Hestaskál á nokkrum erlendum tungumálum Halldór Þorsteinsson skrifar 31. janúar 2014 06:00 Það má merkilegt heita að bæði á frönsku og ítölsku ríkir nokkuð svipaður hugsunarháttur um þetta og hjá okkur Íslendingum, enda tengist hann beint eða óbeint hestamennsku eða nánar til tekið reiðtygjum. Frakkar segja „un coup d‘étrier“, þ.e. „ístaðsstaup“. „Étrier“ merkir ístað. Á sama hátt segja Ítalir „un bicchiere della stalla“. Ístað á ítölsku er nefnilega „stalla“. Það orð hefur reyndar fleiri merkingar því það er líka notað um hesthús eða gripahús og þar af leiðandi áreiðanlega af sama stofni og enska orðið „stable“. Mér vitanlega er ekki til neitt orð um þetta hvorki á þýsku, Norðurlandamálum né spænsku. Satt best að segja finnst mér þær þjóðir sem eiga ekkert sambærilegt orðatiltæki við okkar hestaskál vera nokkuð aftarlega á merinni! Af tómri rælni hringdi ég í Baltasar Samper, listmálara og hestamann, og spurði hann hvort hann kannaðist við svipað orðatiltæki á spænsku og kvað hann það sér vitandi ekki vera til. Var þetta gert í þeim tilgangi að fullkanna málið. Þetta kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir eða réttara sagt eyru. Nú er komin röðin að Engilsöxum og öðrum enskumælandi þjóðum en þær segja eins og flestir vita: „one for the road“. Í beinu framhaldi af þessu langar mig til, lesendur góðir, að segja ykkur nokkuð um tvo enska og gamla drykkjufélaga sem sátu að sínu daglega sumbli, þegar annar þeirra kvað upp úr eins manns hljóði: „Ég hef drukkið þinnar full svo lengi að það hefur alveg farið með heilsuna mína“ og hljóðar svona á þeirra eigin máli: „I have drunk so much to your health that I have ruined mine“ og hittir langtum betur í mark en þær klaufalegu skýringar mínar hér að ofan. Mér finnst viðeigandi að slá botninn í þennan stutta pistil minn með eftirfarandi orðum: „Hestaskál!“ Kæri Benni okkar fyrir „Hross í oss“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það má merkilegt heita að bæði á frönsku og ítölsku ríkir nokkuð svipaður hugsunarháttur um þetta og hjá okkur Íslendingum, enda tengist hann beint eða óbeint hestamennsku eða nánar til tekið reiðtygjum. Frakkar segja „un coup d‘étrier“, þ.e. „ístaðsstaup“. „Étrier“ merkir ístað. Á sama hátt segja Ítalir „un bicchiere della stalla“. Ístað á ítölsku er nefnilega „stalla“. Það orð hefur reyndar fleiri merkingar því það er líka notað um hesthús eða gripahús og þar af leiðandi áreiðanlega af sama stofni og enska orðið „stable“. Mér vitanlega er ekki til neitt orð um þetta hvorki á þýsku, Norðurlandamálum né spænsku. Satt best að segja finnst mér þær þjóðir sem eiga ekkert sambærilegt orðatiltæki við okkar hestaskál vera nokkuð aftarlega á merinni! Af tómri rælni hringdi ég í Baltasar Samper, listmálara og hestamann, og spurði hann hvort hann kannaðist við svipað orðatiltæki á spænsku og kvað hann það sér vitandi ekki vera til. Var þetta gert í þeim tilgangi að fullkanna málið. Þetta kom mér nokkuð spánskt fyrir sjónir eða réttara sagt eyru. Nú er komin röðin að Engilsöxum og öðrum enskumælandi þjóðum en þær segja eins og flestir vita: „one for the road“. Í beinu framhaldi af þessu langar mig til, lesendur góðir, að segja ykkur nokkuð um tvo enska og gamla drykkjufélaga sem sátu að sínu daglega sumbli, þegar annar þeirra kvað upp úr eins manns hljóði: „Ég hef drukkið þinnar full svo lengi að það hefur alveg farið með heilsuna mína“ og hljóðar svona á þeirra eigin máli: „I have drunk so much to your health that I have ruined mine“ og hittir langtum betur í mark en þær klaufalegu skýringar mínar hér að ofan. Mér finnst viðeigandi að slá botninn í þennan stutta pistil minn með eftirfarandi orðum: „Hestaskál!“ Kæri Benni okkar fyrir „Hross í oss“.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar