Viðskipti innlent

Greiningadeild Kaupþings spáir verðbólgu innan þolmarka

Greiningadeild Kaupþings spáir lækkun 12 mánaða verðbólgu.
Greiningadeild Kaupþings spáir lækkun 12 mánaða verðbólgu.
Greiningardeild Kaupþings spáir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs í júlí. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 3,6% sem er innan efri þolmarka Seðlabankans (4%). Það hefur ekki gerst frá því í ágúst 2005. Í spá Greiningardeildar er gert ráð fyrir því að fasteignaverð leiði hækkunina en að útsöluáhrif vinni hins vegar á móti hækkandi fasteignaverði.

Húsnæðisliðurinn hefur verið leiðandi í hækkun vísitölu neysluverðs á síðustu mánuðum og gerir Greiningardeild ráð fyrir því að svo verði áfram í mælingunni í júlí. Mikil þensla er á íbúðamarkaði og hafa umsvif verið að aukast hægt og bítandi síðustu mánuði. Samkvæmt Fasteignamati ríkisins hækkaði íbúðaverð um 3,6% í maí frá fyrri mánuði og hefur íbúðaverð hækkað um allt að 10% á fyrstu fimm mánuðum ársins. Greiningardeild gerir ráð fyrir frekari hækkun fasteignaverðs í júní.

Þá gerir Greiningadeildin ráð fyrir því að eftirspurn á fasteignamarkaði muni minnka eftir að Íbúðalánasjóður (ÍLS) lækkaði í síðustu viku hámarkslánshlutfall úr 90% í 80% og vaxtahækkanir á íbúðalánum bankanna sem og ÍLS. Yfirlýsing um áframhaldandi aðhald hjá Seðlabankanum ætti einnig að hafa áhrif á væntingar neytenda í náinni framtíð, en væntingar neytenda eru í hæstu hæðum um þessar mundir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×