Viðskipti innlent

Áttatíu prósent tekið tilboði Novators í Actavis

Áttatíu prósent hluthafa í Actavis hafa gengið að yfirtökutilboði Novators í fyrirtækið. Tilboðið rennur út klukkan fjögur í dag. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novators, segir viðtökurnar hafa verið góðar og býst við líflegum viðskiptum það sem eftir er dagsins.

Yfirtakan er sú stærsta í Kauphöllinni frá upphafi. Miðað við áttatíu prósent hluthafa nema viðskiptin vel yfir 140 milljörðum króna. Gangi níutíu prósent hluthafa að tilboðinu getur Novator þvingað þá sem eftir eru til að selja sína hluti, og náð þannig fullum yfirráðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×