Viðskipti innlent

Aukin umsvif á fasteignamarkaði

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. MYND/365

Aukinn kaupmáttur almennings í kjölfar skattalækkana og meiri aðgangur að lánsfé fyrr á árinu hefur haft þensluhvetjandi áhrif á fasteignamarkaði. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings. Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist umtalsvert að undanförnu.

Samkvæmt hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings varð mikil aukning á fjölda þinglýstra kaupsamningar vegna fasteigna í lok júnímánaðar. Samtals var þinglýst 305 samningum á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikuna í júní og nam heildarveltan um 8 milljörðum króna.

Að mati greingardeildar Kaupþings koma þessar tölur heim og saman við aukna þenslu og hækkandi vísitölu íbúðaverðs á undanförnum mánuðum. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga gefa ágæta vísbendingu að mati bankans um magn eftirspurnar eftir íbúðahúsnæði.

Þá segir ennfremur í fréttinni að skýra megi þessa aukningu út frá vaxandi kaupmætti almennings í kjölfar skattalækkana og aukins aðgangs að lánsfé fyrr á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×