Að hindra framgang jarðýtunnar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Við eigum að aka út í kant þegar heyrist babú-babú. Við eigum að aka eftir bendingum umferðarlögreglunnar, stöðva á rauðu ljósi og umfram allt: gefa stefnuljós áður en við beygjum. Við eigum ekki að stela hvert frá öðru eða svíkja fé hvert af öðru og ekki að drepa fleiri en við treystum okkur til að borða sjálf, eins og Halldór Laxness orðaði það einhvern tímann. Við eigum að vera löghlýðin. Við gerum það hins vegar ekki fyrir lögreglumennina eða yfirvöldin í landinu heldur fyrir hvert annað og fyrir samfélagið við hvert annað; við þurfum að geta treyst hvert öðru, svona upp að vissu marki. Við búum ekki í lögregluríki þar sem geðþótti ræður aðgerðum og höfum alla jafnan ekki ástæðu til annars en að hlýða fyrirmælum laganna varða; það er í þágu samfélagsins að það sé gert og einstaklinganna sem njóta verndar laganna á ótal sviðum, hvort sem það er fatlaða fólkið sem nýtur sérstakra stæða þar sem öðrum er bannað eða almennir vegfarendur sem eru í lífshættu þegar stútur er undir stýri. Samfélagið hefur trúað lögreglumönnum fyrir gríðarlegu valdi. Þeim er falið ákaflega mikilsvert starf þar sem reynir á eiginleika á borð við sanngirni, visku, réttsýni, sálarstyrk, innri ró, þolinmæði og umfram allt virðingu fyrir öðru fólki og hvers kyns þankagangi, sem kann að virðast framandi eða ankannalegur. Ætli við hugsum ekki flest eitthvað á þessa leið, nema þá kannski helst þau okkar sem hyggja á lögbrot eða eru andvíg samfélaginu. Eitthvað sérstakt þarf til að hinn almenni borgari óhlýðnist skipunum lögreglunnar – eitthvað alveg sérstakt.Nímenningarnir nýju Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Frægt var það í Búsáhaldabyltingunni þegar mótmælendur tóku sér stöðu milli lögreglunnar og manna sem notfærðu sér upplausnarástandið til að hafa í frammi skefjalaust ofbeldi gagnvart lögreglumönnum, meðal annars með því að kasta mannasaur í lögreglumenn. Mótmælendurnir sem þarna mynduðu vegg til að verja lögregluna höfðu sjálfir óhlýðnast ýmsum fyrirmælum – en ætli við sjáum ekki flest muninn á þessum tveimur ólíku hópum mótmælenda. Annars vegar fólk sem hafði ekki aðrar leiðir til að tjá reiði sína í garð stjórnvalda sem leitt höfðu hrun yfir land og þjóð – hins vegar bullur og ofbeldismenn. Á endanum sættu níu manns ákærðum eftir atburði kringum þinghúsið, en það reyndust ekki vera ofbeldismennirnir heldur mótmælendur sem vildu fá að komast á áhorfendapalla Alþingis og töldu sig hafa rétt til veru þar. Lengi vel var þetta fólk einu sakborningarnir í kjölfar Hrunsins sem auðræðið leiddi yfir land og þjóð. Og nú hafa fundist nýir níumenningar sem taldir eru ógna landsfriði, lögum og reglu og valdstjórninni. Búið er að ákæra níu manns fyrir að hindra framgang jarðýtunnar í Gálgahrauni. Þau eru ákærð fyrir kyrrstöðu, aðgerðarleysi, að standa ekki upp þegar þeim var sagt að standa upp. Þetta fólk vildi bíða eftir úrskurði réttmætra yfirvalda um það hvort vegalagning gegnum hraunið væri lögleg eður ei. Það taldi sig nauðbeygt til að óhlýðnast lögreglunni svo að tryggt yrði að ekki yrði óafturkræft rask í Gálgahrauni, sem svo reyndist ef til vill ólöglegt. Tekið var til þess hversu harkalega lögreglumenn gengu fram við aðgerðir sínar. Heyrst hefur um fruntaskap, leiðinlegt orðbragð og sýnilega andúð lögreglumanna á þessu fólki sem þarna lagði töluvert á sig til verndar svæði sem það hafði myndað sterk tilfinningatengsl við, enda var þarna um íbúa Álftaness og nágrennis að ræða.Neyðarréttur Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Þetta fólk sem hér er ákært – þetta er venjulegt fólk svona eins og það hugtak getur haft einhverja merkingu; engir breskir flugumenn þarna á snærum leyniþjónustu eða mótmælamálaliðar, bara kórstjórnendur og píanókennarar á eftirlaunum, listafólk, lögmenn, gamlir stjórnmálamenn, náttúrufræðingar; raunverulegt fólk með raunverulegar áhyggjur af raunverulegu umhverfi. Af hverju taka grandvarir Álftnesingar, sem aldrei hafa komist í kast við lögin, sig upp á köldum og vindasömum degi til þess að setjast niður úti í hrauni til þess að horfast í augu við æðandi jarðýtur og skaprauna önugum löggum? Það er meira en að segja það fyrir flestalla að standa í slíku. Ástæðan er þessi: Þetta fólk taldi sig þurfa að grípa til neyðarréttar sem borgararnir hafa þegar þeir hafa rökstudda ástæðu til að ætla að yfirvöld fari fram með offorsi. Mótmæli eru iðulega eina úrræði hins valdalausa borgara til þess að koma á framfæri vilja sínum og varnaðarorðum þegar honum sýnist stefna í óefni. Lögreglumenn verða að virða þennan rétt og haga störfum sínum í samræmi við það. Rétturinn til mótmæla er heilagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við eigum að aka út í kant þegar heyrist babú-babú. Við eigum að aka eftir bendingum umferðarlögreglunnar, stöðva á rauðu ljósi og umfram allt: gefa stefnuljós áður en við beygjum. Við eigum ekki að stela hvert frá öðru eða svíkja fé hvert af öðru og ekki að drepa fleiri en við treystum okkur til að borða sjálf, eins og Halldór Laxness orðaði það einhvern tímann. Við eigum að vera löghlýðin. Við gerum það hins vegar ekki fyrir lögreglumennina eða yfirvöldin í landinu heldur fyrir hvert annað og fyrir samfélagið við hvert annað; við þurfum að geta treyst hvert öðru, svona upp að vissu marki. Við búum ekki í lögregluríki þar sem geðþótti ræður aðgerðum og höfum alla jafnan ekki ástæðu til annars en að hlýða fyrirmælum laganna varða; það er í þágu samfélagsins að það sé gert og einstaklinganna sem njóta verndar laganna á ótal sviðum, hvort sem það er fatlaða fólkið sem nýtur sérstakra stæða þar sem öðrum er bannað eða almennir vegfarendur sem eru í lífshættu þegar stútur er undir stýri. Samfélagið hefur trúað lögreglumönnum fyrir gríðarlegu valdi. Þeim er falið ákaflega mikilsvert starf þar sem reynir á eiginleika á borð við sanngirni, visku, réttsýni, sálarstyrk, innri ró, þolinmæði og umfram allt virðingu fyrir öðru fólki og hvers kyns þankagangi, sem kann að virðast framandi eða ankannalegur. Ætli við hugsum ekki flest eitthvað á þessa leið, nema þá kannski helst þau okkar sem hyggja á lögbrot eða eru andvíg samfélaginu. Eitthvað sérstakt þarf til að hinn almenni borgari óhlýðnist skipunum lögreglunnar – eitthvað alveg sérstakt.Nímenningarnir nýju Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Frægt var það í Búsáhaldabyltingunni þegar mótmælendur tóku sér stöðu milli lögreglunnar og manna sem notfærðu sér upplausnarástandið til að hafa í frammi skefjalaust ofbeldi gagnvart lögreglumönnum, meðal annars með því að kasta mannasaur í lögreglumenn. Mótmælendurnir sem þarna mynduðu vegg til að verja lögregluna höfðu sjálfir óhlýðnast ýmsum fyrirmælum – en ætli við sjáum ekki flest muninn á þessum tveimur ólíku hópum mótmælenda. Annars vegar fólk sem hafði ekki aðrar leiðir til að tjá reiði sína í garð stjórnvalda sem leitt höfðu hrun yfir land og þjóð – hins vegar bullur og ofbeldismenn. Á endanum sættu níu manns ákærðum eftir atburði kringum þinghúsið, en það reyndust ekki vera ofbeldismennirnir heldur mótmælendur sem vildu fá að komast á áhorfendapalla Alþingis og töldu sig hafa rétt til veru þar. Lengi vel var þetta fólk einu sakborningarnir í kjölfar Hrunsins sem auðræðið leiddi yfir land og þjóð. Og nú hafa fundist nýir níumenningar sem taldir eru ógna landsfriði, lögum og reglu og valdstjórninni. Búið er að ákæra níu manns fyrir að hindra framgang jarðýtunnar í Gálgahrauni. Þau eru ákærð fyrir kyrrstöðu, aðgerðarleysi, að standa ekki upp þegar þeim var sagt að standa upp. Þetta fólk vildi bíða eftir úrskurði réttmætra yfirvalda um það hvort vegalagning gegnum hraunið væri lögleg eður ei. Það taldi sig nauðbeygt til að óhlýðnast lögreglunni svo að tryggt yrði að ekki yrði óafturkræft rask í Gálgahrauni, sem svo reyndist ef til vill ólöglegt. Tekið var til þess hversu harkalega lögreglumenn gengu fram við aðgerðir sínar. Heyrst hefur um fruntaskap, leiðinlegt orðbragð og sýnilega andúð lögreglumanna á þessu fólki sem þarna lagði töluvert á sig til verndar svæði sem það hafði myndað sterk tilfinningatengsl við, enda var þarna um íbúa Álftaness og nágrennis að ræða.Neyðarréttur Af hverju óhlýðnast fólk lögreglunni? Þetta fólk sem hér er ákært – þetta er venjulegt fólk svona eins og það hugtak getur haft einhverja merkingu; engir breskir flugumenn þarna á snærum leyniþjónustu eða mótmælamálaliðar, bara kórstjórnendur og píanókennarar á eftirlaunum, listafólk, lögmenn, gamlir stjórnmálamenn, náttúrufræðingar; raunverulegt fólk með raunverulegar áhyggjur af raunverulegu umhverfi. Af hverju taka grandvarir Álftnesingar, sem aldrei hafa komist í kast við lögin, sig upp á köldum og vindasömum degi til þess að setjast niður úti í hrauni til þess að horfast í augu við æðandi jarðýtur og skaprauna önugum löggum? Það er meira en að segja það fyrir flestalla að standa í slíku. Ástæðan er þessi: Þetta fólk taldi sig þurfa að grípa til neyðarréttar sem borgararnir hafa þegar þeir hafa rökstudda ástæðu til að ætla að yfirvöld fari fram með offorsi. Mótmæli eru iðulega eina úrræði hins valdalausa borgara til þess að koma á framfæri vilja sínum og varnaðarorðum þegar honum sýnist stefna í óefni. Lögreglumenn verða að virða þennan rétt og haga störfum sínum í samræmi við það. Rétturinn til mótmæla er heilagur.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun