Viðskipti innlent

Blandaður dagur í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í dag í nokkuð líflegum viðskiptum þar sem skiptust á skin og skúrir. Eftir daginn var hækkun vísitölunnar 0,28% og stendur hún núna í 8.470 stigum. Gengið styrktist um tæp 0,6%.

Mesta hækkun dagsins varð hjá Century Aluminum eða um 2,83%, Össur hf. hækkaði um 2,38% og Landsbankinn um 2,24%.

Mesta lækkun dagsins varð hjá Atlantic Petroleum eða 1,69% og Straumi-Burðarás eða 1,47%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×