.

Baugur vill hluti fyrrverandi forstjóra

Forsvarsmenn Baugs Group í Bretlandi eru sagðir bera víurnar í Jurek Piasecki, stofnanda og fyrrum forstjóra skartgripakeðjunnar Goldsmiths, næst­stærstu skartgripakeðju Bretlands í aldarfjórðung, um kaup á hlutum hans í keðjunni.

Sjá næstu 50 fréttir