Viðskipti innlent

Mosaic Fashions afskráð úr kauphöllinni

OMX Nordic Exhcange Iceland hf. hefur samþykkt beiðni Mosaic Fashions hf. um afskráningu hlutabréfa félagsins af Aðallista Kauphallarinnar. Mosaic Fashions uppfyllir ekki skilyrði skráningar um dreifingu hlutafjár eftir yfirtöku Tessera Holding ehf. á Mosaic.

Vegvísir Landsbankans fjallar um málið og segir þar að afskráningin mun eiga sér stað eftir lokun viðskipta mánudaginn 22. október. Tessera Holding ehf., sem er í eigu F-Capital, Kaupþings og Gnúps fjárfestingafélags, á nú 99,9% af hlutafé félagsins.

Mosaic Fashions er móðurfyrirtæki sjö hönnunar og tískumerkja og má þar nefna Karen Millen og Oasis. Félagið hefur verið skráð í kauphöllina síðan 2005






Fleiri fréttir

Sjá meira


×