Enn stendur álfakirkjan Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir skrifar 31. janúar 2014 06:00 Á sunnudaginn lá leið mín í Gálgahraunið til að berja augum hraunflákana sem fjaðrafokið hefur staðið um. Mig langaði að skoða þetta svæði sem öldungar höfuðborgarinnar hafa lagt sig í líma við að vernda. Eftir að hafa horft á fréttir af lögreglu að bera silfurhært fólki af vettvangi mótmæla og hlustað á fréttir af lögsóknum á hendur hinum öldruðu langaði mig til að vita um hvað þessi styr stæði. Eiga Íslendingar ekki nóg af hrauni? Skilti sem á stendur Óviðkomandi bannaður aðgangur vísar leiðina, ég ákvað að þetta svæði væri mér viðkomandi og steig yfir það. Breiður vegur liggur í gegn um hraunið í Garðabæ en rétt áður en komið er að hraunklasa sem minnir á ævintýrahöll úr álfasögum hefur hann ekki enn verið breikkaður. Stutt frá er reisulegur, stórbrotinn þríhyrningslaga klettur, þetta er augljóslega álfakirkjan. Sorglegir fánar blakta í vindinum, minnismerki burt bornu öldunganna. Ég stend á gulri þúfu framan við álfakirkjuna og halla aftur augunum. Töfrar liggja í loftinu, helgi álfakirkjunnar gagntekur mig, á svipaðan hátt og ég verð bergnumin í Skálholtskirkju. Í loftinu liggur blessun. Ég arka hugfangin áfram á milli tveggja stórra hraunstapa sem standa tryggir eins og verndarvættir. Skyndilega breytist umhverfið, ég er aftur stödd í Garðabæ, heyri umferðarniðinn og sé ömurlegan skurð á landinu. Uppbrot er á þeim stað sem Kjarval dáði og opinberaði fegurð hraunsins í málverkum sínum. Til að geta myndað sér skoðun um þennan stað þarf að fara á hann. Ég skora á þig að gera það. Ekki til að upplifa sorg yfir forgengileika náttúrunnar í höndum ráðandi stjórnenda heldur til að vita hvað við enn eigum. Enn stendur álfakirkjan, enn er möguleiki á breytingum áætlana, enn er hægt að hliðra veginum fram hjá þessum náttúruminjum og útbúa göngustíga þar sem skörðin eru um þessa hraunþyrpingu. Ef það yrði gert kæmist þá Garðabær á kort ferðamanna? Myndi sérhver erlendur ferðamaður vilja skoða það fyrirbrigði sem Íslendingar meta að verðleikum, hina stórbrotnu náttúru á borgarsvæðinu? Eigum við að valta yfir hraunið, eigum við að láta það í friði, eigum við að láta minnisvarða um breytt hugarfar verða að eftirsóknarverðum segli? Hvers virði er helgi náttúrunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn lá leið mín í Gálgahraunið til að berja augum hraunflákana sem fjaðrafokið hefur staðið um. Mig langaði að skoða þetta svæði sem öldungar höfuðborgarinnar hafa lagt sig í líma við að vernda. Eftir að hafa horft á fréttir af lögreglu að bera silfurhært fólki af vettvangi mótmæla og hlustað á fréttir af lögsóknum á hendur hinum öldruðu langaði mig til að vita um hvað þessi styr stæði. Eiga Íslendingar ekki nóg af hrauni? Skilti sem á stendur Óviðkomandi bannaður aðgangur vísar leiðina, ég ákvað að þetta svæði væri mér viðkomandi og steig yfir það. Breiður vegur liggur í gegn um hraunið í Garðabæ en rétt áður en komið er að hraunklasa sem minnir á ævintýrahöll úr álfasögum hefur hann ekki enn verið breikkaður. Stutt frá er reisulegur, stórbrotinn þríhyrningslaga klettur, þetta er augljóslega álfakirkjan. Sorglegir fánar blakta í vindinum, minnismerki burt bornu öldunganna. Ég stend á gulri þúfu framan við álfakirkjuna og halla aftur augunum. Töfrar liggja í loftinu, helgi álfakirkjunnar gagntekur mig, á svipaðan hátt og ég verð bergnumin í Skálholtskirkju. Í loftinu liggur blessun. Ég arka hugfangin áfram á milli tveggja stórra hraunstapa sem standa tryggir eins og verndarvættir. Skyndilega breytist umhverfið, ég er aftur stödd í Garðabæ, heyri umferðarniðinn og sé ömurlegan skurð á landinu. Uppbrot er á þeim stað sem Kjarval dáði og opinberaði fegurð hraunsins í málverkum sínum. Til að geta myndað sér skoðun um þennan stað þarf að fara á hann. Ég skora á þig að gera það. Ekki til að upplifa sorg yfir forgengileika náttúrunnar í höndum ráðandi stjórnenda heldur til að vita hvað við enn eigum. Enn stendur álfakirkjan, enn er möguleiki á breytingum áætlana, enn er hægt að hliðra veginum fram hjá þessum náttúruminjum og útbúa göngustíga þar sem skörðin eru um þessa hraunþyrpingu. Ef það yrði gert kæmist þá Garðabær á kort ferðamanna? Myndi sérhver erlendur ferðamaður vilja skoða það fyrirbrigði sem Íslendingar meta að verðleikum, hina stórbrotnu náttúru á borgarsvæðinu? Eigum við að valta yfir hraunið, eigum við að láta það í friði, eigum við að láta minnisvarða um breytt hugarfar verða að eftirsóknarverðum segli? Hvers virði er helgi náttúrunnar?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar