Betri innflytjendastefna Ólafur Stephensen skrifar 29. janúar 2014 08:44 Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta. Lykilatriðin í frumvarpi innanríkisráðherra eru tvö. Annars vegar að stytta málsmeðferðartíma, þannig að fólk fái svar innan tveggja sólarhringa um hvort það eigi rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Lengri tíma getur svo tekið að fá endanlegt svar um hvort viðkomandi fái hæli. Hins vegar verður sett á fót óháð úrskurðarnefnd, skipuð meðal annars fulltrúum mannúðarsamtaka, til að úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Það fyrirkomulag að innanríkisráðuneytið úrskurði um ákvarðanir undirstofnunar sinnar hefur verið gagnrýnt af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Eins og rakið var í Fréttablaðinu í gær eru þeir sem bezt þekkja til málefna hælisleitenda á því að þessar breytingar bæti réttaröryggi þeirra. Langur málsmeðferðartími er ómannúðlegur og þar að auki skattgreiðendum dýr. Talsmenn Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofunnar fagna þannig frumvarpinu. Ekki er við því að búast að allar umsóknir um hæli verði samþykktar þótt þessar breytingar séu gerðar. Vafalaust nýta íslenzk stjórnvöld áfram rétt sinn samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni til að senda hælisleitanda aftur til fyrsta viðkomulands síns. Sumir hælisleitendur eru líka fremur efnahagslegir flóttamenn en pólitískir og einstaka er á flótta undan réttvísinni fremur en pólitískum ofsóknum. Hins vegar var mjög réttur tónn í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þingi. Hún lýsti því þar yfir að hlúa ætti betur að þeim sem þyrftu sannanlega á alþjóðlegri vernd að halda gegn ofsóknum, Ísland gæti lagt meira af mörkum til málaflokksins og við ættum að vera „jákvæð gagnvart því að taka inn til landsins þá einstaklinga sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda“. Hanna Birna sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að Ísland ætti ekki bara að veita fleiri hæli sem biðja um það hér, heldur fjölga svokölluðum kvótaflóttamönnum, fólki sem hefur viðurkennda stöðu sem flóttamenn og raunverulega þörf fyrir landvist í öðru ríki. Það er merkileg yfirlýsing, því að árum saman hafa íslenzk stjórnvöld lagt skammarlega lítið af mörkum til lausnar hins alþjóðlega flóttamannavanda. Hanna Birna sagði: „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar.“ Rétt hjá henni. Loks sagðist innanríkisráðherra þeirrar skoðunar að Ísland ætti almennt að vera opið og umburðarlynt gagnvart innflytjendum og hugsa um þá sem tækifæri fremur en ógn. „Regluverkið á að vera skýrt en við eigum að taka þeim opnum örmum sem vilja búa og starfa hér og vera hluti af samfélagi okkar og eiga rétt á því,“ sagði hún. Í þessari ræðu innanríkisráðherra má greina drög að betri og mannúðlegri flóttamanna- og innflytjendastefnu en við höfum búið við til þessa. Það lofar góðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta. Lykilatriðin í frumvarpi innanríkisráðherra eru tvö. Annars vegar að stytta málsmeðferðartíma, þannig að fólk fái svar innan tveggja sólarhringa um hvort það eigi rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Lengri tíma getur svo tekið að fá endanlegt svar um hvort viðkomandi fái hæli. Hins vegar verður sett á fót óháð úrskurðarnefnd, skipuð meðal annars fulltrúum mannúðarsamtaka, til að úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Það fyrirkomulag að innanríkisráðuneytið úrskurði um ákvarðanir undirstofnunar sinnar hefur verið gagnrýnt af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Eins og rakið var í Fréttablaðinu í gær eru þeir sem bezt þekkja til málefna hælisleitenda á því að þessar breytingar bæti réttaröryggi þeirra. Langur málsmeðferðartími er ómannúðlegur og þar að auki skattgreiðendum dýr. Talsmenn Rauða krossins og Mannréttindaskrifstofunnar fagna þannig frumvarpinu. Ekki er við því að búast að allar umsóknir um hæli verði samþykktar þótt þessar breytingar séu gerðar. Vafalaust nýta íslenzk stjórnvöld áfram rétt sinn samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni til að senda hælisleitanda aftur til fyrsta viðkomulands síns. Sumir hælisleitendur eru líka fremur efnahagslegir flóttamenn en pólitískir og einstaka er á flótta undan réttvísinni fremur en pólitískum ofsóknum. Hins vegar var mjög réttur tónn í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar hún mælti fyrir frumvarpinu á þingi. Hún lýsti því þar yfir að hlúa ætti betur að þeim sem þyrftu sannanlega á alþjóðlegri vernd að halda gegn ofsóknum, Ísland gæti lagt meira af mörkum til málaflokksins og við ættum að vera „jákvæð gagnvart því að taka inn til landsins þá einstaklinga sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda“. Hanna Birna sagðist jafnframt þeirrar skoðunar að Ísland ætti ekki bara að veita fleiri hæli sem biðja um það hér, heldur fjölga svokölluðum kvótaflóttamönnum, fólki sem hefur viðurkennda stöðu sem flóttamenn og raunverulega þörf fyrir landvist í öðru ríki. Það er merkileg yfirlýsing, því að árum saman hafa íslenzk stjórnvöld lagt skammarlega lítið af mörkum til lausnar hins alþjóðlega flóttamannavanda. Hanna Birna sagði: „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar.“ Rétt hjá henni. Loks sagðist innanríkisráðherra þeirrar skoðunar að Ísland ætti almennt að vera opið og umburðarlynt gagnvart innflytjendum og hugsa um þá sem tækifæri fremur en ógn. „Regluverkið á að vera skýrt en við eigum að taka þeim opnum örmum sem vilja búa og starfa hér og vera hluti af samfélagi okkar og eiga rétt á því,“ sagði hún. Í þessari ræðu innanríkisráðherra má greina drög að betri og mannúðlegri flóttamanna- og innflytjendastefnu en við höfum búið við til þessa. Það lofar góðu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun