Viðskipti erlent

Varar við vaxandi viðskiptahalla gagnvart Kína

Peter Mandelson, yfirmaður viðskipta innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Peter Mandelson, yfirmaður viðskipta innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Peter Mandelson, yfirmaður viðskipta innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, varar við miklum og vaxandi viðskiptahalla ríkja sambandsins gagnvart Kína. Hann segir tímabært að Kínverjar hætti að vera einungis þiggjendur í viðskiptasambandi þeirra við Evrópu.

Í bréfi sem Mandelson sendi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir hann augljóst að Kínverjar taki því sem gefnu að þeir geti flutt óhindrað inn vörur til ríkja sambandsins án þess að gefa nokkuð til baka. Segir hann Kínverjar með tollum og öðrum afskiptum hafa takmarkað verulega útflutning Evrópuríkja til landsins og sýnt samstarfsleysi þegar ræða á breytingar. Bendir hann á í því samhengi að á síðasta ári hafi ríki Evrópusambandsins flutt út meira til Sviss en Kína.

Að mati Mandelson fer ástandið síversnandi og grípa þarf strax til aðgerða ef ekki á að fara illa. Segir hann ljóst að ekki verði hægt viðhalda eðlilegum og opnum samskiptum við Kína nema komi til verulegrar afstöðubreytingar stjórnvalda þar gagnvart viðskiptum milli svæðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×