Viðskipti innlent

Engin gúrkutíð á hlutabréfamarkaði

Engin ládeyða hefur verið á innlendum hlutabréfamarkaði í sumar eins og oft gerist á þessum árstíma. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöll Íslands nam 208 milljörðum króna í júní og jókst um 87 prósent á milli ára. Veltan í sama mánuði í fyrra var um 111 milljarðar króna.



Velta á fyrri helmingi ársins var alls 1.444 milljarðar króna sem var 34 prósentum meira en á sama tíma í fyrra. Veltan í ár er nú þegar orðin um tveir þriðju hlutar þess sem hún var á metárinu 2006 þegar hún nam alls 2.192 milljörðum króna.



Markaðsvirði hlutafjár var 3.565 milljarðar króna í lok júní og jókst um 87 prósent á milli ára. Samanlagt markaðsverð jókst um 83 milljarða frá maí eða um 2,4 prósent. -






Fleiri fréttir

Sjá meira


×