Skattlagning á banka fyrir skuldara Össur Skarphéðinsson skrifar 16. apríl 2013 07:00 Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bjó til tvenns konar tæki sem skapa ríkinu afar sterka stöðu í nauðasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þau fólust í framlengingu gjaldeyrishafta sem koma í veg fyrir að kröfuhafar geti farið með gjaldeyri út úr landinu. Hitt tækið er samþykkt Alþingis um að gjaldeyriseign búanna færi undir höftin. Athyglisvert var að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn treystu sér til að styðja þessi lög í fyrstu atrennu. Ríkisstjórnin ætlaði að nota þetta svigrúm, sem getur a.m.k. orðið frá 100-350 milljörðum, ef 200 milljarða krónueign bankanna er talin með, til að eyða kvikum krónum og lækka skuldir ríkisins um allt að 20%. Miklu skiptir að í kjölfarið yrði þá tiltölulega fljótt hægt að afnema gjaldeyrishöftin – jafnvel innan árs frá lokum samninga. Þar með væri rutt úr vegi helstu hindrun til að Ísland gæti farið beint inn í ERM II þegar aðild að ESB yrði samþykkt. Um leið væri krónan komin í skjól og drægi stórlega úr áhrifum verðtryggingar. Lokun á nauðasamningum gæti hins vegar tekið langan tíma. Í því ljósi gæti verið innistæðulítið að lofa skuldurum skjótri úrlausn. Það gera hins vegar Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn. Ég er hins vegar efins um að það sé hægt gegnum nauðasamninga að skapa nógu mikið svigrúm nógu fljótt til að geta staðið við loforðin sem Framsóknarflokkurinn og Sigmundur hafa gefið. Ég tel líka að aðferð hans kalli fram mikla verðbólgu sem mun éta upp ávinning skuldaranna af þessari einskiptisaðgerð.Skattleggjum bankagróðann Þess vegna vil ég fara aðra leið. Hún felst í tvennu. Annars vegar að skattleggja tímabundið ofsagróða bankanna. Þeir hafa frá upphafi haft hagnað upp á 260 milljarða, og bara á síðasta ári var hann 66 milljarðar. Bankarnir eru ýmist í eigu ríkisins eða kröfuhafa. Ég vil með lögum láta þá borga 15 milljarða árlegan skatt á ofsagróða sinn í fimm ár. Sömuleiðis vil ég að sérstakur skattur upp á 0,1285% af öllum skuldum fjármálafyrirtækja verði líka látinn ná yfir fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Það gæfi tekjur upp á um 13 milljarða á ári. Næði þetta fram að ganga gæti þessi tvíþætta skattlagning á bankana skapað rými upp á 140 milljarða. Þetta gæti verið til ráðstöfunar til að fjármagna aðgerðir til að rétta hlut þeirra sem fóru verst út úr hruninu. Í kjölfarið vil ég svo nota svigrúmið sem skapast við nauðasamninga til að greiða niður skuldir ríkisins, lækka þær um 20%, og afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst í kjölfarið. Um þetta hljótum við Sigmundur að geta verið sammála. Þetta nær markmiðum okkar beggja um lausn fyrir illa stadda skuldara frá bóluárunum fyrir hrun, lækkar skuldir ríkisins um 20% og gerir okkur kleift að afnema gjaldeyrishöftin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Sjá meira
Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bjó til tvenns konar tæki sem skapa ríkinu afar sterka stöðu í nauðasamningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Þau fólust í framlengingu gjaldeyrishafta sem koma í veg fyrir að kröfuhafar geti farið með gjaldeyri út úr landinu. Hitt tækið er samþykkt Alþingis um að gjaldeyriseign búanna færi undir höftin. Athyglisvert var að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn treystu sér til að styðja þessi lög í fyrstu atrennu. Ríkisstjórnin ætlaði að nota þetta svigrúm, sem getur a.m.k. orðið frá 100-350 milljörðum, ef 200 milljarða krónueign bankanna er talin með, til að eyða kvikum krónum og lækka skuldir ríkisins um allt að 20%. Miklu skiptir að í kjölfarið yrði þá tiltölulega fljótt hægt að afnema gjaldeyrishöftin – jafnvel innan árs frá lokum samninga. Þar með væri rutt úr vegi helstu hindrun til að Ísland gæti farið beint inn í ERM II þegar aðild að ESB yrði samþykkt. Um leið væri krónan komin í skjól og drægi stórlega úr áhrifum verðtryggingar. Lokun á nauðasamningum gæti hins vegar tekið langan tíma. Í því ljósi gæti verið innistæðulítið að lofa skuldurum skjótri úrlausn. Það gera hins vegar Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn. Ég er hins vegar efins um að það sé hægt gegnum nauðasamninga að skapa nógu mikið svigrúm nógu fljótt til að geta staðið við loforðin sem Framsóknarflokkurinn og Sigmundur hafa gefið. Ég tel líka að aðferð hans kalli fram mikla verðbólgu sem mun éta upp ávinning skuldaranna af þessari einskiptisaðgerð.Skattleggjum bankagróðann Þess vegna vil ég fara aðra leið. Hún felst í tvennu. Annars vegar að skattleggja tímabundið ofsagróða bankanna. Þeir hafa frá upphafi haft hagnað upp á 260 milljarða, og bara á síðasta ári var hann 66 milljarðar. Bankarnir eru ýmist í eigu ríkisins eða kröfuhafa. Ég vil með lögum láta þá borga 15 milljarða árlegan skatt á ofsagróða sinn í fimm ár. Sömuleiðis vil ég að sérstakur skattur upp á 0,1285% af öllum skuldum fjármálafyrirtækja verði líka látinn ná yfir fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Það gæfi tekjur upp á um 13 milljarða á ári. Næði þetta fram að ganga gæti þessi tvíþætta skattlagning á bankana skapað rými upp á 140 milljarða. Þetta gæti verið til ráðstöfunar til að fjármagna aðgerðir til að rétta hlut þeirra sem fóru verst út úr hruninu. Í kjölfarið vil ég svo nota svigrúmið sem skapast við nauðasamninga til að greiða niður skuldir ríkisins, lækka þær um 20%, og afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst í kjölfarið. Um þetta hljótum við Sigmundur að geta verið sammála. Þetta nær markmiðum okkar beggja um lausn fyrir illa stadda skuldara frá bóluárunum fyrir hrun, lækkar skuldir ríkisins um 20% og gerir okkur kleift að afnema gjaldeyrishöftin.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun