Viðskipti innlent

Eik Banki í Kauphöllina

Eik Banki verður frumskráður í OMX Nordic Exchange Iceland, íslensku Kauphöllina í dag. Bankinn verður samtímis skráður í Kaupmannahafnarkauphöllina, sem einnig er hluti af OMX-kauphallasamstæðunni. Bankinn er annar í röð færeyskra banka til að fá hér skráningu, en fyrir er í Kauphöllinni Føroyja Banki.



Hlutabréf Eik Banka verða skráð á aðalmarkað Kauphallarinnar, en útgefnir hlutir eru 7.113.114. Hver hlutur er 100 danskar krónur að nafnvirði. Bréf félagsins eru skráð hjá dönsku verðbréfaskráningunni, Værdipapircentralen A/S.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×