Fleiri fréttir

Eru meðal 200 stærstu

Kaupþing banki er í 142. sæti á lista yfir stærstu banka í heimi samkvæmt árlegri úttekt alþjóðlega fjármálatímaritsins The Banker. Bank of America er stærsti banki í heimi, Citigroup er í öðru sæti og HSBC Holdings í þriðja. Kaupþing er eini íslenski bankinn sem er meðal 200 stærstu og hækkar sig um 35 sæti milli ára.

Hið hlýja hjarta Afríku

Í Malaví búa 13,6 milljónir manna. Landið er í suð-austanverðri Afríku og á landamæri að Mósambík, Sambíu og Tansaníu. Malaví er landlukt en Malavívatn, sem er þriðja stærsta stöðuvatn í Afríku og hið níunda stærsta í veröldinni, þekur um tuttugu prósent flatarmáls landsins.

Fjörutíu prósenta forskot

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur hækkað um tæplega þrjátíu og sex prósent það sem af er ári og hefur hækkað meira en úrvalsvísitölur í öllum samanburðarlöndum. Næstbesta ávöxtun hefur hin þýska DAX-vísitala gefið, rúmlega tuttugu og tvö prósent.

Barist um Barney‘s

Japanska fatakeðjan Fast Retailing Co. lagði í síðustu viku fram yfirtökutilboð í bandarísku verslanakeðjuna Barney‘s. Tilboðið, sem hljóðar upp á 900 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 55 milljarða íslenskra króna, er annað tilboðið á um hálfum mánuði sem berst í verslunina.

Eik Banki í Kauphöllina

Eik Banki verður frumskráður í OMX Nordic Exchange Iceland, íslensku Kauphöllina í dag. Bankinn verður samtímis skráður í Kaupmannahafnarkauphöllina, sem einnig er hluti af OMX-kauphallasamstæðunni. Bankinn er annar í röð færeyskra banka til að fá hér skráningu, en fyrir er í Kauphöllinni Føroyja Banki.

Bankarnir standa samdráttinn af sér

Tap fjármálastofnana vegna tapaðra útlána og samdráttar á bandaríska fasteignalánamarkaði, sem hófst í mars, getur numið 52 milljörðum bandaríkjadala, rúmum 3.000 milljörðum íslenskra króna. Þetta segja greinendur hjá alþjóðabankanum Credit Suisse í nýrri skýrslu sem þeir hafa tekið saman um langtímaáhrif samdráttarins.

Prada til sölu

Ítalska tískuhúsið Prada er til sölu fyrir um 250 milljarða íslenskra króna. Tískuhúsið er að mestu í eigu Miuccia Prada og eiginmanns hennar. Líklegt þykir að fjöldi fjárfestingarfélaga og einstaklinga girnist Prada enda um rótgróið tískumerki að ræða. Miuccia Prada hefur lengi haft áhuga á að skrá fyrirtækið á markað en ekkert hefur orðið úr því enn sem komið er.

Fjölgun mála hjá úrskurðarnefnd

Alls voru tekin fyrir 270 mál hjá úrskurðarnefnd í vátryggingamálum (ÚV) árið 2006. Um er að ræða tuttugu prósenta aukningu milli ára en árið 2005 voru tekin fyrir 225 mál.

Ryanair í mál við Evrópusambandið

Stjórn írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair íhugar þessa dagana að fara í mál gegn framkvæmdastjórn Evrópusambandsins en Ryanair telur að sambandið hafi horft framhjá ríkisstyrkjum fyrir hin ýmsu flugfélög.

Sjá Úrvalsvísitöluna í 9.500 stigum á árinu

Úrvalsvísitalan mun hækka um allt frá 37 til 48 prósenta á árinu öllu, að því er fram kemur í spám greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja en þær hafa allar birt afkomuspár sínar fyrir hlutabréfamarkaðinn á árinu. Gangi spárnar eftir stendur Úrvalsvísitalan á bilinu 9.000 til 9.500 stigum um næstu áramót.

Sjö laxar á sama spún

Ég er meiri aflamaður í eðli mínu en sportari. Ef ekki væri fyrir viðskiptasamböndin, þá myndi ég nú varla sveifla flugustöng heilu dagana heltimbraður og bitinn af mývargi.

SpKef til Reykjavíkur

Sparisjóðurinn í Keflavík ætlar að opna útibú í Borgartúni í haust. Að sögn Geirmundar Kristinssonar, sparisjóðsstjóra SpKef, er þetta liður í því að efla þjónustu við viðskiptavini sparisjóðsins í höfuðborginni.

Kanadadalur spyrnir gegn krónunni

Þótt krónan hafi styrkst mikið gagnvart helstu gjaldmiðlum heims á árinu hafa ekki allar myntir látið undan oki hennar. Kanadadalur hefur haldist sterkur á árinu gagnvart helstu gjaldmiðlum heims þar sem spákaupmenn telja að hátt verð á hráolíu muni örva hagvöxt í landinu.

Sævar selur eftir þrjátíu ár

Sævar Karl Ólason og Erla Þórarinsdóttir hafa ákveðið að selja tískuverslun sína við Bankastræti eftir þrjátíu og tveggja ára rekstur. Samkvæmt heimildum Markaðarins geta þau hjón valið úr nokkrum tilboðum og fara sér að engu óðslega. Líklegt er þó að salan verði frágengin innan nokkurra daga.

Mannabreytingar hjá Flugstöðinni

Bjarki Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fasteignasviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og tekur til starfa hinn 1. september næstkomandi.

Greiningadeild Kaupþings spáir verðbólgu innan þolmarka

Greiningardeild Kaupþings spáir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs í júlí. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 3,6% sem er innan efri þolmarka Seðlabankans (4%). Það hefur ekki gerst frá því í ágúst 2005.

Gunnar nýr framkvæmdastjóri HugurAx

Gunnar Ingimundarson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri HugurAx. Gunnar var einn stofnenda Hugar hf. sem sameinaðist Ax hugbúnaðarhúsi á síðasta ári undir nafninu HugurAx. Gunnar hefur gegnt starfi forstöðumanns sviðs Eigin Lausna hjá HugAx síðastliðið ár.

Kátt í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í gær og stendur í 8.702 stigum sem er hæsta gildi hennar frá upphafi. Bréf í Exista hækkuðu mest, um 4,78 prósent. Icelandair hækkaði um 3,67 prósent og Kaupþing um 2,69 prósent.

Uppskeruhátið í tölvuleikjaheiminum

Tölvuleikja-spekúlantar setja sig nú í stellingar fyrir E3 Expo, stærstu tölvuleikjahátíð heims. Hátíðin fer fram í Santa Monica í Kaliforníu og stendur yfir dagana 11. til 13 júlí. Þar verða meðal annars kynntir tölvuleikir sem væntanlegir eru á markað og farið verður yfir helstu tíðindi í tölvuleikjaheiminum undanfarin ár.

Spá 45 prósenta hækkun Úrvalsvísitölunnar

Greiningardeild Kaupþings spáir því að Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækki um allt að 45 prósent á árinu öllu og standi á bilinu 9.000 til 9.500 stigum við árslok. Greiningardeildin bendir á að gengi vísitölunnar hafi hækkað mikið í sögulegu samhengi það sem af sé árs en reiknar með að hægi á hækkunum það sem eftir lifi ársins.

Novator framlengir tilboðið í Actavis

Novator eignarhaldsfélag ehf, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboð sitt í hlutafé Actavis Group hf. Tilboðið gilti áður til morgundagsins en með framlengingunni nú stendur það til klukkan 16 miðvikudaginn 18. júlí næstkomandi.

Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,82 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í 8.702 stigum. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar fram til þessa en vísitalan hefur hækkað um tæp 63 prósent síðastliðna 12 mánuði.

10 miljónir horfðu á Live Earth á vefnum

Heimsmet var slegið í áhorfi á einn viðburð í gegnum veraldarvefinn þegar Live Earth tónleikahátíðin fór fram á laugardaginn. Tölvurisinn Microsoft fullyrðir að 10 miljónir manns hafi fylgst með atburðinum á netinu.

Olíuverðið lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í dag eftir að mannræningjar slepptu fjögurra ára gamalli breskri stúlku úr haldi í gærkvöldi. Verðið rauk í hæstu hæðir vegna frétta um að stúlkunni hefði veri rænt á föstudag og fór í rúma 76 dali á tunnu. Verðlagning sem þessi hefur ekki sést síðan verðið fór í sögulegar hæðir um miðjan júlí í fyrra.

Launagreiðslur Brownes frystar

Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur upp á tvær milljónir punda, jafnvirði tæpra 250 milljóna íslenskra króna, til Johns Browne, oft þekktur sem Lord Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra. Ákvörðun um það var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins.

Áttatíu prósent tekið tilboði Novators í Actavis

Áttatíu prósent hluthafa í Actavis hafa gengið að yfirtökutilboði Novators í fyrirtækið. Tilboðið rennur út klukkan fjögur í dag. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novators, segir viðtökurnar hafa verið góðar og býst við líflegum viðskiptum það sem eftir er dagsins.

Starfa saman að þróun tengitvinnbíla

Ford bílaframleiðandinn ætlar í samstarf við raforkufyrirtæki í Kaliforníu um að auka veg svokallaða tengitvinnbíla, sem hægt er að hlaða í venjulegum innstungum. Tengitvinnbílar myndu gera þeim sem keyra styttri vegalengdir kleift að keyra nær eingöngu á rafmagni.

Sensex-vísitalan í methæðum

Sensex-vísitalan rauk í methæðir við lokun markaða á Indlandi í gær þegar hún rauf 15.000 stiga múrinn.

NASA kaupir geimklósett fyrir 1,2 milljarða

Bandaríska geimferðastofnunin hefur keypt rússneskt klósettkerfi fyrir 1,2 milljarða íslenskra króna. Þessu rándýra klósetti verður komið fyrir í bandaríska hluta alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Gera ráð fyrir 1% samdrætti í hagvexti

Greiningadeild Kaupþings telur að lækkun þorskkvóta niður í 130 þúsund tonn feli í sér um 15-20 milljarða króna samdrátt í útflutningsverðmæti og sé augljóslega töluvert áfall fyrir íslenskan sjávarútveg. Gera megi ráð fyrir að niðurskurðurinn valdi allt að 1% minni hagvexti á árinu 2008 en ella. Áhrifin á hagvöxt yfirstandandi árs verði hinsvegar óveruleg.

Aukin umsvif á fasteignamarkaði

Aukinn kaupmáttur almennings í kjölfar skattalækkana og meiri aðgangur að lánsfé fyrr á árinu hefur haft þensluhvetjandi áhrif á fasteignamarkaði. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings. Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist umtalsvert að undanförnu.

305 samningar um fasteignakaup

305 samningum um fasteignakaup var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu frá 29. júní til gærdagsins. Veltan nam 8.224 milljónum og meðalupphæð á samning nam 27 milljónum króna. Á sama tíma var 20 samningum þinglýst á Akureyri en 11 á Árborgarsvæðinu. Meðalupphæð samnings á Akureyri nam 18,8 milljónum króna en á Árborgarsvæðinu 26,3 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins.

Glitnir spáir 45 prósenta hækkun á Úrvalsvísitölunni

Greiningardeild Glitnis spáir því í dag að Úrvalsvísitalan hækki um 45 prósent á árinu. Deildin segir góða arðsemi, stöðugan rekstur, ytri vöxt og væntingar þar um muna stuðla að hækkuninni auk þess sem greitt aðgengi að fjármagni mun einnig hafa jákvæð áhrif.

Spá minni hækkunum á hlutabréfamarkaði

Greiningardeild Landsbankans spáir því að Úrvalsvísitalan fari í 8.750 stig í lok árs. Gangi það eftir hefur vísitalan hækkað um 37 prósent á árinu. Vísitalan stendur í dag í 8,529 stigum og nemur hækkun hennar 33,07 prósentum það sem af er árs. Bankinn spáir því að hækkanir á hlutabréfamarkaði verði minni en verið hefur.

Olíuverð ekki hærra á árinu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna óeirða við olíuvinnslustöðvar í Nígeríu í vikunni. Olíuverðið stendur í rúmum 75 dölum á tunnu og hefur ekki verið hærra síðan í ágúst í fyrra en þá var það nýkomið úr methæðum. Greinendur gera ráð fyrir frekari hækkunum.

Listi yfir seljanleika hlutabréfa

Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum (CESR) hefur birt lista yfir seljanleika þeirra hlutabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Nýr framkvæmdastjóri hjá Actavis

Thomas Heinemann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Actavis í Þýskalandi en hann mun stýra markaðssókn lyfjafyrirtækisins þar í landi. Actavis gerir ráð fyrir miklum vexti í landinu á næstu árum.

Japanar bjóða í Barneys

Japanska fatakeðjan Fast Retailing hefur boðið 900 milljónir bandaríkjadala, tæpa 56 milljarða króna, í bandarísku verslanakeðjuna Barneys. Þetta er annað yfirtökutilboðið sem berst í verslanakeðjuna sem rekur verslanir víða um Bandaríkin. Hitt kom frá arabíska fjárfestingasjóðnum Istithmar upp á 825 milljónir dala, rétt rúman 51 milljarð, fyrir um hálfum mánuði.

Engin gúrkutíð á hlutabréfamarkaði

Engin ládeyða hefur verið á innlendum hlutabréfamarkaði í sumar eins og oft gerist á þessum árstíma. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöll Íslands nam 208 milljörðum króna í júní og jókst um 87 prósent á milli ára. Veltan í sama mánuði í fyrra var um 111 milljarðar króna.

Straumurstyður fasteignakaup

Danska fjárfestingafélagið Property Group hefur fest kaup á 39 fasteignum í Danmörku, Straumur fjárfestingabanki var ráðgjafi við kaupin.

Hleypur í fyrsta skipti í tuttugu ár

Fimm íslenskir stoðtækjanotendur fengu í gær háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. til að auðvelda þeim að hreyfa sig reglulega og njóta lífsins betur. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri segir að gríðarleg þróun hafi verið á hlaupafótum síðustu árin. Efnið er úr koltrefjar með sérstakri lögun og valið fyrir hvern og einn einstakling og hvað hann hugsar sér að gera.

Skörp hækkun á gengi SPRON

Yfir þrjátíu prósenta hækkun hefur orðið á gengi stofnfjárbréfa í SPRON frá því um miðjan júní. Bréfin, sem ganga kaupum og sölum á stofnfjármarkaði SPRON, fóru úr 3,2 krónum á hlut í yfir 4,2 krónur í umtalsverðri veltu.

Sjá næstu 50 fréttir