Viðskipti erlent

Fyrrum yfirmaður Carnegie hlaut 6 mánaða dóm

56 ára gamall fyrrum yfirmaður hjá sænska bankanum Carnegie hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir innherjasvik. Hann gaf vini sínum trúnaðarupplýsingar um að góðar fréttir væru á leiðinni frá einu félagi í sænsku kauphöllinni og græddi vinurinn tæplega 5 milljónir kr. á þeim.

 

Lögfræðingur mannsins segir að málshöfðunin hafi verið "ónauðsynleg" en sænska réttarkerfið var ekki á sama máli. Samkvæmt dóminum fékk vinur yfirmannsins upplýsingarnar símleiðis daganna 12. og 13. júní í sumar. Sex mánuðir er minnsta refsing í málum af þessu tagi.

 

Fyrirtækið sem hér um ræðir er líftæknifélagið Biacore en yfirmaðurinn bar því við að upplýsingarnar um góðar fréttir frá því á þessum tíma hafi verið eitt opinberasta leyndarmálið í viðskiptaheiminum sænska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×