Er rödd stúdenta þögnuð? Bjartur Steingrímsson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Næstkomandi haust stendur til að hækka skrásetningargjöld í Háskóla Íslands og aðra opinbera háskóla um 25% eða úr 60 í 75 þúsund krónur. Þetta er önnur hækkunin á þrem árum og þýðir að gjöldin hafa hækkað um 67% frá árinu 2010. Á hinn bóginn nemur niðurskurður til háskólakerfisins samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs um 530 milljónum til viðbótar við niðurskurð undanfarinna ára. Fjölmörg málefni tengjast hagsmunabaráttu íslenskra stúdenta í dag en barátta gegn óhóflegri gjaldtöku á námsmenn og auknar fjárveitingar til háskólastigsins eru hvað mikilvægust. Það eru um 25.000 manns sem stunda nám á háskólastigi á Íslandi í dag. Þessi hópur stundar nám innan kerfis sem nýtur að meðaltali lægri fjárframlaga frá hinu opinbera en gerist í flestum öðrum OECD-löndum og hefur þó þurft að sæta hörðum niðurskurði síðustu ár. Langfjölmennasti hópur íslenskra háskólanema treystir á að hér sé starfræktur öflugur ríkisháskóli, Háskóli Íslands, og að Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) geti séð hinum sömu fyrir mannsæmandi framfærslu meðan námi á stendur. Með síendurtekinni hækkun skrásetningargjalda í HÍ, sem eiga lögum samkvæmt ekki að vera hærri en sem nemur kostnaði við skráningu nemenda í skólann, samhliða áframhaldandi niðurskurði til sama skóla er ljóst að í raun er verið að varpa þungum bagga fjársvelts menntakerfis yfir á herðar stúdenta þegar þeir síst mega við því. Meirihluti af innheimtu þessarar hækkunar á skrásetningargjöldum mun renna beint til að mæta yfirvofandi niðurskurði ríkissjóðs á framlögum til skólans og er því í raun ekkert annað en lítt dulin skattlagning námsmanna. Nú er þörf á víðtækri endurskipulagningu á menntakerfinu til þess að geta tryggt trausta stöðu HÍ sem leiðandi háskólastofnunar í rannsóknum og menntun á landsvísu. Þess í stað er verið að útbúa skammtímaplástra fyrir blæðandi sár háskólans á kostnað stúdenta. Enn fremur stendur fyrir dyrum hækkun lágmarkseiningakröfu fyrir lánshæfi hjá LÍN úr 18 í 22 einingar. Þessi breyting mun ræna þann hóp stúdenta sem sjá sér af einhverjum ástæðum ekki fært að stunda fullt nám, svo sem barnafólki, þeirri þó lágu grunnframfærslu sem áður stóð þeim til boða. Báðar þessar breytingar, þ.e. hækkun skrásetningargjalda og hækkun lágmarkseiningakröfunnar, ógna jafnrétti til náms og hitta verst fyrir þá stúdenta sem erfiðastar aðstæður hafa. Stúdentar eru láglaunastétt og hagsmunabarátta þeirra á samleið með öðrum slíkum hvað sem verður síðar á ævinni. Ef Ísland vill vera leiðandi á sviðum velferðar-, mennta- og framþróunar þarf að byggja upp og styðja við öflugt menntakerfi á öllum stigum. Fólk með háskólamenntun hefur þar mikilvægu hlutverki að gegna sem framtíðarmannafl í lykilstöður samfélagsins, hvort sem það er í stjórnunarstöðum, viðskiptum, rannsóknum og vísindum o.s.frv. Það er því eins og hver önnur sjálfseyðingarhvöt ef samfélag, sem sér framtíðarhagsmuni sína nátengda viðhaldi og framþróun öflugs menntakerfis, horfir aðgerðarlaust upp á að fótunum sé kippt undan háskólamenntun í landinu. Það er því mikilvægara en nokkru sinni áður að vekja opna umræðu og umfjöllun um versnandi stöðu stúdenta og háskólakerfisins í heild og að námsmenn á háskólastigi og allir aðrir sem skynja alvöru málsins taki öflugan þátt. 5. og 6. febrúar næstkomandi verður efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þar munu rúmlega 14.000 nemar við skólann fá tækifæri til að kjósa sér fulltrúa og rödd til að standa í áframhaldandi baráttu fyrir mannsæmandi kjörum og framsæknu námsumhverfi. Ljóst er að þar er á brattann að sækja. Til að sú rödd hafi umboð til að tala fyrir hönd þessa breiða hóps og heyja árangursríka baráttu verður að vekja sem flesta bæði innan skólans sem utan til umræðu og umhugsunar um þessi mikilvægu málefni. Það varðar ekki einungis hagsmuni stúdenta á skólabekk til skemmri tíma heldur samfélagsins alls til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Næstkomandi haust stendur til að hækka skrásetningargjöld í Háskóla Íslands og aðra opinbera háskóla um 25% eða úr 60 í 75 þúsund krónur. Þetta er önnur hækkunin á þrem árum og þýðir að gjöldin hafa hækkað um 67% frá árinu 2010. Á hinn bóginn nemur niðurskurður til háskólakerfisins samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs um 530 milljónum til viðbótar við niðurskurð undanfarinna ára. Fjölmörg málefni tengjast hagsmunabaráttu íslenskra stúdenta í dag en barátta gegn óhóflegri gjaldtöku á námsmenn og auknar fjárveitingar til háskólastigsins eru hvað mikilvægust. Það eru um 25.000 manns sem stunda nám á háskólastigi á Íslandi í dag. Þessi hópur stundar nám innan kerfis sem nýtur að meðaltali lægri fjárframlaga frá hinu opinbera en gerist í flestum öðrum OECD-löndum og hefur þó þurft að sæta hörðum niðurskurði síðustu ár. Langfjölmennasti hópur íslenskra háskólanema treystir á að hér sé starfræktur öflugur ríkisháskóli, Háskóli Íslands, og að Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) geti séð hinum sömu fyrir mannsæmandi framfærslu meðan námi á stendur. Með síendurtekinni hækkun skrásetningargjalda í HÍ, sem eiga lögum samkvæmt ekki að vera hærri en sem nemur kostnaði við skráningu nemenda í skólann, samhliða áframhaldandi niðurskurði til sama skóla er ljóst að í raun er verið að varpa þungum bagga fjársvelts menntakerfis yfir á herðar stúdenta þegar þeir síst mega við því. Meirihluti af innheimtu þessarar hækkunar á skrásetningargjöldum mun renna beint til að mæta yfirvofandi niðurskurði ríkissjóðs á framlögum til skólans og er því í raun ekkert annað en lítt dulin skattlagning námsmanna. Nú er þörf á víðtækri endurskipulagningu á menntakerfinu til þess að geta tryggt trausta stöðu HÍ sem leiðandi háskólastofnunar í rannsóknum og menntun á landsvísu. Þess í stað er verið að útbúa skammtímaplástra fyrir blæðandi sár háskólans á kostnað stúdenta. Enn fremur stendur fyrir dyrum hækkun lágmarkseiningakröfu fyrir lánshæfi hjá LÍN úr 18 í 22 einingar. Þessi breyting mun ræna þann hóp stúdenta sem sjá sér af einhverjum ástæðum ekki fært að stunda fullt nám, svo sem barnafólki, þeirri þó lágu grunnframfærslu sem áður stóð þeim til boða. Báðar þessar breytingar, þ.e. hækkun skrásetningargjalda og hækkun lágmarkseiningakröfunnar, ógna jafnrétti til náms og hitta verst fyrir þá stúdenta sem erfiðastar aðstæður hafa. Stúdentar eru láglaunastétt og hagsmunabarátta þeirra á samleið með öðrum slíkum hvað sem verður síðar á ævinni. Ef Ísland vill vera leiðandi á sviðum velferðar-, mennta- og framþróunar þarf að byggja upp og styðja við öflugt menntakerfi á öllum stigum. Fólk með háskólamenntun hefur þar mikilvægu hlutverki að gegna sem framtíðarmannafl í lykilstöður samfélagsins, hvort sem það er í stjórnunarstöðum, viðskiptum, rannsóknum og vísindum o.s.frv. Það er því eins og hver önnur sjálfseyðingarhvöt ef samfélag, sem sér framtíðarhagsmuni sína nátengda viðhaldi og framþróun öflugs menntakerfis, horfir aðgerðarlaust upp á að fótunum sé kippt undan háskólamenntun í landinu. Það er því mikilvægara en nokkru sinni áður að vekja opna umræðu og umfjöllun um versnandi stöðu stúdenta og háskólakerfisins í heild og að námsmenn á háskólastigi og allir aðrir sem skynja alvöru málsins taki öflugan þátt. 5. og 6. febrúar næstkomandi verður efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þar munu rúmlega 14.000 nemar við skólann fá tækifæri til að kjósa sér fulltrúa og rödd til að standa í áframhaldandi baráttu fyrir mannsæmandi kjörum og framsæknu námsumhverfi. Ljóst er að þar er á brattann að sækja. Til að sú rödd hafi umboð til að tala fyrir hönd þessa breiða hóps og heyja árangursríka baráttu verður að vekja sem flesta bæði innan skólans sem utan til umræðu og umhugsunar um þessi mikilvægu málefni. Það varðar ekki einungis hagsmuni stúdenta á skólabekk til skemmri tíma heldur samfélagsins alls til framtíðar.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun