Viðskipti innlent

Tekjur Nýherja aukast um þriðjung milli ára

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, hefur ástæðu til að gleðjast yfir afkomu félagsins það sem af er ári.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, hefur ástæðu til að gleðjast yfir afkomu félagsins það sem af er ári. MYND/GVA

Nýherji skilaði 91 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi þessar árs em er um 60 milljónum króna minna en á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Hins vegar hefur hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins aukist um 64 milljónir króna miðað við sama tímabil í fyrra, eða úr 238 milljónum króna í 302.

Þá kemur fram í tilkynningunni að þriðji ársfjórðungur þessar árs hafi verið sá tekjumesti hjá Nýherja frá upphafi, en alls námu tekjurnar 2,7 milljörðum króna. Þá eru tekjur fyrstu níu mánaða ársins 7,7 milljarðar króna sem er nærri þriðjungsaukning á milli ára.

Hefur stöðugildum hjá félaginu fjölgað um 120 frá áramótum og starfa nú rúmlega 460 manns hjá Nýherja. Búast má við að þeim fjölgi umtalsvert á næstunni því Nýherji hefur keypt 77 prósent hlutafjár í hugbúnaðarfyrirtækinu TM Software en þar starfa um 275 manns. Verið er gera áreiðanleikakönnun vegna kaupanna og á henni að vera lokið í byrjun desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×