Fleiri fréttir

Lánsveðshópurinn enn skilinn eftir

Sverrir Bollason skrifar

Fyrir hönd Lánsveðshópsins lýsi ég yfir vonbrigðum með að stór hluti hans er enn og aftur skilinn eftir í aðgerðum stjórnvalda gegn þeim skulda- og greiðsluvanda sem varð til vegna efnahagshrunsins árið 2008.

„Wild Boys“ opinbera kylfuna

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Það var engin tilviljun að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mætti í viðtal hjá Bloomberg á fimmtudag sl. til að segja að engar viðræður væru eða yrðu á dagskrá við kröfuhafa föllnu bankanna. Þetta var í raun óvitlaus taktík ráðherrans því ríkisstjórnin er löngu búin að opinbera "kylfuna“ frægu úr kosningabaráttunni.

Fíll í felum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði.

Refsilaust Ísland 2014

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Ráðherra heilbrigðismála sagði við Harmageddon í gær að hann væri til í að skoða afglæpavæðingu fíkniefna ef fram koma nægilega góð rök.

Atvinnuleit hælisleitenda

Toshiki Toma skrifar

Flestir hælisleitendur sem ég hitti segjast vilja fá sér vinnu. Að eyða dögum án ákveðins tilgangs veldur hælisleitendum oft vanlíðan og þeim finnst tilvist sín þýðingarlaus. Þeir verða pirraðir og daprir eins og títt er um atvinnulausa. Það er mjög skiljanleg ósk að þeir vilji starfa ef hægt er.

Átak gegn ofbeldi?

Rósa María Hjörvar skrifar

Þó að það geti vissulega verið gaman að baða sig í sviðsljósinu, efast ég um að fatlaðar konur hafi haft gagn af þeirri umræðu um kynferðislegt ofbeldi sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur. Og ég efast um að þau úrræði sem kynnt hafa verið, breyti þeirri staðreynd að fatlaðar konur eru einna líklegastar til þess að verða fórnarlömb ofbeldis.

Ó-tollaðan ostainnflutning strax

Þórólfur Matthíasson skrifar

Framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) fór þess á leit við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með bréfi 26.11.2013 að ráðuneytið heimilaði innflutning á ótolluðu smjöri til landsins þar sem ljóst væri að innlend framleiðsla dygði ekki til að fullnægja eftirspurn eftir rjóma og smjöri í desembermánuði.

Lítið meira að sækja

Ákaflega snúin staða er komin upp á vinnumarkaðnum eftir að félög hátt í helmings Alþýðusambandsfólks felldu nýgerða kjarasamninga. Það er raunveruleg hætta á að sú tilraun til að auka kaupmátt með því að varðveita stöðugleika og koma í veg fyrir verðhækkanir fari út um þúfur.

Lífsgæði fyrir alla

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Lífsgæði borgarbúa eru mér mjög hugleikin, lífsgæði allra en ekki síst þeirra sem glíma við einhvers konar áskoranir í lífinu. Áskoranir tengdar öldrun, einelti, ofbeldi, langvinnum veikindum, erfiðum sjúkdómum, fötlunum og hvers kyns óvæntum áföllum. Ef eitthvað er að hjá barninu þínu eða einhverjum nákomnum ættingja þá er eitthvað að hjá allri

„Bandamenn íslenskrar verslunar eru í sjónmáli“ – Hvar eru bandamenn neytenda?

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Í nýlegri grein í Fréttablaðinu lýsti formaður Samtaka verslunar- og þjónustu hamingju sinni yfir vilja ríkisstjórnarinnar til að einfalda VSK-kerfið og endurskoða álagningu vörugjalda á innfluttan varning. Ekkert kemur fram í greininni um fyrirætlanir verslunarrekenda sjálfra til að bæta rekstur og lækka vöruverð.

Ríkissjóður undir smásjá

Elín Hirst skrifar

Árið 2014 verður afar mikilvægt og stefnumarkandi í ríkisbúskapnum. Búið er að samþykkja það sem lög frá Alþingi að ríkissjóður skuli rekinn hallalaus. Í fyrsta skipti í mörg ár stíga menn á bremsuna og segja: „Hingað og ekki lengra í hallarekstri og skuldasöfnun.“

Norðlingaölduveita – söguleg þróun og nokkrar staðreyndir

Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar

Norðlingaölduveita í Efri-Þjórsá hefur verið til umræðu undanfarið. Deilt er um mörk á friðlýstu svæði umhverfis Þjórsárver en undirrót umræðunnar eru áætlanir um að veita vatni úr Þjórsá austur til Þórisvatns. Nokkurs misskilnings gætir oft um veituna, hvar áformað er að mannvirki rísi og hvaða áhrif þau myndu hafa.

Stoðirnar bresta

Helga Helena Sturlaugsdóttir skrifar

Á undanförnum árum hefur verið mikill niðurskurður í menntakerfinu. Það er freistandi að segja að það sé skiljanlegt þar sem það hefur nú verið kreppa. En málið er að þessi niðurskurður (sem ávallt er talað um sem hagræðingu) hófst löngu áður en kreppan kom. Þegar uppgangur var í þjóðfélaginu þá var skorið niður undir formerkjum hagræðingar.

Eigi síðar en strax

Svavar Gestsson skrifar

Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verkalýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breytingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda.

Tölum um það sem skiptir máli

Guðríður Arnardóttir skrifar

Þúsundir Íslendinga búa við ömurlegar aðstæður á leigumarkaði í dag. Þessi stóri hópur fjölskyldufólks og einstaklinga hefur ekki bolmagn til þess að kaupa eigin fasteign af ýmsum ástæðum og reynir að fóta sig á markaði sem engan veginn annar eftirspurn. Á þessum markaði rýkur verðið upp þegar framboð er minna en eftirspurn. Kytrur og skúmaskot

Samvinnuhugsjónin á erindi við þjóðina

Skúli Þ.Skúlason skrifar

Íbúar jarðar eru um 7 milljarðar um þessar mundir og af þeim er um 1 milljarður skráður í samvinnufélag. Samvinnufélögin eru gríðarsterk um allan heim, þau eru nærri ein og hálf milljón talsins og starfa á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Hér á landi er verslunarrekstur þeirra aðalsvið, en auk þess starfa þau í landbúnaði og útgerð.

Hægfara hnignandi hagkerfi

Bolli Héðinsson skrifar

Til þess að koma vel menntuðu og hæfu vinnuafli í arðbær störf þarf nýsköpun og fjárfestingu. Vegna smæðar íslenska hagkerfisins þurfum við erlenda fjárfestingu. Fjárfesting í virkjunum og orkufrekum iðnaði hefur náð að skapa fjölbreyttara atvinnulíf, en þar er komið að endimörkum og alls ekki verjandi að stuðla að frekari atvinnusköpun á því sviði

Um trúverðugleika vísindamanna og orðræðu stjórnmálamanna

Þórarinn Guðjónsson skrifar

Í heimi vísinda og fræða skiptir trúverðugleiki miklu máli. Vísindamenn vinna út frá forsendum og tilgátum, greina gögn og draga ályktanir eftir bestu vitund. Skoðanir og niðurstöður vísinda- og fræðimanna eru alls ekki yfir gagnrýni hafnar. Þvert á móti. Vísindi nærast á akademískri gagnrýni sem byggir á rökstuddri umræðu um viðfangsefnin.

Hættu að rembast við að selja!

Þóranna K. Jónsdóttir, MBA og markaðsnörd skrifa

Markmiðið með markaðssetningu er að þekkja og skilja viðskiptavininn svo vel að varan eða þjónustan henti honum og selji sig sjálf.

Af vondu réttlæti

Árni Páll Árnason skrifar

Um leið og skuldaniðurfellingarhugmyndirnar voru kynntar í Hörpu, kallaði ég eftir skýringum frá ríkisstjórninni um áhrif niðurfellinganna. Hversu stór hluti niðurfellingarinnar lendir hjá þeim sem skulda mikið og hversu stór hjá þeim sem skulda lítið sem ekkert? Hversu margir af þeim sem skulda mikið og eru í vanda þess vegna komast út úr vanda með aðgerðinni og hversu margir verða áfram í vanda?

Heimsókn forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, í Yasukuni-hof

Tatsukuni Uchida skrifar

Með vísun til aðsendrar greinar sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. janúar sl., og rituð er af sendiherra Alþýðulýðveldisins Kína á Íslandi, Ma Jisheng, langar mig að fara stuttlega yfir nokkrar staðreyndir, en í umræddri grein er hafður uppi áróður sem gæti afvegaleitt lesendur. (Áróðurinn er hluti af hnattrænni herferð Kína til að koma óorði á Japan

Ráðdeild í rekstri

Eva Magnúsdóttir skrifar

Kæri Mosfellingur, ég heillaðist af Mosfellsbæ árið 1998 og hef verið búsett hér síðan ásamt fjölskyldu minni. Dásamleg lega bæjarins felur í sér að hann er eitt allsherjar útivistarsvæði á milli fjalls og fjöru. Bærinn er náttúruperla í útjaðri höfuðborgarinnar þar sem allir þekkja alla, stutt er í skóla, íþróttir og útiveru og frábært að ala upp börn.

Bankaskattsfúsk

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Farsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi.

Laugavegurinn – ábyrgð og lagfæringar

Þórarinn Eyfjörð skrifar

Athyglisvert viðtal við Ólaf Örn Haraldsson, forseta Ferðafélags Íslands, birtist í fréttablaðinu þann 29. nóvember síðastliðinn. Tilefni viðtalsins var undangengin umfjöllun í fjölmiðlum um slakt ástand í Landmannalaugum og gönguleiðum á Laugaveginum svokallaða. Umfjöllun sú sem vitnað er til var einkar þörf og með

Fylkjum liði í menntamálum

Skúli Helgason skrifar

Skólamál eru einn mikilvægasti málaflokkur stjórnmálanna og geta skipt sköpum fyrir velferð og hagsæld samfélagsins. Verulegu fjármagni er varið til menntamála, einkum þeirra skólastiga sem eru á forræði sveitarfélaga. Í leikskólum og grunnskólum er unnið gott starf, sem birtist í jákvæðum viðhorfum nemenda og forelda. En miklar áskoranir

Friðarborgin Reykjavík

Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar

Jón Gnarr strengdi þess heit um áramótin að gera Reykjavík að herlausri borg áður en borgarstjóratíð hans væri á enda. Borgarstjóri hefur ítrekað stigið fram og talað gegn komu herskipa og herflugvéla til Reykjavíkur frá því að hann tók við embætti borgarstjóra. Saman deilum við þeirri skoðun að Reykjavík geti orðið friðarborg sem

50 milljarða smugan

Sævar Finnbogason skrifar

Á dögunum var Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, inntur eftir því hvaða rök væru fyrir smuguákvæði (e. Loophole) um 50 milljarða skuldafrímark vegna bankaskatts, sem virtist vera klæðskerasaumað að þörfum MP banka.

Hungurleikarnir

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar

Á næstu vikum mun stjórn LÍN klára að semja og samþykkja úthlutunarreglur námslána fyrir næsta skólaár. Úthlutunarreglurnar eru mikilvægur liður í að tryggja námsmönnum viðunandi framfærslu út námsárið. Slík lán eru vitaskuld af hinu góða og einrómur er um það að fjárfesting í menntun og velgengni námsmanna er þjóðinni til heilla.

Korter í kosningar

Ármann Kr. Ólafsson skrifar

Í umdeildri samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópavogs var tekið fram að kaupa ætti nú þegar 30 til 40 íbúðir í bænum til að mæta vanda þeirra sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda. Í sömu samþykkt var tekið fram að hefja ætti nú þegar undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum.

Bregðum ekki fæti fyrir nýsköpun

Rannveig Gunnarsdóttir skrifar

Umræða hefur verið í þjóðfélaginu um mikilvægi uppbyggingar og nýsköpunar í atvinnulífi hér á landi. Gjarnan er vísað í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem kom út í ágúst 2012. Í henni er talað um Ísland sem eina af 15 ríkustu þjóðum heims mælt í landsframleiðslu á mann síðustu 30 árin. Nú er Ísland að færast neðar. McKinsey bendir

Skrúfað fyrir bull

Ólafur Stephensen skrifar

Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf.

Eitt barn er einu barni of mikið – fátæk börn

Þóra Jónsdóttir skrifar

Öll börn eiga alþjóðlega viðurkenndan rétt á því að þeim sé gert kleift að búa við viðunandi lífsskilyrði sem hafa jákvæð áhrif á þroska þeirra. Með því að samþykkja alþjóðlega mannréttindasamninga á borð við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur lagagildi á Íslandi, hefur ríkið undirgengist skyldur gagnvart öllum börnum hér

Stoltur að Latibær sé íslenskt hugvit

Magnús Scheving skrifar

Latibær verður tuttugu ára á árinu og á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. Á þessum tveimur áratugum hefur Latibær farið frá því að vera hugmynd á blaði til þess að festa sig í sessi sem vörumerki heilsu og skemmtunar og hreyft börn um allan heim.

Af „Hörpu-kryddsíld“

Örnólfur Hall skrifar

Svar hefur borist frá Ástríði Magnúsdóttur verkefnastjóra vegna gagnrýnispistils míns á sérsniðna Hörpu-málþingið.

Er hálfur seðill gjaldgengur? Svar til ritstjóra Seðlabanka Íslands

Skarphéðinn Þórsson skrifar

Er ég birti grein mína þann 14. janúar síðastliðinn, "Harmsögu úr strætó“, bjóst ég ekki við jafn miklu fjaðrafoki, en það er engu líkara en að neisti hafi verið kveiktur í púðurtunnu. Eitt er þó ljóst, goðsagan um hvort hálfur peningaseðill sé gjaldgengur er langþráð leyndarmál sem alla þyrstir í að vita hvort sönn sé.

Fyrir 20 árum varð til Reykjavíkurlisti…

Sigrún Magnúsdóttir skrifar

Fyrir tuttugu árum síðan var mikið skeggrætt og unnið varðandi framboðsmál til borgarstjórnar. Flokkarnir héldu fundi saman og einnig hver í sínum ranni. Nánast á hverjum degi var umfjöllun í Morgunblaðinu um gang mála. Um miðjan janúar 1994 var tilkynnt að flokkarnir, sem voru í stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík,

Þöggun

Gestur Jónsson skrifar

Brynjar Níelsson alþingismaður, einn reyndasti verjandi landsins og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, birti grein á Pressunni fyrir nokkrum dögum þar sem hann gagnrýndi dóminn í svokölluðu Al Thani-máli. Grein Brynjars var verðmætt og um sumt óvenjulegt innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu að því leyti að hún var skrifuð á

Hvernig skal túlka virðingarvott þjóðhöfðingja til stríðsglæpamanna?

Ma Jisheng skrifar

Eftirfarandi spurning snertir réttlætis- og siðferðiskennd allra: Hvaða tilfinning fer um þig þegar leiðtogi ríkis lítur á stríðsglæpamenn sem "píslarvotta“ og vottar þeim virðingu sína? Myndi þér finnast það sjálfsagt og eðlilegt? Eflaust kannt þú að spyrja hvort leiðtogi með slíkar skoðanir fyrirfinnist? Slíkur einstaklingur er til, hann er forsætisráðherra Japans.

Góð niðurstaða ungmenna í Garðabæ í PISA-könnun

Anna Magnea Hreinsdóttir og Katrín Friðriksdóttir skrifar

Nemendur í Garðabæ hafa skv. niðurstöðum PISA-könnunarinnar 2012 óvenju jákvætt viðhorf til skólans og námsins. Líklegt er að það ásamt fjölmörgum samverkandi þáttum í námsumhverfi og inntaki námsins stuðli að góðri niðurstöðu ungmenna í Garðabæ í könnuninni. Árangur nemenda í Garðabæ er í öllum þáttum könnunarinnar mun betri en

Heimsborgarar og héraðshöfðingjar

Vilhjálmur Egilsson skrifar

Háskólinn á Bifröst menntar fólk til leiðandi starfa í atvinnulífinu og samfélaginu, ábyrga einstaklinga sem hafa þekkingu og metnað til þess að ná árangri. Að mörgu er að hyggja þegar slíkt nám er skipulagt. Það þarf að byggja á traustum grunni en jafnframt sífelldri nýsköpun þannig að námið nýtist sem best inn í framtíðina þegar út á

Sköpunin, listin, náttúran og heimskan

Björn Þorláksson skrifar

Einn forstjóra Nike flaug milli jóla og nýárs á síðasta ári frá Boston til Íslands í þeim erindagjörðum að gera samning við íslenskan listamann um hönnun á nýrri skólínu. Fundir þeirra tveggja gengu vel og varð að veruleika að Nike-stjórinn eyddi áramótunum á Íslandi, svo vel leist honum á landið. Listamaðurinn bauð honum í partí

Umbætur á húsnæðismarkaði

Pétur Ólafsson skrifar

Því hefur verið haldið fram af m.a. af bæjarstjóra Kópavogs í stórum fréttamiðlum að tillaga Samfylkingarinnar, VG og Næstabestaflokksins sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn var, um að kaupa félagslegt húsnæði annars vegar og reisa fjölbýlishús til leigu á almennum markaði muni kosta bæjarfélagið þrjá milljarða. Ekkert er eins fjarri sanni

Kryddað samtal um Hörpu

Ástríður Magnúsdóttir skrifar

Svar við innsendu bréfi Örnólfs Hall sem birtist í Fréttablaðinu 15. janúar 2014 „Málheft“ málþing í og um tónlistarhúsið Hörpu“.

Ég bið þig Ísland, að ganga í ESB

Erik Scheller skrifar

Fyrir stuttu lauk árlegum fundi Norðurlandaráðs í Ósló. Svíþjóð, Noregur, Finnland, Ísland og Danmörk og sjálfsstjórnarsvæðin hittust, eins og vant er, til að vinna að áframhaldandi norrænu samstarfi. Út frá sameiginlegri sögu/fortíð leggjum við grunninn að sameiginlegri framtíð.

Sjá næstu 50 greinar