Viðskipti innlent

Gera ráð fyrir 1% samdrætti í hagvexti

Greiningadeild Kaupþings telur að lækkun þorskkvóta niður í 130 þúsund tonn feli í sér um 15-20 milljarða króna samdrátt í útflutningsverðmæti og sé augljóslega töluvert áfall fyrir íslenskan sjávarútveg. Gera megi ráð fyrir að niðurskurðurinn valdi allt að 1% minni hagvexti á árinu 2008 en ella. Áhrifin á hagvöxt yfirstandandi árs verði hinsvegar óveruleg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×