Hestaskál á nokkrum erlendum tungumálum Halldór Þorsteinsson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Það má merkilegt heita að bæði á frönsku og ítölsku ríkir nokkuð svipaður hugsunarháttur um þetta og hjá okkur Íslendingum, enda tengist hann beint eða óbeint hestamennsku eða nánar til tekið reiðtygjum. Frakkar segja „un coup d‘étrier“, þ.e. „ístaðsstaup“. „Étrier“ merkir ístað. Á sama hátt segja Ítalir „un bicchiere della stalla“. Ístað á ítölsku er nefnilega „stalla“. Það orð hefur reyndar fleiri merkingar því það er líka notað um hesthús eða gripahús og þar af leiðandi áreiðanlega af sama stofni og enska orðið „stable“. Mér vitanlega er ekki til neitt orð um þetta hvorki á þýsku, Norðurlandamálum né spænsku. Satt best að segja finnst mér þær þjóðir sem eiga ekkert sambærilegt orðatiltæki við okkar hestaskál vera nokkuð aftarlega á merinni! Af tómri rælni hringdi ég í Baltasar Samper, listmálara og hestamann, og spurði hann hvort hann kannaðist við svipað orðatiltæki á spænsku og kvað hann það sér vitandi ekki vera til. Var þetta gert í þeim tilgangi að fullkanna málið. Þetta kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir eða réttara sagt eyru. Nú er komin röðin að Engilsöxum og öðrum enskumælandi þjóðum en þær segja eins og flestir vita: „one for the road“. Í beinu framhaldi af þessu langar mig til, lesendur góðir, að segja ykkur nokkuð um tvo enska og gamla drykkjufélaga sem sátu að sínu daglega sumbli, þegar annar þeirra kvað upp úr eins manns hljóði: „Ég hef drukkið þinnar full svo lengi að það hefur alveg farið með heilsuna mína“ og hljóðar svona á þeirra eigin máli: „I have drunk so much to your health that I have ruined mine“ og hittir langtum betur í mark en þær klaufalegu skýringar mínar hér að ofan. Mér finnst viðeigandi að slá botninn í þennan stutta pistil minn með eftirfarandi orðum: „Hestaskál!“ Kæri Benni okkar fyrir „Hross í oss“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Það má merkilegt heita að bæði á frönsku og ítölsku ríkir nokkuð svipaður hugsunarháttur um þetta og hjá okkur Íslendingum, enda tengist hann beint eða óbeint hestamennsku eða nánar til tekið reiðtygjum. Frakkar segja „un coup d‘étrier“, þ.e. „ístaðsstaup“. „Étrier“ merkir ístað. Á sama hátt segja Ítalir „un bicchiere della stalla“. Ístað á ítölsku er nefnilega „stalla“. Það orð hefur reyndar fleiri merkingar því það er líka notað um hesthús eða gripahús og þar af leiðandi áreiðanlega af sama stofni og enska orðið „stable“. Mér vitanlega er ekki til neitt orð um þetta hvorki á þýsku, Norðurlandamálum né spænsku. Satt best að segja finnst mér þær þjóðir sem eiga ekkert sambærilegt orðatiltæki við okkar hestaskál vera nokkuð aftarlega á merinni! Af tómri rælni hringdi ég í Baltasar Samper, listmálara og hestamann, og spurði hann hvort hann kannaðist við svipað orðatiltæki á spænsku og kvað hann það sér vitandi ekki vera til. Var þetta gert í þeim tilgangi að fullkanna málið. Þetta kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir eða réttara sagt eyru. Nú er komin röðin að Engilsöxum og öðrum enskumælandi þjóðum en þær segja eins og flestir vita: „one for the road“. Í beinu framhaldi af þessu langar mig til, lesendur góðir, að segja ykkur nokkuð um tvo enska og gamla drykkjufélaga sem sátu að sínu daglega sumbli, þegar annar þeirra kvað upp úr eins manns hljóði: „Ég hef drukkið þinnar full svo lengi að það hefur alveg farið með heilsuna mína“ og hljóðar svona á þeirra eigin máli: „I have drunk so much to your health that I have ruined mine“ og hittir langtum betur í mark en þær klaufalegu skýringar mínar hér að ofan. Mér finnst viðeigandi að slá botninn í þennan stutta pistil minn með eftirfarandi orðum: „Hestaskál!“ Kæri Benni okkar fyrir „Hross í oss“.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar