Lækkum skatta og aukum kaupmátt Elí Úlfarsson skrifar 30. janúar 2014 06:00 Nú liggja fyrir nýir kjarasamningar samtaka launþega á almennum vinnumarkaði og vinnuveitenda. Fólk er að vonum missátt við þær kjarabætur sem því er lofað. Talað er um að launahækkanir séu of litlar og að lægstu laun þyrftu að hækka mun meira svo einhver dæmi séu nefnd. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, stéttarfélaganna og ríkisstjórnin hvetja félagsmenn þó til þess að samþykkja samningana í þágu stöðugleika. Við erum þó líklega öll sammála um að frekari úrbóta sé þörf fyrir launafólk í landinu, en hvaða leiðir eru bestar? Raunveruleg kaupmáttaraukning hlýtur að vera það sem mestu máli skiptir. Þær leiðir sem einfaldast er að fara hljóta því að vera skattalækkanir og lækkun tolla og vörugjalda. Það sem liggur beinast við er að lækka tekjuskatt og útsvar til þess að fólk fái að njóta ávaxta erfiðis síns og hafa þar með meira til skiptanna. Einnig breytir það heilmiklu að tollar og vörugjöld á nauðsynjavörur verði lækkuð eða afnumin til hagsbóta fyrir allan almenning, ekki hvað síst þá efnaminni. Lækkun virðisaukaskatts hefði sömu áhrif en lækkun hans yrði raunveruleg kjarabót.Allir tapa á verðbólgu En af hverju er þetta ekki gert? Helsta skýringin er sú að það sé ekkert svigrúm til skattalækkana. En snýst þetta virkilega um það? Snýst þetta ekki frekar um stjórnmálamennina sjálfa? Vilja þeir ekki frekar fá fé almennings í sínar hendur svo að þeir geti útdeilt því að eigin pólitíska hentugleika? Þegar öllu er á botninn hvolft þá hljótum við að vera sammála um að auka þurfi kaupmátt. Hærri krónutala mun ekki gera neitt annað en ýta undir víxlhækkun kaupgjalds og verðlags og vekja upp verðbólgudrauginn. Það tapa allir á verðbólgu. Öll viljum við hafa meira á milli handanna og hafa val um að geta eignast nýjustu tæki og tól eða nýjan bíl, ný föt, átt fyrir góðum mat, búið okkur fallegt og gott heimili og búið við stöðugleika í verðlagi. Við getum það um leið og stjórnmálamenn eru tilbúnir að slaka á klónni, þannig að almenningur í landinu fái að njóta launa sinna. Verður er verkamaður launa sinna, segir máltækið. Ef forystumenn verkalýðshreyfingarinnar væru með fullum sönsum væri aðalkrafa stéttarfélaganna að lækka skatta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir nýir kjarasamningar samtaka launþega á almennum vinnumarkaði og vinnuveitenda. Fólk er að vonum missátt við þær kjarabætur sem því er lofað. Talað er um að launahækkanir séu of litlar og að lægstu laun þyrftu að hækka mun meira svo einhver dæmi séu nefnd. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins, stéttarfélaganna og ríkisstjórnin hvetja félagsmenn þó til þess að samþykkja samningana í þágu stöðugleika. Við erum þó líklega öll sammála um að frekari úrbóta sé þörf fyrir launafólk í landinu, en hvaða leiðir eru bestar? Raunveruleg kaupmáttaraukning hlýtur að vera það sem mestu máli skiptir. Þær leiðir sem einfaldast er að fara hljóta því að vera skattalækkanir og lækkun tolla og vörugjalda. Það sem liggur beinast við er að lækka tekjuskatt og útsvar til þess að fólk fái að njóta ávaxta erfiðis síns og hafa þar með meira til skiptanna. Einnig breytir það heilmiklu að tollar og vörugjöld á nauðsynjavörur verði lækkuð eða afnumin til hagsbóta fyrir allan almenning, ekki hvað síst þá efnaminni. Lækkun virðisaukaskatts hefði sömu áhrif en lækkun hans yrði raunveruleg kjarabót.Allir tapa á verðbólgu En af hverju er þetta ekki gert? Helsta skýringin er sú að það sé ekkert svigrúm til skattalækkana. En snýst þetta virkilega um það? Snýst þetta ekki frekar um stjórnmálamennina sjálfa? Vilja þeir ekki frekar fá fé almennings í sínar hendur svo að þeir geti útdeilt því að eigin pólitíska hentugleika? Þegar öllu er á botninn hvolft þá hljótum við að vera sammála um að auka þurfi kaupmátt. Hærri krónutala mun ekki gera neitt annað en ýta undir víxlhækkun kaupgjalds og verðlags og vekja upp verðbólgudrauginn. Það tapa allir á verðbólgu. Öll viljum við hafa meira á milli handanna og hafa val um að geta eignast nýjustu tæki og tól eða nýjan bíl, ný föt, átt fyrir góðum mat, búið okkur fallegt og gott heimili og búið við stöðugleika í verðlagi. Við getum það um leið og stjórnmálamenn eru tilbúnir að slaka á klónni, þannig að almenningur í landinu fái að njóta launa sinna. Verður er verkamaður launa sinna, segir máltækið. Ef forystumenn verkalýðshreyfingarinnar væru með fullum sönsum væri aðalkrafa stéttarfélaganna að lækka skatta.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun