Nám í móðurmáli á ekki að vera valkvætt Anna María Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2014 06:00 Hópur nemenda með annað móðurmál en íslensku fer stækkandi, en fær þó ekki kennslu í sínu móðurmáli nema að litlu leyti. Hingað til hefur móðurmálskennsla verið valkvæð nema ef undan er skilin kennsla í sænsku, norsku og pólsku. Nemendur sem sækja tíma í framangreindum tungumálum eru þá undanskildir námi í dönsku. Það er viðurkennt og þekkt að undirstaða fyrir góðum árangri í námi í öðru tungumáli er að hafa gott vald á eigin móðurmáli. Margir þeir nemendur sem ekki fá kennslu í sínu móðurmáli þurfa auk þess að læra dönsku og ensku til viðbótar við íslenskuna. Margir nemendur standa sig mjög vel í námi í íslensku sem öðru tungumáli meðan aðrir ná ekki almennilegum tökum á málinu og jafnvel dragast aftur úr þegar auknar kröfur eru gerðar um færni í tungumálinu, þrátt fyrir að leggja hart að sér við námið. Margir þessara nemenda hefðu náð mun betri almennum námsárangri ef þeir hefðu jafnframt fengið kennslu í sínu móðurmáli. Hugsanlega má rekja ástæður brottfalls úr framhaldsskóla hjá þessum hópi að einhverju leyti til þessa, án þess að það hafi sérstaklega verið rannsakað mér vitanlega.Fengur fyrir samfélagið Börn sem hafa íslensku sem móðurmál og búið hafa á Norðurlöndunum, þ.e. Svíþjóð og Noregi, fá þegar heim kemur undanþágu frá dönsku og leggja þá stund á sænsku eða norsku. Þetta er vel og þó er ekki um móðurmál þessara barna að ræða. Það hlýtur að teljast mismunun að þeir sem búið hafa t.d. í þýsku-, frönsku-, eða spænskumælandi landi hafi ekki sömu kosti. Vilji þeir áfram rækta færni sína í viðkomandi tungumáli þurfa þeir að gera það á eigin vegum. Nám í móðurmáli á ekki að vera valkvætt, frekar en að nám í íslensku er valkvætt. Sveitarfélögin eiga að styrkja alla nemendur til náms í þeirra móðurmáli og þau börn sem eru tvítyngd eiga að geta lagt stund á bæði tungumálin/móðurmálin. Góð tungumálakunnátta er undirstaða þess að geta spjarað sig í samfélagi, átt í fjölþættum samskiptum, gert sig skiljanlegan við mismunandi aðstæður og stundað krefjandi nám. Ég mun ef ég fæ til þess traust beita mér fyrir því að öll börn geti lagt stund á móðurmál sitt hvort sem um er að ræða þýsku, spænsku, víetnömsku, kínversku, tékknesku, arabísku eða farsi eða eitthvað annað. Það má til viðbótar geta þess að það er fengur fyrir samfélagið að hér búi einstaklingar sem hafa góða færni í hinum ýmsu tungumálum, það getur til framtíðar nýst okkur í alþjóðasamskiptum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hópur nemenda með annað móðurmál en íslensku fer stækkandi, en fær þó ekki kennslu í sínu móðurmáli nema að litlu leyti. Hingað til hefur móðurmálskennsla verið valkvæð nema ef undan er skilin kennsla í sænsku, norsku og pólsku. Nemendur sem sækja tíma í framangreindum tungumálum eru þá undanskildir námi í dönsku. Það er viðurkennt og þekkt að undirstaða fyrir góðum árangri í námi í öðru tungumáli er að hafa gott vald á eigin móðurmáli. Margir þeir nemendur sem ekki fá kennslu í sínu móðurmáli þurfa auk þess að læra dönsku og ensku til viðbótar við íslenskuna. Margir nemendur standa sig mjög vel í námi í íslensku sem öðru tungumáli meðan aðrir ná ekki almennilegum tökum á málinu og jafnvel dragast aftur úr þegar auknar kröfur eru gerðar um færni í tungumálinu, þrátt fyrir að leggja hart að sér við námið. Margir þessara nemenda hefðu náð mun betri almennum námsárangri ef þeir hefðu jafnframt fengið kennslu í sínu móðurmáli. Hugsanlega má rekja ástæður brottfalls úr framhaldsskóla hjá þessum hópi að einhverju leyti til þessa, án þess að það hafi sérstaklega verið rannsakað mér vitanlega.Fengur fyrir samfélagið Börn sem hafa íslensku sem móðurmál og búið hafa á Norðurlöndunum, þ.e. Svíþjóð og Noregi, fá þegar heim kemur undanþágu frá dönsku og leggja þá stund á sænsku eða norsku. Þetta er vel og þó er ekki um móðurmál þessara barna að ræða. Það hlýtur að teljast mismunun að þeir sem búið hafa t.d. í þýsku-, frönsku-, eða spænskumælandi landi hafi ekki sömu kosti. Vilji þeir áfram rækta færni sína í viðkomandi tungumáli þurfa þeir að gera það á eigin vegum. Nám í móðurmáli á ekki að vera valkvætt, frekar en að nám í íslensku er valkvætt. Sveitarfélögin eiga að styrkja alla nemendur til náms í þeirra móðurmáli og þau börn sem eru tvítyngd eiga að geta lagt stund á bæði tungumálin/móðurmálin. Góð tungumálakunnátta er undirstaða þess að geta spjarað sig í samfélagi, átt í fjölþættum samskiptum, gert sig skiljanlegan við mismunandi aðstæður og stundað krefjandi nám. Ég mun ef ég fæ til þess traust beita mér fyrir því að öll börn geti lagt stund á móðurmál sitt hvort sem um er að ræða þýsku, spænsku, víetnömsku, kínversku, tékknesku, arabísku eða farsi eða eitthvað annað. Það má til viðbótar geta þess að það er fengur fyrir samfélagið að hér búi einstaklingar sem hafa góða færni í hinum ýmsu tungumálum, það getur til framtíðar nýst okkur í alþjóðasamskiptum.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar