Er rödd stúdenta þögnuð? Bjartur Steingrímsson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Næstkomandi haust stendur til að hækka skrásetningargjöld í Háskóla Íslands og aðra opinbera háskóla um 25% eða úr 60 í 75 þúsund krónur. Þetta er önnur hækkunin á þrem árum og þýðir að gjöldin hafa hækkað um 67% frá árinu 2010. Á hinn bóginn nemur niðurskurður til háskólakerfisins samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs um 530 milljónum til viðbótar við niðurskurð undanfarinna ára. Fjölmörg málefni tengjast hagsmunabaráttu íslenskra stúdenta í dag en barátta gegn óhóflegri gjaldtöku á námsmenn og auknar fjárveitingar til háskólastigsins eru hvað mikilvægust. Það eru um 25.000 manns sem stunda nám á háskólastigi á Íslandi í dag. Þessi hópur stundar nám innan kerfis sem nýtur að meðaltali lægri fjárframlaga frá hinu opinbera en gerist í flestum öðrum OECD-löndum og hefur þó þurft að sæta hörðum niðurskurði síðustu ár. Langfjölmennasti hópur íslenskra háskólanema treystir á að hér sé starfræktur öflugur ríkisháskóli, Háskóli Íslands, og að Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) geti séð hinum sömu fyrir mannsæmandi framfærslu meðan námi á stendur. Með síendurtekinni hækkun skrásetningargjalda í HÍ, sem eiga lögum samkvæmt ekki að vera hærri en sem nemur kostnaði við skráningu nemenda í skólann, samhliða áframhaldandi niðurskurði til sama skóla er ljóst að í raun er verið að varpa þungum bagga fjársvelts menntakerfis yfir á herðar stúdenta þegar þeir síst mega við því. Meirihluti af innheimtu þessarar hækkunar á skrásetningargjöldum mun renna beint til að mæta yfirvofandi niðurskurði ríkissjóðs á framlögum til skólans og er því í raun ekkert annað en lítt dulin skattlagning námsmanna. Nú er þörf á víðtækri endurskipulagningu á menntakerfinu til þess að geta tryggt trausta stöðu HÍ sem leiðandi háskólastofnunar í rannsóknum og menntun á landsvísu. Þess í stað er verið að útbúa skammtímaplástra fyrir blæðandi sár háskólans á kostnað stúdenta. Enn fremur stendur fyrir dyrum hækkun lágmarkseiningakröfu fyrir lánshæfi hjá LÍN úr 18 í 22 einingar. Þessi breyting mun ræna þann hóp stúdenta sem sjá sér af einhverjum ástæðum ekki fært að stunda fullt nám, svo sem barnafólki, þeirri þó lágu grunnframfærslu sem áður stóð þeim til boða. Báðar þessar breytingar, þ.e. hækkun skrásetningargjalda og hækkun lágmarkseiningakröfunnar, ógna jafnrétti til náms og hitta verst fyrir þá stúdenta sem erfiðastar aðstæður hafa. Stúdentar eru láglaunastétt og hagsmunabarátta þeirra á samleið með öðrum slíkum hvað sem verður síðar á ævinni. Ef Ísland vill vera leiðandi á sviðum velferðar-, mennta- og framþróunar þarf að byggja upp og styðja við öflugt menntakerfi á öllum stigum. Fólk með háskólamenntun hefur þar mikilvægu hlutverki að gegna sem framtíðarmannafl í lykilstöður samfélagsins, hvort sem það er í stjórnunarstöðum, viðskiptum, rannsóknum og vísindum o.s.frv. Það er því eins og hver önnur sjálfseyðingarhvöt ef samfélag, sem sér framtíðarhagsmuni sína nátengda viðhaldi og framþróun öflugs menntakerfis, horfir aðgerðarlaust upp á að fótunum sé kippt undan háskólamenntun í landinu. Það er því mikilvægara en nokkru sinni áður að vekja opna umræðu og umfjöllun um versnandi stöðu stúdenta og háskólakerfisins í heild og að námsmenn á háskólastigi og allir aðrir sem skynja alvöru málsins taki öflugan þátt. 5. og 6. febrúar næstkomandi verður efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þar munu rúmlega 14.000 nemar við skólann fá tækifæri til að kjósa sér fulltrúa og rödd til að standa í áframhaldandi baráttu fyrir mannsæmandi kjörum og framsæknu námsumhverfi. Ljóst er að þar er á brattann að sækja. Til að sú rödd hafi umboð til að tala fyrir hönd þessa breiða hóps og heyja árangursríka baráttu verður að vekja sem flesta bæði innan skólans sem utan til umræðu og umhugsunar um þessi mikilvægu málefni. Það varðar ekki einungis hagsmuni stúdenta á skólabekk til skemmri tíma heldur samfélagsins alls til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Næstkomandi haust stendur til að hækka skrásetningargjöld í Háskóla Íslands og aðra opinbera háskóla um 25% eða úr 60 í 75 þúsund krónur. Þetta er önnur hækkunin á þrem árum og þýðir að gjöldin hafa hækkað um 67% frá árinu 2010. Á hinn bóginn nemur niðurskurður til háskólakerfisins samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs um 530 milljónum til viðbótar við niðurskurð undanfarinna ára. Fjölmörg málefni tengjast hagsmunabaráttu íslenskra stúdenta í dag en barátta gegn óhóflegri gjaldtöku á námsmenn og auknar fjárveitingar til háskólastigsins eru hvað mikilvægust. Það eru um 25.000 manns sem stunda nám á háskólastigi á Íslandi í dag. Þessi hópur stundar nám innan kerfis sem nýtur að meðaltali lægri fjárframlaga frá hinu opinbera en gerist í flestum öðrum OECD-löndum og hefur þó þurft að sæta hörðum niðurskurði síðustu ár. Langfjölmennasti hópur íslenskra háskólanema treystir á að hér sé starfræktur öflugur ríkisháskóli, Háskóli Íslands, og að Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) geti séð hinum sömu fyrir mannsæmandi framfærslu meðan námi á stendur. Með síendurtekinni hækkun skrásetningargjalda í HÍ, sem eiga lögum samkvæmt ekki að vera hærri en sem nemur kostnaði við skráningu nemenda í skólann, samhliða áframhaldandi niðurskurði til sama skóla er ljóst að í raun er verið að varpa þungum bagga fjársvelts menntakerfis yfir á herðar stúdenta þegar þeir síst mega við því. Meirihluti af innheimtu þessarar hækkunar á skrásetningargjöldum mun renna beint til að mæta yfirvofandi niðurskurði ríkissjóðs á framlögum til skólans og er því í raun ekkert annað en lítt dulin skattlagning námsmanna. Nú er þörf á víðtækri endurskipulagningu á menntakerfinu til þess að geta tryggt trausta stöðu HÍ sem leiðandi háskólastofnunar í rannsóknum og menntun á landsvísu. Þess í stað er verið að útbúa skammtímaplástra fyrir blæðandi sár háskólans á kostnað stúdenta. Enn fremur stendur fyrir dyrum hækkun lágmarkseiningakröfu fyrir lánshæfi hjá LÍN úr 18 í 22 einingar. Þessi breyting mun ræna þann hóp stúdenta sem sjá sér af einhverjum ástæðum ekki fært að stunda fullt nám, svo sem barnafólki, þeirri þó lágu grunnframfærslu sem áður stóð þeim til boða. Báðar þessar breytingar, þ.e. hækkun skrásetningargjalda og hækkun lágmarkseiningakröfunnar, ógna jafnrétti til náms og hitta verst fyrir þá stúdenta sem erfiðastar aðstæður hafa. Stúdentar eru láglaunastétt og hagsmunabarátta þeirra á samleið með öðrum slíkum hvað sem verður síðar á ævinni. Ef Ísland vill vera leiðandi á sviðum velferðar-, mennta- og framþróunar þarf að byggja upp og styðja við öflugt menntakerfi á öllum stigum. Fólk með háskólamenntun hefur þar mikilvægu hlutverki að gegna sem framtíðarmannafl í lykilstöður samfélagsins, hvort sem það er í stjórnunarstöðum, viðskiptum, rannsóknum og vísindum o.s.frv. Það er því eins og hver önnur sjálfseyðingarhvöt ef samfélag, sem sér framtíðarhagsmuni sína nátengda viðhaldi og framþróun öflugs menntakerfis, horfir aðgerðarlaust upp á að fótunum sé kippt undan háskólamenntun í landinu. Það er því mikilvægara en nokkru sinni áður að vekja opna umræðu og umfjöllun um versnandi stöðu stúdenta og háskólakerfisins í heild og að námsmenn á háskólastigi og allir aðrir sem skynja alvöru málsins taki öflugan þátt. 5. og 6. febrúar næstkomandi verður efnt til kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þar munu rúmlega 14.000 nemar við skólann fá tækifæri til að kjósa sér fulltrúa og rödd til að standa í áframhaldandi baráttu fyrir mannsæmandi kjörum og framsæknu námsumhverfi. Ljóst er að þar er á brattann að sækja. Til að sú rödd hafi umboð til að tala fyrir hönd þessa breiða hóps og heyja árangursríka baráttu verður að vekja sem flesta bæði innan skólans sem utan til umræðu og umhugsunar um þessi mikilvægu málefni. Það varðar ekki einungis hagsmuni stúdenta á skólabekk til skemmri tíma heldur samfélagsins alls til framtíðar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar