Fleiri fréttir

Sóknarfæri í samskiptum við Kína

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Í opinberri heimsókn minni til Kína var undirritaður fríverslunarsamningur Íslands og Kína. Samningurinn er fyrsti fríverslunarsamningur sem Kína gerir við Evrópuríki. Hann færir íslenskum fyrirtækjum aukin tækifæri, enda voru hátt á fjórða tug fulltrúa íslenskra fyrirtækja með í förinni. Nokkrir þeirra gengu frá viðskiptasamningum, m.a. fyrir hönd Arion banka, Marorku, Orku Energy, Promens og Össurar.

Jón eða séra Jón

Hildur Sif Thorarensen skrifar

Mín lífspeki hefur lengi byggst á þeirri hugmyndafræði að enginn sé betri en annar, hvort sem hann er þjóðþekktur, ókunnur, ríkur, fátækur, ungur eða gamall. Fyrir mér er allt fólk jafnt á grundvelli þess að við erum öll þátttakendur í sama þjóðfélagi. Nú hef ég hins vegar rekið mig á að meira að segja lögin gera upp á milli manna. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi setning er tekin úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 2. gr.: "Lög þessi taka ekki til forseta Íslands, ráðherra eða alþingismanna. Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.“

Bullið í Oddnýju

Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar

Oddnýju Sturludóttur er kært að tala um skóla án aðgreiningar en hún hvorki hlustar né heyrir það sem aðrir hafa að segja.

Hvar ert þú, mín þjóð?

Ellert B. Schram skrifar

Saga íslenskra stjórnmálaflokka er ekki löng. Um aldamótin 1900 voru til flokkar sem höfðu skoðun á fullveldisbaráttu þjóðarinnar og það er ekki fyrr en liðið er á tuttugustu öldina, sem stofnaðir eru flokkar um hugmyndafræði og hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn um frelsi einstaklingsins og einkaframtakið, Framsókn um kaupfélögin og félagshyggju, Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og réttindabaráttu verkalýðsins og Sósíalistaflokkurinn um sósíalisma. Alla síðustu öld voru þetta stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í rauninni voru þetta átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Inn á milli komu svo fram flokkar eða framboð, sem mynduð voru um einstaklinga eða einsleitar skoðanir.

Með Evrópu á heilanum

Mörður Árnason skrifar

Það verður oft nokkuð háfleygt og fjarlægt, allt talið með og á móti aðild að Evrópusambandinu – fyrir utan allt ruglið og nöldrið. Jamm, það þarf að finna leið út úr gjaldeyrishöftunum, og enginn hefur í raun og veru bent á neina aðra en að tengjast evrunni og taka hana svo upp. Jamm, fullveldisdeiling bæði í EES og ESB er ekkert áhlaupaverk, og þar má ekki rasa um ráð fram. Sjávarútvegsmálin, landbúnaðurinn, byggðirnar, fjármálamarkaðirnir o.s.frv. o.s.frv. En hvað kemur þetta venjulegu fólki við í daglegu brauðstriti og amstri – vandanum við að ná endum saman um næstu mánaðamót?

Köllum hlutina réttum nöfnum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Í grein í Fréttablaðinu 28. febrúar sl. gerir forstjóri Landsnets að umræðuefni gagnrýni Landverndar á fyrirtækið. Hér verður grein hans svarað og rangfærslur leiðréttar.

Skuldir ríkissjóðs eru skuldir okkar allra

Sigríður Á. Andersen skrifar

Ríkissjóður skuldar um fimm milljónir króna á hvern Íslending. Hver Íslendingur er í raun með fimm milljóna króna yfirdrátt á bakinu vegna skulda ríkisins. Hvert mannsbarn í landinu greiðir um 300 þúsund krónur í vexti á ári af yfirdrætti ríkissjóðs. Stór hluti af tekjuskatti einstaklinga til ríkisins fer í þennan sligandi vaxtakostnað. Þetta eru nöturlegar staðreyndir.

Reið ung kona

Una Hildardóttir skrifar

Fleiri og fleiri konur, og þá sérstaklega ungar stúlkur, vilja nú til dags ekki bendla sig við femínistahugtakið. Þegar Katy Perry tók við verðlaununum Kona ársins hjá Billboard sagðist hún til dæmis ekki vilja kalla sig femínista en sagðist trúa á styrk kvenna. Sú var tíðin að orðið "femínisti" var notað sem blótsyrði á Íslandi - sem niðrandi orð í svipaðri merkingu og "helvítis tussan þín" eða "hóra". Það er ekkert langt síðan. Um það bil sex mánuðir.

Almannahagsmunir í öndvegi

Jónas Guðmundsson skrifar

„Þegar við búum við það að sömu valdhafarnir, sama fólkið, situr á valdastóli í marga áratugi, og er þarna greinilega til að tryggja sína hagsmuni, og menn treysta því ekki lengur að þeir séu að vinna að almannahag, þá er ekki við góðu að búast.“

Smart að vera umhverfisvæn

Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar

Öll fyrirtæki skilja eftir sig rusl af einhverjum toga, hvort sem um er að ræða áþreifanlegt í tunnu eða óáþreifanlegt út í andrúmsloftið, nema hvort tveggja sé. Það sem skilur á milli góðs reksturs og hins sem er miður vel rekinn, er hvernig unnið er með þennan úrgang. Er hann endurnýttur, er hann markvisst minnkaður eða er skipt yfir í umhverfisvænni aðferðir, vörur og þjónustu?

Stóraukinn stuðningur við leigjendur

Lúðvík Geirsson skrifar

Fyrsti áfangi nýs „Húsnæðisbótakerfis“ tók gildi í byrjun þessa árs með hækkun á grunnfjárhæð húsaleigubóta. Enn frekari hækkun á grunnbótum kemur til framkvæmda þann 1. júlí nk. Samtals er um að ræða heildarhækkun á grunnupphæð um 4.000 kr. á hverjum mánuði. Samhliða hefur tekjuskerðingarhlutfall verið lækkað og tekjumörk hækkuð.

Stjórnarskráin er enn á floti

Árni Þór Sigurðsson skrifar

Margir eru vonsviknir yfir lyktum stjórnarskrármálsins á því þingi sem nú er nýlokið. Aðrir leggja meira kapp á önnur mál eins og gengur. Ég er í hópi þeirra sem vildu svo gjarnan sjá veigamiklar breytingar á stjórnarskránni, á þeim grunni sem stjórnlagaráð vann og kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október sl.

Skuldir í dag eru skattar á morgun

Heiðar Guðjónsson skrifar

Helsta auðlind Íslands er þjóðin sjálf. Öfugt við gömlu Evrópu, þar sem fleiri verða á eftirlaunum árið 2020 en vinna, er íslenska þjóðin enn að vaxa og dafna og vinnusemi landsmanna er mikil. Framtíðin stendur og fellur með því hvort svo verði áfram.

Menntun í síbreytilegu samfélagi

Björn Leví Gunnarsson skrifar

Ég var einu sinni með fjögurra stafa símanúmer, ekkert tölvupóstfang og af því að ég bjó úti á landi þá bar ég dagsgömul dagblöð í hús. Ég átti líka að safna heimildum fyrir hin og þessi skólaverkefni en ég skildi aldrei af hverju. Ég hafði ekki hugmynd um hvaðan ég gæti fengið upplýsingar nema úr kennslubókunum.

Menntastefna Framsóknar

Fanný Gunnarsdóttir skrifar

Eitt af því sem við eigum öll sameiginlegt er að hafa gengið í skóla og flestir hafa fjölbreytta reynslu af íslensku menntakerfi. Skólar í síbreytilegu samfélagi verða á öllum tímum að vera vel í stakk búnir til að sinna fræðsluhlutverki sínu og mæta ólíkum þörfum nemenda og fjölskyldna.

Fjölbreyttur stuðningur

Oddný Sturludóttir skrifar

Það er kærkomið að fá tækifæri til að ræða um stefnu um skóla án aðgreiningar, markmið hennar og leiðir til að ná þeim. Mikilvægt er að árétta að sérskólar og sérdeildir eru hluti af stefnu um skóla án aðgreiningar, stefnan miðar ekki að því að loka sérskólum eða sérdeildum.

Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs á oddinn

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Eitt af mikilvægustu málunum sem kosið verður um nú í vor er framtíð skólastarfs á Íslandi. Vinstri græn setja það mál á oddinn og hafa kynnt áætlun um hvernig aukið fé verður tryggt til uppbyggingar skólakerfisins á næsta kjörtímabili.

Innflutningur án takmarka

Ingimundur Bergmann skrifar

Öðru hverju koma fram raddir um að hafinn skuli hömlulaus innflutningur á landbúnaðarvörum. Þykir ýmsum sem matarkarfan sé dýr hér á landi, hún sé ódýrari í nágrannalöndunum og víst er að ekki er hægt að bera á móti því, að í mörgum tilfellum er það svo.

Þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur einkavæddu vatnið

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Þegar jafnaðarmenn komu að eftir valdatíð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks blasti við ófögur staða í auðlindamálum. Heitt og kalt grunnvatn í iðrum jarðar hafði verið sett í einkaeign árið 1998, yfirborðsvatnið okkar hafði verið einkavætt með alræmdum nýjum vatnalögum árið 2006, aðgengi að fiskveiðiauðlindinni var úthlutað án endurgjalds til þjóðarinnar á meðan handhafar veiðiheimilda innheimtu sjálfir veiðigjöld og ríkisstjórnin hafði selt jarðvarmaauðlindirnir á Reykjanesi, sem voru komnar í einkaeigu félags undir FL Group. REI-málið staðfesti síðan að þessir flokkar ætluðu að ganga enn lengra í þágu sérhagsmuna gegn almannahagsmunum í auðlindamálum.

Oddný í Undralandi

Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar

Í grein sinni „Baráttan gegn aðgreiningu“ reynir Oddný Sturludóttir að útskýra hvers vegna það sé í lagi að þvinga þroskahömluð börn í almennan skóla og meina þeim þátttöku í samfélagi jafningja í sérskólanum. Oddný virðist trúa því að það sé betra fyrir öll börn, alls staðar, á öllum stundum og undir öllum kringumstæðum að vera í almenna skólanum enda muni skóli án aðgreiningar „fjarlægja hindranir“. Það sem hindrar barn með þroskahömlun í að læra og þroskast eins og önnur börn er greindarskerðing sem er í barninu sjálfu. Skólinn getur ekki fjarlægt þær hindranir.

Baráttan um val

Ágúst Kristmanns skrifar

Í grein þinni "Baráttan gegn aðgreiningu“ þann 9/4 síðastliðinn ferð þú yfir skólastefnuna Skóli án aðgreiningar og segir að það sé mikilvægt að deila reynslu, segja frá og rýna til gagns.

Skattlagning á banka fyrir skuldara

Össur Skarphéðinsson skrifar

Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bjó til tvenns konar tæki sem skapa ríkinu afar sterka stöðu í nauðasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þau fólust í framlengingu gjaldeyrishafta sem koma í veg fyrir að kröfuhafar geti farið með gjaldeyri út úr landinu. Hitt tækið er samþykkt Alþingis um að gjaldeyriseign búanna færi undir höftin. Athyglisvert var að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn treystu sér til að styðja þessi lög í fyrstu atrennu.

Orrustan um Ísland

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Kosningarnar fram undan eru orrustan um Ísland: Baráttan um auðlindirnar. Baráttan um manngildið. Baráttan um leikreglur samfélagsins og sjálfan grundvöll þess. Á síðustu fjórum árum hafa jafnaðarmenn á Íslandi náð að jafna lífskjör í landinu, við nánast óvinnandi skilyrði, samhliða miklu hreinsunarstarfi eftir frjálshyggjupartíið sem stóð í 18 ár á undan.

Þurfa sjúklingar að taka lán fyrir lyfjunum?

Sigurbjörn Gunnarsson skrifar

Þann 4. maí nk. er gert ráð fyrir að nýtt greiðsluþátttökukerfi lyfja taki gildi hér á landi. Mikil vinna er í gangi hjá apótekum og opinberum aðilum s.s. Sjúkratryggingum við undirbúning þessa verkefnis. Almennt má segja að þetta nýja kerfi, sem sótt er í stórum dráttum til Danmerkur og annarra Norðurlanda, sé til bóta. Meira jafnræðis er gætt á milli sjúkdóma en nú er og þeir sem nota mikið af lyfjum þurfa að greiða minna en þeir greiða í dag en þeir sem nota lyf sjaldan greiða meira.

Skuldavandi heimilanna: ofneysla og óraunhæfar kröfur?

Geir Sigurðsson skrifar

Fimmtudagskvöldið 4. apríl voru sýnd í Ríkissjónvarpinu viðtöl við nokkra almenna borgara um fjárhagsstöðu þeirra. Þar á meðal var 20 ára nemi sem greindi frá því, raunamædd á svip, að hún gæti ekki eignast íbúð án þess að skuldsetja sig eða þiggja aðstoð frá foreldrum. Viðtalið var sett upp eins og þessi óásættanlega staða væri afleiðing þess að stjórnarflokkarnir hefðu ekki staðið sig í stykkinu. Af því mátti ráða að það ætti að vera hlutverk yfirvalda að gera kornungum einstaklingum í námi kleift að eignast íbúð án þess að þurfa að taka á sig skuldir eða leita aðstoðar foreldra. Þetta hlutverk tóku stjórnvöld á Íslandi vissulega að sér fyrir áratug og erum við enn að fást við sorglegar afleiðingar þess.

Píratar eru öðruvísi... í alvöru!

Hákon Einar Júlíusson skrifar

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum sem fylgist með kosningahlaupinu af einhverju viti að fjölmiðlum hefur tekist að grafa upp greinar og ummæli Pírata langt aftur í tímann. Við þökkum þeim kærlega fyrir heiðarlega rannsóknarblaðamennsku og við hvetjum þá auðvitað til dáða í þeim efnum, flott hjá þeim bara. Píratar hvetja nefnilega til upplýstrar umræðu og að kjósendur framkvæmi nákvæma bakgrunnsathugun á þeim sem þeir ætla að treysta til þess að sýsla með skattpeningana sína og lagagerð næstu fjögur árin. Okkur til mikils fagnaðar býður internetið einmitt upp á þetta, eins lengi og við pössum upp á það.

Hrakandi heilsa

Fjóla Dögg Sigurðardóttir skrifar

Mér hefur ætíð leiðst þras um efnahagsmál og þá helst vægi peninga í því samhengi. Ástæðan fyrir þeirri óbeit er þó ekki að ég telji efnahagsmál ekki mikilvægan hluta af þjóðfélaginu, heldur er ástæðan sú að í mínum augum nær slík umræða sjaldnast utan um það sem raunverulega eru stærstu verðmæti þjóðfélagsins: fólkið sem því tilheyrir.

Flokkur heimilanna vill færa þeim nýja von

Halldór Gunnarsson skrifar

Flokkur heimilanna vill heiðarlegt og gegnsætt uppgjör við fortíðina og hrunið og aðdraganda þess. Hann vill vera flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis. Hann er flokkur allra heimila landsins og stendur vörð um hag og hagsæld hvers heimilis. Flokkurinn ætlar að tryggja flýtimeðferð allra dómsmála er varða skuldir heimilanna og koma fram með sanngjarnar lausnir.

Oddný slær feilnótu

Kristín Guðmundsdóttir skrifar

Þegar ég las grein Oddnýjar Sturludóttur í Vísi þann 10.04 um ágæti skóla án aðgreiningar sat ég uppi með fleiri spurningar en svör. Hún skrifar um að fjarlægja hindranir. Hvaða hindranir?

Staða barna með hegðunar- og geðraskanir

Sædís Ósk Harðardóttir skrifar

Mikill niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum samfélagsins frá efnahagshruninu haustið 2008. Þar eru málefni barna og unglinga með geðræn vandkvæði engin undantekning. Vissulega hefðu stjórnvöld getað forgangsraðað betur, notað þessa milljarða sem farið hafa í aðildarviðræður við ESB í velferðarmál hér á landi. Við breytum ekki því sem liðið er heldur þurfum að horfa fram á veginn og skoða hvar stjórnvöld brugðust og þar af leiðandi: hvað þarf að bæta?

Fyrirgefning – ekki alltaf svarið

Sólveig Anna Bóasdóttir skrifar

Fyrirgefning er fallegt orð og eins þykir fagurt að fyrirgefa í mannlegum samskiptum. Sérstaklega í kristnu samhengi. Ekki er hægt að skýra það með því að margir ritningarstaðir í Biblíunni séu tengdir fyrirgefningunni. Þeir tiltölulega fáu fyrirgefningartextar sem finnast í Nýja testamentinu fjalla fyrst og fremst um fyrirgefningu Guðs og Jesú á syndum manna, og eiga það sameiginlegt að það er hinn valdameiri sem fyrirgefur þeim valdaminni.

Aðgerðir í þágu nýsköpunar og nýfjárfestingar

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Fjölbreyttar aðgerðir undanfarin ár til stuðnings nýfjárfestingu og nýsköpun sýna að margt hefur áunnist í þeim málaflokkum. Hér að neðan hef ég tekið saman stuttan en langt í frá tæmandi lista yfir aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hefur ráðist í í þessum málaflokki. Og eftir stendur spurningin; Fyrst þessi ríkisstjórn gat áorkað þessu í þeirri þröngu stöðu sem hún var í eftir efnahagshrunið – af hverju komu fyrri ríkisstjórnir ekki meiru í verk þegar staða ríkissjóðs var allt önnur og betri? Við því eru til fá svör.

Velferð á umbrotatímum

Árni Páll Árnason skrifar

Á síðasta kjörtímabili tók Samfylkingin við erfiðasta velferðarverkefni síðustu áratuga á Íslandi: Atvinnuleysi jókst um þúsund manns á mánuði og engin úrræði voru til. Fyrir lá að draga þyrfti gríðarlega saman í ríkisútgjöldum og að velferðarmál og menntamál næmu saman um 75% ríkisútgjalda. Það var því engrar undankomu auðið að skerða þau útgjöld.

Eru eftir hár í halanum?

Valgerður Bjarnadóttir skrifar

"Hvað eigum við nú til bragðs að taka Búkolla mín?“ spurði strákurinn kúna þegar þau komu að hinum ýmsu farartálmum. Strákurinn var á leiðinni heim, eftir að hafa sótt Búkollu í fjós skessunnar.

Ísland og erlendir kröfuhafar

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Þó svo að mörg þúsund milljarðar króna afskrifist vegna hruns stóru viðskiptabankanna í október 2008 standa umtalsverðar upphæðir eftir í þrotabúum þeirra. Ísland á gríðarlega mikið undir því að uppgjör þessara eigna og brotthvarf þeirra úr hagkerfinu stefni stöðugleika og hagsmunum samfélagsins ekki í voða samhliða því að okkur takist að afnema fjármagnshöft. Mestu hagsmunir þeirra erlendu aðila sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna liggja í því að fá aðgang að eignum í erlendri mynt. Þær eignir nema 1.500-1.700 milljörðum króna.

Aftur í úrvalsflokk!

Elín Hirst skrifar

Öflugt heilbrigðiskerfi var stolt okkar Íslendinga um árabil og við gátum státað af því að vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi.

Konur hjóla

Árni Davíðsson skrifar

Í Fréttablaðinu 28. febrúar skrifaði Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi grein um hjólaverkefni sem borgarráð samþykkti á kvennafrídeginum fyrir ári og kallast „Fröken Reykjavík á hjóli“.

Staðreyndir um skuldavanda heimila

Konráð Guðjónsson skrifar

Það er orðin viðurkennd hugmynd að heimili landsins séu öll svo þjökuð af skuldum eftir hrun að annað eins hafi ekki sést og nú sé því nauðsynlegt að ráðast í almennar niðurfærslur á húsnæðislánum heimilanna.

Glæta fremur en von

Þorsteinn Pálsson skrifar

Athyglisvert framlag til umræðunnar um viðreisn þjóðarbúsins birtist á forsíðu þessa blaðs í vikunni.

„Viltu far?“

Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Á tíunda áratug síðustu aldar bjó ég og starfaði í miðborginni og gat ekki hugsað mér að búa annars staðar. Mér fannst hvert hús hafa mikla og merkilega sögu og naut þess að ganga göturnar á enda.

Lottó eða lausnir?

Rannveig Guðmundsdóttir skrifar

Ég skil vel að fólk langi í leiðréttingu á lánum sínum. Venjulegt fólk sem rasaði ekki um ráð fram og ber ekki ábyrgð á hruninu vill fá sárabætur.

Varðstaðan um vatnið

Álfheiður Ingadóttir skrifar

Þingvallavatn er þjóðargersemi. Í vatninu þrífast fjögur afbrigði af heimskautableikju og tvö af hornsíli og vegna þessa hefur Þingvallavatn verið réttnefnt Galapagos norðursins.

Thatcher hafði rétt fyrir sér

Pawel Bartoszek skrifar

Ég er átta ára. Ég sit í landafræðitíma. Í bókinni er kort af landinu mínu með þeim 49 sýslum sem þá eru. Í sumum sýslnanna eru lítil merki. Sums staðar eru þetta lítil svört kol, annars staðar lítil brún kol.

Að auka hagsæld

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Í nýjasta hefti Harvard Business Review er fullyrt að tvær einfaldar reglur geri gæfumuninn fyrir árangur fyrirtækja.

Sjá næstu 50 greinar