Sjá Úrvalsvísitöluna í 9.500 stigum á árinu 11. júlí 2007 00:45 Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Úrvalsvísitalan mun hækka um allt frá 37 til 48 prósenta á árinu öllu, að því er fram kemur í spám greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja en þær hafa allar birt afkomuspár sínar fyrir hlutabréfamarkaðinn á árinu. Gangi spárnar eftir stendur Úrvalsvísitalan á bilinu 9.000 til 9.500 stigum um næstu áramót. Vísitalan hefur hækkað mikið það sem af er árs og stóð í 8.761 stigi um eittleytið í gær. Vísitalan hækkaði um 16,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi en um 10,8 prósent á þeim næsta. Hækkunin á fyrsta fjórðungi er sú mesta í þrjú ár en viðlíka hækkun á öðrum ársfjórðungi hefur aðeins einu sinni sést í áratug. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitalan um 15,8 prósent á síðasta ári. Í afkomuspánum er bent á að gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði mikið í Kauphöllinni þrátt fyrir talsverðar sveiflur á fyrri hluta ársins. Hækkunin nemur 29,5 prósentum á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur hún haldið áfram inn í þriðja ársfjórðung, sem byrjaði nú um mánaðamótin. Í spánum er fyrirvari settur við tvísýnt gengi krónunnar, líkt og greiningardeild Kaupþings tekur til orða, háa innlenda skammtímavexti sem samhliða hækkandi vöxtum erlendis muni draga úr áhuga fjárfesta á hlutabréfum.Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að gengisvísitala krónunnar standi í 117,5 stigum á árinu en hækki eftir því sem á líður og liggi við 120 til 125 stig árið 2010. Landsbankinn telur sömuleiðis líkur á að samdráttur á þorskskvóta geti haft áhrif á gengi vísitölunnar. Af þessum sökum er ekki gert ráð fyrir sambærilegum hækkunum það sem eftir lifi árs og á fyrri hluta þess. Deildirnar segja að nú styttist í stýrivaxtalækkun Seðlabankans en gert er ráð fyrir að af því verði undir lok þessa árs eða snemma á nýju ári. Slíkt muni hafa góð áhrif á hlutabréfamarkað, sérstaklega þar sem gengi krónu muni gefa eftir í kjölfarið. Geti það stuðlað að hækkun hlutabréfa þar sem veikari króna auki tekjur og hagnað margra fyrirtækja, líkt og greiningardeild Kaupþings bendir á en 70 prósent tekna fyrirtækja í Kauphöllinni á uppruna sinn í erlendri mynt. Bankar og fjárfestingafyrirtæki koma vel út úr spám greiningardeildanna en búist er við að bankar skili betri afkomu á árinu í heild en í fyrra. Til samanburðar telur greining Kaupþings í spá sinni, að hagnaður fjármálafyrirtækja muni nema 52 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, sem er tíföldun frá sama tíma í fyrra. Rekstrarfélög ganga ekki eins vel inn í seinni hluta ársins og fjármálafyrirtækin, að mati greiningardeilda bankanna þriggja sem telja að hagnaður félaganna geti dregist saman um allt að 37 prósent. Icelandair Group stendur sér á parti en bæði Glitnir og Kaupþing telja líkur á að félagið muni skila góðri ávöxtun á árinu og mæla með kaupum á bréfum í félaginu. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Úrvalsvísitalan mun hækka um allt frá 37 til 48 prósenta á árinu öllu, að því er fram kemur í spám greiningardeilda viðskiptabankanna þriggja en þær hafa allar birt afkomuspár sínar fyrir hlutabréfamarkaðinn á árinu. Gangi spárnar eftir stendur Úrvalsvísitalan á bilinu 9.000 til 9.500 stigum um næstu áramót. Vísitalan hefur hækkað mikið það sem af er árs og stóð í 8.761 stigi um eittleytið í gær. Vísitalan hækkaði um 16,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi en um 10,8 prósent á þeim næsta. Hækkunin á fyrsta fjórðungi er sú mesta í þrjú ár en viðlíka hækkun á öðrum ársfjórðungi hefur aðeins einu sinni sést í áratug. Til samanburðar hækkaði Úrvalsvísitalan um 15,8 prósent á síðasta ári. Í afkomuspánum er bent á að gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði mikið í Kauphöllinni þrátt fyrir talsverðar sveiflur á fyrri hluta ársins. Hækkunin nemur 29,5 prósentum á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur hún haldið áfram inn í þriðja ársfjórðung, sem byrjaði nú um mánaðamótin. Í spánum er fyrirvari settur við tvísýnt gengi krónunnar, líkt og greiningardeild Kaupþings tekur til orða, háa innlenda skammtímavexti sem samhliða hækkandi vöxtum erlendis muni draga úr áhuga fjárfesta á hlutabréfum.Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að gengisvísitala krónunnar standi í 117,5 stigum á árinu en hækki eftir því sem á líður og liggi við 120 til 125 stig árið 2010. Landsbankinn telur sömuleiðis líkur á að samdráttur á þorskskvóta geti haft áhrif á gengi vísitölunnar. Af þessum sökum er ekki gert ráð fyrir sambærilegum hækkunum það sem eftir lifi árs og á fyrri hluta þess. Deildirnar segja að nú styttist í stýrivaxtalækkun Seðlabankans en gert er ráð fyrir að af því verði undir lok þessa árs eða snemma á nýju ári. Slíkt muni hafa góð áhrif á hlutabréfamarkað, sérstaklega þar sem gengi krónu muni gefa eftir í kjölfarið. Geti það stuðlað að hækkun hlutabréfa þar sem veikari króna auki tekjur og hagnað margra fyrirtækja, líkt og greiningardeild Kaupþings bendir á en 70 prósent tekna fyrirtækja í Kauphöllinni á uppruna sinn í erlendri mynt. Bankar og fjárfestingafyrirtæki koma vel út úr spám greiningardeildanna en búist er við að bankar skili betri afkomu á árinu í heild en í fyrra. Til samanburðar telur greining Kaupþings í spá sinni, að hagnaður fjármálafyrirtækja muni nema 52 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, sem er tíföldun frá sama tíma í fyrra. Rekstrarfélög ganga ekki eins vel inn í seinni hluta ársins og fjármálafyrirtækin, að mati greiningardeilda bankanna þriggja sem telja að hagnaður félaganna geti dregist saman um allt að 37 prósent. Icelandair Group stendur sér á parti en bæði Glitnir og Kaupþing telja líkur á að félagið muni skila góðri ávöxtun á árinu og mæla með kaupum á bréfum í félaginu.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira