Viðskipti innlent

Bankarnir aftur með toppeinkum hjá Fitch

Stóru bankarnir þrír hér á landi, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn hafa aftur fengið toppeinkum hjá Fitch Ratings. Þetta kemur fram í sérstakri skýrslu sem Fitch hefur gefið út um bankana. Þar stendur m.a. að bankarnir hafi náð góðum tökum á fjármögnun sinni og lausafjárstöðu.

Í Morgunkorni Glitnis er fjallað um málið og þar segir m.a. að Fitch segir að bönkunum hafi tekist vel upp við að minnka þörf sína fyrir skuldabréfafjármögnun. Helsta leiðin til þess hafi verið að auka innlánastarfsemi, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum. Segir Fitch bankana nú vera töluvert mismunandi hvað þetta atriði varðar, og telur Landsbanka sér í lagi hafa náð góðum árangri með Icesave netreikningum sínum í Bretlandi.

Önnur mikilvæg skref sem bankarnir hafi tekið til að minnka vægi skuldabréfafjármögnunar hafi verið að breikka hóp lánadrottna landfræðilega og lengja meðallíftíma fjármögnunar. Einnig hafi bankarnir byggt um tiltölulega stór lausafjársöfn sem vörn gegn skammtíma erfiðleikum. Telur matsfyrirtækið alla bankana hafa nægt lausafé til að standa af sér 12 mánaða tímabil án aðgangs að fjármagnsmörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×