Borgarstjórn berst gegn friðlýsingu gamalla húsa! Björn B. Björnsson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Við sem studdum núverandi meirihluta til valda í Reykjavík fyrir fjórum árum hefðum seint trúað því að sá meirihluti myndi nota krafta sína til að berjast gegn friðlýsingu gamalla húsa í miðborginni. En sú er því miður raunin. Minjastofnun vill friðlýsa sjö hús við Ingólfstorg til að varðveita götumynd gamalla húsa á þremur hliðum torgsins. Aðeins einn af eigendum þessara húsa hefur gert athugasemdir við þessa fyrirætlan – hinir ekki. Þá bregður svo við að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur rís upp til að mótmæla fyrirhugaðri friðlýsingu. Það er að því er ég best veit einsdæmi í sögu Reykjavíkur að borgin beiti sér með þessum hætti gegn friðlýsingu gamalla húsa og mun sú skömm lengi uppi. En hver er húseigandinn sem einn mótmælti friðlýsingunni og fékk svo þennan öfluga en óvenjulega stuðning frá borginni? Jú, það er maðurinn sem á Landsímahúsið og fékk nýlega afgreitt hjá borginni nýtt deiliskipulag fyrir reitinn sinn sem leyfir honum að hafa þar hótel sem ekki var heimilt áður. Þeirri afgreiðslu mótmæltu 18.000 Reykvíkingar með undirskrift sinni, 200 helstu tónlistarmenn og hljómsveitir landsins og 3.000 manns mættu á útifund gegn þeim áformum – en allt kom fyrir ekki.Undrandi og reið En andstaða við fyrirhugað risahótel hefur ekki bara komið frá almenningi, því Alþingi hefur ítrekað mótmælt harðlega. Borgin hefur ekki heldur hlustað á þau sjónarmið og því er allt útlit fyrir að þingið neyðist sjálft til grípa til ráðstafana til að tryggja umhverfi og öryggi Alþingis til frambúðar. En hver eru þau góðu verk sem gera þennan húseiganda að þeim mikla vini Reykjavíkur að borgin sé tilbúin að slást við Alþingi, Minjastofnun og almenning til að hann fái að byggja sitt stóra hótel í hjarta Reykjavíkur? Spyr sá sem ekki veit. Ég veit bara að þessi maður keypti fyrir nokkrum árum gamalt hús við Ingólfstorg, reif það, byggði þar hótel og seldi síðan. Svo sá ég í blaði um daginn að hann á að mæta fyrir rétt í Reykjavík á næstunni til að svara fyrir ákæru um skattsvik. Er ekki tilvalið að borgin mótmæli því? Það væri sennilega líka einsdæmi. En að öllu gamni slepptu þá eru fjölmörg okkar, sem studdum núverandi meirihluta, bæði undrandi og reið vegna dæmalausrar framgöngu borgarinnar í þessu máli sem nú er kórónuð með mótmælum meirihlutans gegn friðlýsingu gamalla húsa í miðborginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Við sem studdum núverandi meirihluta til valda í Reykjavík fyrir fjórum árum hefðum seint trúað því að sá meirihluti myndi nota krafta sína til að berjast gegn friðlýsingu gamalla húsa í miðborginni. En sú er því miður raunin. Minjastofnun vill friðlýsa sjö hús við Ingólfstorg til að varðveita götumynd gamalla húsa á þremur hliðum torgsins. Aðeins einn af eigendum þessara húsa hefur gert athugasemdir við þessa fyrirætlan – hinir ekki. Þá bregður svo við að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur rís upp til að mótmæla fyrirhugaðri friðlýsingu. Það er að því er ég best veit einsdæmi í sögu Reykjavíkur að borgin beiti sér með þessum hætti gegn friðlýsingu gamalla húsa og mun sú skömm lengi uppi. En hver er húseigandinn sem einn mótmælti friðlýsingunni og fékk svo þennan öfluga en óvenjulega stuðning frá borginni? Jú, það er maðurinn sem á Landsímahúsið og fékk nýlega afgreitt hjá borginni nýtt deiliskipulag fyrir reitinn sinn sem leyfir honum að hafa þar hótel sem ekki var heimilt áður. Þeirri afgreiðslu mótmæltu 18.000 Reykvíkingar með undirskrift sinni, 200 helstu tónlistarmenn og hljómsveitir landsins og 3.000 manns mættu á útifund gegn þeim áformum – en allt kom fyrir ekki.Undrandi og reið En andstaða við fyrirhugað risahótel hefur ekki bara komið frá almenningi, því Alþingi hefur ítrekað mótmælt harðlega. Borgin hefur ekki heldur hlustað á þau sjónarmið og því er allt útlit fyrir að þingið neyðist sjálft til grípa til ráðstafana til að tryggja umhverfi og öryggi Alþingis til frambúðar. En hver eru þau góðu verk sem gera þennan húseiganda að þeim mikla vini Reykjavíkur að borgin sé tilbúin að slást við Alþingi, Minjastofnun og almenning til að hann fái að byggja sitt stóra hótel í hjarta Reykjavíkur? Spyr sá sem ekki veit. Ég veit bara að þessi maður keypti fyrir nokkrum árum gamalt hús við Ingólfstorg, reif það, byggði þar hótel og seldi síðan. Svo sá ég í blaði um daginn að hann á að mæta fyrir rétt í Reykjavík á næstunni til að svara fyrir ákæru um skattsvik. Er ekki tilvalið að borgin mótmæli því? Það væri sennilega líka einsdæmi. En að öllu gamni slepptu þá eru fjölmörg okkar, sem studdum núverandi meirihluta, bæði undrandi og reið vegna dæmalausrar framgöngu borgarinnar í þessu máli sem nú er kórónuð með mótmælum meirihlutans gegn friðlýsingu gamalla húsa í miðborginni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar