Viðskipti innlent

SPRON vill í kauphöllina á þriðjudag

SPRON hefur óskað eftir skráningu í OMX Nordic Exchange Iceland næstkomandi þriðjudag 23. október. Í tengslum við skráninguna birtir SPRON helstu niðurstöður uppgjörs fyrir fyrstu 8 mánuði ársins og þróunina september og það sem af er október.

Uppgjörið er óendurskoðað en samkvæmt því var hagnaður SPRON fyrir skatta 12,2 milljarðar kr það sem af er árinu.

Í tilkynningu frá SPRON um málið segir m.a. að söluhagnaður sparisjóðsins af hlut sínum í Icebank hafi numið 3,3 milljörðum kr. Heildareignir SPRON nema nú tæplega 212 milljörðum kr. og að horfur séu á að niðurstöður níu mánaða uppgjörs verði heldur lakari en á miðju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×