Viðskipti innlent

Íbúðaverð hækkar um 75 prósent á þremur árum

MYND/Valgarður

Íbúðaverð hækkaði um nærri 75 prósent hér á landi og hlutbréf hækkuðu um 316 prósent á árunum 2003-2006 samkvæmt samantekt sem er að finna í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Þar er þróun eignaverðs og hlutabréfaverðs hér á landi borin saman við þróunina í nokkrum vestrænum ríkjum. Til samanburðar hefur íbúðaverð í Frakklandi hækkað um nærri 74 prósent og í Noregi um 47 prósent en í Nýja-Sjálandi hefur hækkunin numið nærri 90 prósentum á þessu þriggja ára tímabili.

Þegar horft er til hlutabréfaverðs kemur í ljós að það hefur hækkað svipað í Noregi og á Íslandi en í Nýja-Sjálandi hefur hækkunin numið um 108 prósentum.

Segir í vefriti fjármálaráðuneytisins að þróun efnahagsmála á Íslandi undanfarin ár sé nátengd hinni alþjóðlegu þróun. Það hafi gerst samhliða víðtækum skipulagsbreytingum, eins og að draga úr viðskiptahindurnum, og með aukinni þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu efnahagsstarfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×