Siðadómar um nemendur? Henry Alexander Henrysson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Í lögum um grunnskóla segir að námið eigi að efla borgaravitund, sjálfsvitund og siðgæðisvitund nemenda. Ég hef ekki rekist á neina umræðu um að þessi lagabókstafur sé óraunhæfur. Á tyllidögum halda skólastjórar og skólameistarar ræður þar sem þeir minna á kjarna menntunar sem felst í þroska nemenda og þátttöku þeirra í samfélaginu. Áheyrendur kinka iðulega kolli. Undanfarið hef ég í fyrirlestrum spurt kennara hvort við eigum ekki að stefna á að útskrifa nemendur í 10. bekk sem þekkja kosti samvinnu, bera traust til eigin skynsemi, eru víðsýnir, skýrir í hugsun og reiðubúnir að breyta eigin skoðunum? „Jú, svo sannarlega!“ er svarið. En nú ber svo við að eftir nokkurra ára starf þar sem reynt hefur verið að skrifa aðalnámskrá grunnskóla sem er ætlað að framfylgja lagabókstafnum og vera svar við menntahugsjónum sem njóta almennrar viðurkenningar þá spretta fram úrtöluraddir. Ný aðalnámskrá felur hvorki í sér að felldur verði dómur um það hvort nemandi sé hæfur til að vera borgari í lýðræðissamfélagi eða að felldir séu siðadómar um mannkosti viðkomandi. Slík gagnrýni bendir til að skilningur á lykilhugtökum sé takmarkaður. Það hefur engum dottið í hug að draga línu í sandinn um hvaða nemendur teljast óhæfir til að vera þátttakendur í samfélaginu. Og siðadómar eru ekki það sama og mat á því hvort ungt fólk hafi sýnt fram á með úrlausn margvíslegra verkefna að það geri sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna.Þekkingaratriði og leikni Markmiðið með því að setja inn hæfniviðmið í námskrá, sem svo matsviðmið byggja á, er að reyna að svara spurningunni hvers vegna viðkomandi greinar eru kenndar. Á bak við hvert hæfniviðmið felast þekkingaratriði og leikni sem nemendur verða að tileinka sér. Það er mikill misskilningur að hæfni feli hvorki í sér ákveðið námsefni né tiltekið námsmat. Mat á hæfni einstaklings er ekki bara „huglægt mat“ sem á sér engan grundvöll. Hugsum okkur til dæmis nemanda sem flytur erindi um virkjanamál í 10. bekk. Í erindinu kemur fram skýr skilningur á því hvernig mismunandi hagsmunir og gildi takast á í málflutningi virkjanasinna og náttúruverndarfólks. Sami nemandi skilar svo ritgerð um málefni Reykjavíkurflugvallar sem fjallar um réttindi og skyldur höfuðborgarbúa. Hann tekur að lokum próf sem sýnir fram á ágætan skilning á hlutverkum helstu stofnana samfélagsins. Hvers vegna er það svo erfitt að gefa honum þá umsögn að hann hafi sýnt fram á hæfni sem nýtist honum sem þátttakanda í lýðræðislegu samfélagi? Liggur það ekki fyrir miðað við framlag hans? Umræðan undanfarna daga sýnir kannski betur en nokkuð annað þörfina á að við ráðumst í þessar breytingar. Þær gagnrýnisraddir sem hafa verið háværastar undanfarið sýna svo ekki verður um villst hvert vandamálið er. Markmiðið hlýtur að vera að ungt fólk sem lýkur skólagöngu hafi hæfni til að kynna sér mál til hlítar og myndi sér skoðun á réttum forsendum. Engin gögn benda til þess að þær leiðir sem hingað til hefur verið farið eftir skili miklum árangri til að þetta markmið náist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í lögum um grunnskóla segir að námið eigi að efla borgaravitund, sjálfsvitund og siðgæðisvitund nemenda. Ég hef ekki rekist á neina umræðu um að þessi lagabókstafur sé óraunhæfur. Á tyllidögum halda skólastjórar og skólameistarar ræður þar sem þeir minna á kjarna menntunar sem felst í þroska nemenda og þátttöku þeirra í samfélaginu. Áheyrendur kinka iðulega kolli. Undanfarið hef ég í fyrirlestrum spurt kennara hvort við eigum ekki að stefna á að útskrifa nemendur í 10. bekk sem þekkja kosti samvinnu, bera traust til eigin skynsemi, eru víðsýnir, skýrir í hugsun og reiðubúnir að breyta eigin skoðunum? „Jú, svo sannarlega!“ er svarið. En nú ber svo við að eftir nokkurra ára starf þar sem reynt hefur verið að skrifa aðalnámskrá grunnskóla sem er ætlað að framfylgja lagabókstafnum og vera svar við menntahugsjónum sem njóta almennrar viðurkenningar þá spretta fram úrtöluraddir. Ný aðalnámskrá felur hvorki í sér að felldur verði dómur um það hvort nemandi sé hæfur til að vera borgari í lýðræðissamfélagi eða að felldir séu siðadómar um mannkosti viðkomandi. Slík gagnrýni bendir til að skilningur á lykilhugtökum sé takmarkaður. Það hefur engum dottið í hug að draga línu í sandinn um hvaða nemendur teljast óhæfir til að vera þátttakendur í samfélaginu. Og siðadómar eru ekki það sama og mat á því hvort ungt fólk hafi sýnt fram á með úrlausn margvíslegra verkefna að það geri sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna.Þekkingaratriði og leikni Markmiðið með því að setja inn hæfniviðmið í námskrá, sem svo matsviðmið byggja á, er að reyna að svara spurningunni hvers vegna viðkomandi greinar eru kenndar. Á bak við hvert hæfniviðmið felast þekkingaratriði og leikni sem nemendur verða að tileinka sér. Það er mikill misskilningur að hæfni feli hvorki í sér ákveðið námsefni né tiltekið námsmat. Mat á hæfni einstaklings er ekki bara „huglægt mat“ sem á sér engan grundvöll. Hugsum okkur til dæmis nemanda sem flytur erindi um virkjanamál í 10. bekk. Í erindinu kemur fram skýr skilningur á því hvernig mismunandi hagsmunir og gildi takast á í málflutningi virkjanasinna og náttúruverndarfólks. Sami nemandi skilar svo ritgerð um málefni Reykjavíkurflugvallar sem fjallar um réttindi og skyldur höfuðborgarbúa. Hann tekur að lokum próf sem sýnir fram á ágætan skilning á hlutverkum helstu stofnana samfélagsins. Hvers vegna er það svo erfitt að gefa honum þá umsögn að hann hafi sýnt fram á hæfni sem nýtist honum sem þátttakanda í lýðræðislegu samfélagi? Liggur það ekki fyrir miðað við framlag hans? Umræðan undanfarna daga sýnir kannski betur en nokkuð annað þörfina á að við ráðumst í þessar breytingar. Þær gagnrýnisraddir sem hafa verið háværastar undanfarið sýna svo ekki verður um villst hvert vandamálið er. Markmiðið hlýtur að vera að ungt fólk sem lýkur skólagöngu hafi hæfni til að kynna sér mál til hlítar og myndi sér skoðun á réttum forsendum. Engin gögn benda til þess að þær leiðir sem hingað til hefur verið farið eftir skili miklum árangri til að þetta markmið náist.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun