Á Ísland samleið með alræðisvaldhöfum? Þórdís Hauksdóttir skrifar 28. janúar 2014 00:01 Á sama tíma og íslenskir valdhafar auka samkrull við kínversk stjórnvöld hafa þingmenn Evrópuþings farið ýtarlega yfir heimildir sem sýna fram á gróðabrask sömu stjórnvalda með líffæri úr eigin fólki. Niðurstaða Evrópuþingmannanna var nær einróma samþykkt þingsályktunar 12. desember sl. sem fordæmir líffærastuldi (e. forced organ harvesting) Kínastjórnar og hvetur öll aðildarríki til hins sama. Það er því opinbert innan alþjóðasamfélagsins að alræðisríkið sem meirihluti Alþingis vill endilega lögfesta fríverslunarsamning við, fæst við að svipta þegna sína lífi til að búa sér til verðmæti úr líkömum þeirra. Biðtími eftir líffærum er um 2 vikur og fórnarlömbin lifandi lager eigin líffæra. Margir líta svo á að umræddir glæpir gegn mannhelginni séu eitthvað það óhugnanlegasta sem nokkurt ríkisvald hefur aðhafst. Þeir einstaklingar sem ekki eru sammála kínverska kommúnistaflokknum, t.d. hvað varðar tilgang lífsins, geta án dóms og laga orðið söluvara fyrir stjórnvöld og engrar mannúðar gætt við aflífun fórnarlambanna þar sem deyfilyf geta dregið úr gæðum líffæra þeirra.Fjarri sannleikanum Ritskoðuð túlkun eins ríkisfjölmiðils á veruleika 1,3 milljarða fólks hefur blekkt marga vestræna fjölmiðla sem féllu í þá gryfju að telja fréttir af fækkun þrælkunarbúða jákvæðar fyrir þá sem ekki hafa „réttar“ lífsskoðanir í Kína, t.d. lýðræðis- og mannréttindasinna. Sú niðurstaða er þó fjarri sannleikanum því fækkun vinnuþrælkunarbúða hefur þýtt fjölgun eiginlegra fangelsa þar sem pyndingar eru grófari. Ef smáríki á norðurslóðum er í stakk búið að lögfesta fríverslun við fjölmennasta alræðisríkið ætti það að hafa nægilegt hugrekki og burði til að láta alþjóðasamfélagið heyra með formlegum hætti afstöðu herlausrar og friðsamrar þjóðar til líffærastulda í gróðaskyni. Ekki síst er formleg afstaða Íslands nauðsynleg þar sem umræddur fríverslunarsamningur hefur að geyma þagnarskylduákvæði sem gæti þvingað íslenska embættismenn til að hylma yfir mannréttindabrot af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Á Spáni hefur bann við kaupum á líffærum frá Kína verið lögfest og fleiri vestræn ríki undirbúa slík lög. Alþjóðlegu læknasamtökin Doctors Against Forced Organ Harvesting hafa á þessu ári safnað einni og hálfri milljón undirskrifta á heimsvísu þar sem skorað er á SÞ að taka á málinu með formlegum hætti. Á síðastliðnu ári skrifuðu margir íslenskir þingmenn, borgarstjóri og borgarfulltrúar undir sömu áskorun.Afstaða Íslands? Eitthvað er bogið við mælikvarða þjóðar ef fjárhagslegur gróði vegur þyngra á vogarskálum en mannhelgishugsjónin. Því miður opinberaði utanríkisráðherra þá afstöðu í ræðupúlti Alþingis 23. jan. þar sem hann sagðist andsnúinn því að biðjast afsökunar á mannréttindabrotum íslenskra stjórnvalda sem umboðsmaður Alþingis staðfesti en brotin voru þjónkun við kínverskan einræðisherra sem nú er eftirlýstur af Interpol fyrir glæpi gegn mannkyni. Hver er uppspretta slíkrar blekkjandi hugsunar að telja hagkvæmt að finna samhljóm með alræðisvaldhöfum? Heiðarlegt svar óskast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og íslenskir valdhafar auka samkrull við kínversk stjórnvöld hafa þingmenn Evrópuþings farið ýtarlega yfir heimildir sem sýna fram á gróðabrask sömu stjórnvalda með líffæri úr eigin fólki. Niðurstaða Evrópuþingmannanna var nær einróma samþykkt þingsályktunar 12. desember sl. sem fordæmir líffærastuldi (e. forced organ harvesting) Kínastjórnar og hvetur öll aðildarríki til hins sama. Það er því opinbert innan alþjóðasamfélagsins að alræðisríkið sem meirihluti Alþingis vill endilega lögfesta fríverslunarsamning við, fæst við að svipta þegna sína lífi til að búa sér til verðmæti úr líkömum þeirra. Biðtími eftir líffærum er um 2 vikur og fórnarlömbin lifandi lager eigin líffæra. Margir líta svo á að umræddir glæpir gegn mannhelginni séu eitthvað það óhugnanlegasta sem nokkurt ríkisvald hefur aðhafst. Þeir einstaklingar sem ekki eru sammála kínverska kommúnistaflokknum, t.d. hvað varðar tilgang lífsins, geta án dóms og laga orðið söluvara fyrir stjórnvöld og engrar mannúðar gætt við aflífun fórnarlambanna þar sem deyfilyf geta dregið úr gæðum líffæra þeirra.Fjarri sannleikanum Ritskoðuð túlkun eins ríkisfjölmiðils á veruleika 1,3 milljarða fólks hefur blekkt marga vestræna fjölmiðla sem féllu í þá gryfju að telja fréttir af fækkun þrælkunarbúða jákvæðar fyrir þá sem ekki hafa „réttar“ lífsskoðanir í Kína, t.d. lýðræðis- og mannréttindasinna. Sú niðurstaða er þó fjarri sannleikanum því fækkun vinnuþrælkunarbúða hefur þýtt fjölgun eiginlegra fangelsa þar sem pyndingar eru grófari. Ef smáríki á norðurslóðum er í stakk búið að lögfesta fríverslun við fjölmennasta alræðisríkið ætti það að hafa nægilegt hugrekki og burði til að láta alþjóðasamfélagið heyra með formlegum hætti afstöðu herlausrar og friðsamrar þjóðar til líffærastulda í gróðaskyni. Ekki síst er formleg afstaða Íslands nauðsynleg þar sem umræddur fríverslunarsamningur hefur að geyma þagnarskylduákvæði sem gæti þvingað íslenska embættismenn til að hylma yfir mannréttindabrot af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Á Spáni hefur bann við kaupum á líffærum frá Kína verið lögfest og fleiri vestræn ríki undirbúa slík lög. Alþjóðlegu læknasamtökin Doctors Against Forced Organ Harvesting hafa á þessu ári safnað einni og hálfri milljón undirskrifta á heimsvísu þar sem skorað er á SÞ að taka á málinu með formlegum hætti. Á síðastliðnu ári skrifuðu margir íslenskir þingmenn, borgarstjóri og borgarfulltrúar undir sömu áskorun.Afstaða Íslands? Eitthvað er bogið við mælikvarða þjóðar ef fjárhagslegur gróði vegur þyngra á vogarskálum en mannhelgishugsjónin. Því miður opinberaði utanríkisráðherra þá afstöðu í ræðupúlti Alþingis 23. jan. þar sem hann sagðist andsnúinn því að biðjast afsökunar á mannréttindabrotum íslenskra stjórnvalda sem umboðsmaður Alþingis staðfesti en brotin voru þjónkun við kínverskan einræðisherra sem nú er eftirlýstur af Interpol fyrir glæpi gegn mannkyni. Hver er uppspretta slíkrar blekkjandi hugsunar að telja hagkvæmt að finna samhljóm með alræðisvaldhöfum? Heiðarlegt svar óskast.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun