Blekkingar Eyjólfs Árna Rafnssonar, forstjóra Mannvits Gísli Már Gíslason skrifar 29. janúar 2014 06:00 Eyjólfur Árni Rafnsson skrifaði grein í Fréttablaðið 24. janúar sl. undir heitinu Norðlingaölduveita – söguleg þróun og nokkrar staðreyndir. Því miður fer Eyjólfur Árni rangt með helstu staðreyndir í þessu máli og ætla ég að nefna tvær sem eru lykilatriði.1. Eyjólfur segir: „Um 1980 var þess í stað (þ.e. í stað 200 km² lóns) gert samkomulag við Náttúruverndarráð um mun minna lón í Þjórsá sem þó myndi ná inn í neðstu verin í vatnshæð 581 my.s. Einnig var heimilað að veita austurkvíslum Þjórsár til Þórisvatnsmiðlunar.“ Hér er vísvitandi verið að slíta setningu í sundur þannig að mikilvægur fyrirvari týnist. Staðreyndin er að það var gert samkomulag sem orðað er í auglýsingu að friðlandi frá 1981 á eftirfarandi hátt: „Ennfremur mun Náttúruverndarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndarráðs“ (leturbr. GMG) (Stj.tíð. B, nr. 753/1981). Í kjölfarið var Líffræðistofnun Háskólans undir forystu dr. Þóru Ellenar Þórhallsdóttur falið að stýra rannsóknum á áhrifum fyrirhugaðs lóns á gróður og jarðvatnsstöðu í Þjórsárverum og skilaði hún lokaskýrslu um það 1994, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera fyrirhugað lón án þess að það hefði mikil áhrif á gróður og grunnvatn. Í kjölfarið hóf Landsvirkjun að leita leiða til að minnka áhrif frá lóninu, en að lokum komst arftaki Náttúruverndarráðs, Náttúruvernd ríkisins, að þeirri niðurstöðu að slík lónsmyndun mundi rýra náttúruverndargildi Þjórsárvera óásættanlega. Landsvirkjun hélt áfram í ljósi þess að ný lög um mat á umhverfisáhrifum höfðu tekið gildi og því væri samkomulagið ekki í gildi lengur. Síðan hefur Landsvirkjun haldið málinu til streitu.2. Eyjólfur Árni segir: „Í öðrum áfanga rammaáætlunar var fjallað um þá tilhögun sem stjórnsýslan sættist á 2003. Í faghópum fékk framkvæmdin allgóða einkunn út frá umhverfisáhrifum og háa einkunn fyrir hagkvæmni. Niðurstaðan var þó sú við afgreiðslu Alþingis árið 2013 að veitan var sett í verndarflokk. Þetta varð til þess að upp hófust deilur um pólitísk afskipti af rammaáætlun.“ Þetta er einfaldlega rangt! Blekking? Staðreyndin er sú að í 1. áfanga rammaáætlunar voru Þjórsárver talin 3. verðmætasta náttúrusvæðið af vatnsaflskostum. Sem kunnugt er, fylgdu stjórnvöld ekki eftir niðurstöðum 1. áfanga. Árið 2007 hófst 2. áfangi rammaáætlunar. Lokaniðurstaða þeirrar vinnu var að raða Þjórsárverum sem 4. verðmætasta svæði af 40 í faghópi 1 um náttúrfar og menningarminjar. Nefnd, sem skipuð var formönnum faghópa og formanni verkefnisstjórnar 2. áfanga, var falið að flokka svæði og virkjunarhugmyndir í verndarflokk, biðflokk eða nýtingarflokk. Þessi nefnd setti svæðið Þjórsá ofan Norðlingaöldu í verndarflokk. Svæðið náði til efsta hluta af vatnasviði Þjórsár, þar með talinna Þjórsárvera og farvegar Þjórsár með fossunum Dynk, Gljúfurleitarfossi og Kjálkaversfossi, að Sultartangalóni. Í meðförum Alþingis, þar sem hagsmunaaðilar og almenningur kom athugasemdum á framfæri, var röðun Þjórsárvera eða annarra svæða í verndar- og biðflokkum ekki hreyfð. Það er því fyrst núna með ákvörðun umhverfisráðherra um að leggja til breytingar á þingsályktun Alþingis og færa vesturhluta Þjórsárvera í nýtingarflokk, að pólitísk afskipti af rammaáætlun hefjast. Hvað gengur forstjóra Mannvits til – er hann að reyna að blekkja almenning í landinu?Höfundur hefur setið í faghópi 1 í 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Eyjólfur Árni Rafnsson skrifaði grein í Fréttablaðið 24. janúar sl. undir heitinu Norðlingaölduveita – söguleg þróun og nokkrar staðreyndir. Því miður fer Eyjólfur Árni rangt með helstu staðreyndir í þessu máli og ætla ég að nefna tvær sem eru lykilatriði.1. Eyjólfur segir: „Um 1980 var þess í stað (þ.e. í stað 200 km² lóns) gert samkomulag við Náttúruverndarráð um mun minna lón í Þjórsá sem þó myndi ná inn í neðstu verin í vatnshæð 581 my.s. Einnig var heimilað að veita austurkvíslum Þjórsár til Þórisvatnsmiðlunar.“ Hér er vísvitandi verið að slíta setningu í sundur þannig að mikilvægur fyrirvari týnist. Staðreyndin er að það var gert samkomulag sem orðað er í auglýsingu að friðlandi frá 1981 á eftirfarandi hátt: „Ennfremur mun Náttúruverndarráð fyrir sitt leyti veita Landsvirkjun undanþágu frá friðlýsingu þessari til að gera uppistöðulón með stíflu við Norðlingaöldu í allt að 581 m y.s., enda sýni rannsóknir að slík lónsmyndun sé framkvæmanleg án þess að náttúruverndargildi Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati Náttúruverndarráðs“ (leturbr. GMG) (Stj.tíð. B, nr. 753/1981). Í kjölfarið var Líffræðistofnun Háskólans undir forystu dr. Þóru Ellenar Þórhallsdóttur falið að stýra rannsóknum á áhrifum fyrirhugaðs lóns á gróður og jarðvatnsstöðu í Þjórsárverum og skilaði hún lokaskýrslu um það 1994, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að gera fyrirhugað lón án þess að það hefði mikil áhrif á gróður og grunnvatn. Í kjölfarið hóf Landsvirkjun að leita leiða til að minnka áhrif frá lóninu, en að lokum komst arftaki Náttúruverndarráðs, Náttúruvernd ríkisins, að þeirri niðurstöðu að slík lónsmyndun mundi rýra náttúruverndargildi Þjórsárvera óásættanlega. Landsvirkjun hélt áfram í ljósi þess að ný lög um mat á umhverfisáhrifum höfðu tekið gildi og því væri samkomulagið ekki í gildi lengur. Síðan hefur Landsvirkjun haldið málinu til streitu.2. Eyjólfur Árni segir: „Í öðrum áfanga rammaáætlunar var fjallað um þá tilhögun sem stjórnsýslan sættist á 2003. Í faghópum fékk framkvæmdin allgóða einkunn út frá umhverfisáhrifum og háa einkunn fyrir hagkvæmni. Niðurstaðan var þó sú við afgreiðslu Alþingis árið 2013 að veitan var sett í verndarflokk. Þetta varð til þess að upp hófust deilur um pólitísk afskipti af rammaáætlun.“ Þetta er einfaldlega rangt! Blekking? Staðreyndin er sú að í 1. áfanga rammaáætlunar voru Þjórsárver talin 3. verðmætasta náttúrusvæðið af vatnsaflskostum. Sem kunnugt er, fylgdu stjórnvöld ekki eftir niðurstöðum 1. áfanga. Árið 2007 hófst 2. áfangi rammaáætlunar. Lokaniðurstaða þeirrar vinnu var að raða Þjórsárverum sem 4. verðmætasta svæði af 40 í faghópi 1 um náttúrfar og menningarminjar. Nefnd, sem skipuð var formönnum faghópa og formanni verkefnisstjórnar 2. áfanga, var falið að flokka svæði og virkjunarhugmyndir í verndarflokk, biðflokk eða nýtingarflokk. Þessi nefnd setti svæðið Þjórsá ofan Norðlingaöldu í verndarflokk. Svæðið náði til efsta hluta af vatnasviði Þjórsár, þar með talinna Þjórsárvera og farvegar Þjórsár með fossunum Dynk, Gljúfurleitarfossi og Kjálkaversfossi, að Sultartangalóni. Í meðförum Alþingis, þar sem hagsmunaaðilar og almenningur kom athugasemdum á framfæri, var röðun Þjórsárvera eða annarra svæða í verndar- og biðflokkum ekki hreyfð. Það er því fyrst núna með ákvörðun umhverfisráðherra um að leggja til breytingar á þingsályktun Alþingis og færa vesturhluta Þjórsárvera í nýtingarflokk, að pólitísk afskipti af rammaáætlun hefjast. Hvað gengur forstjóra Mannvits til – er hann að reyna að blekkja almenning í landinu?Höfundur hefur setið í faghópi 1 í 1. og 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun