Viðskipti innlent

Hleypt inn í hollum í Toys R Us

Bandaríski leikfangarisinn Toys R Us, sem rekur yfir 1500 verslanir í 22 löndum, þar af 31 á Norðurlöndum, opnaði á Smáratorgi í Kópavogi klukkan tíu í morgun og virðist sem sumir hafi ekki getað beðið mínútu lengur.

Verslunin er sú stærsta sinnar tegundar hér á landi enn sem komið er en hún er í eigu danska fyrirtækisins Top-Toy sem er með höfuðstöðvar í Hróarskeldu. Félagið rekur einnig Toys R Us verslanir í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi.

Henrik Hjörup, forstjóri Top-Toy, er bjartsýnn á gengi búðarinnar enda lofar verslunarstjórinn, Guðrún Kolbeinsdóttir góðri sölu.

Ekki vantaði spenning viðskiptavina og var röð farin að myndast fyrir framan verslunina klukkan 9 í morgun. Hún lengdist þegar á leið morguninn og þurfti að grípa til þess ráðs að hleypa fólki inn í hollum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×