Viðskipti erlent

Olían komin yfir 90 dollara

Verð á olíutunnunni fór yfir 90 dollara í nótt. Það er ekki síst veik staða dollarans sem veldur þessum hækkunum á olíu að því kemur fram í Bloomberg News í morgun.

"Það virðist ekki ætla að sjá fyrir endann á því hvað menn eru reiðubúnir að borga fyrir olíu," segir olíusalinn Bob Frye í samtali við Bloomberg. "Með veikum dollar er líklegt að olíuverðið fari í 96 dollara á tunnuna.

Fyrir utan veikan dollar hafa áætlanir Tyrkja um innrás í Kúrdahéruð Íraks átt sinn hlut í uppsveiflunni á olíuverðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×