Oddný í Undralandi Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Í grein sinni „Baráttan gegn aðgreiningu“ reynir Oddný Sturludóttir að útskýra hvers vegna það sé í lagi að þvinga þroskahömluð börn í almennan skóla og meina þeim þátttöku í samfélagi jafningja í sérskólanum. Oddný virðist trúa því að það sé betra fyrir öll börn, alls staðar, á öllum stundum og undir öllum kringumstæðum að vera í almenna skólanum enda muni skóli án aðgreiningar „fjarlægja hindranir“. Það sem hindrar barn með þroskahömlun í að læra og þroskast eins og önnur börn er greindarskerðing sem er í barninu sjálfu. Skólinn getur ekki fjarlægt þær hindranir. Oddný segir að með skóla án aðgreiningar sé unnið markvisst gegn einsleitni, mismunun og einangrun. Það er þá væntanlega þáttur í þeirri vinnu að loka sérskólanum fyrir hópi þroskahamlaðra barna (mismunun) og neyða þau í almenna skólann þar sem þau sitja meira og minna ein með kennara í námsveri (einangrun), taka völdin af foreldrum til að velja fyrir börn sín (yfirgangur og forræðishyggja) og gefa ekkert eftir þótt foreldrar grátbiðji um miskunn fyrir barn sem þjáist í almenna skólanum (ofbeldi), einmana og einangrað.Illa upplýst Oddný lætur að því liggja að vanlíðan einstakra þroskahamlaðra barna í almenna skólanum sé nauðsynlegur fórnarkostnaður, líkt og ástarsorg geti fylgt því að elska. Hún hreykir sér af því að hún muni ekki gefa neinn afslátt af viðhorfum sínum og gæti því rétt eins sagt: „Skítt með lífshamingju barnanna, ég ræð“. Ég held þó ekki að Oddný sé vond manneskja, bara illa upplýst í þessum efnum. Vanþekking hennar á þroskahömlun lýsir sér í fullyrðingum hennar um að „normalt“ barn sé ekki til og verði aldrei til en aftur á móti séu öll börn sérstök. Þá er það nánast móðgun þegar hún hvetur sveitarfélögin til að vera duglegri að styðja við skóla án aðgreiningar á sama tíma og fjármagn til námsstuðnings er skorið niður. Loks hvetur hún til umræðu, en varar við „hættulegri“ gagnrýni á stefnuna um skóla án aðgreiningar. Við sem höfum barist fyrir jöfnum rétti þroskahamlaðra barna til að ganga í sérskóla og rétti foreldra til að velja höfum aldrei lýst þeirri skoðun að skóli án aðgreiningar væri af hinu vonda. Þvert á móti. Að sjálfsögðu eiga allir rétt á að ganga í almennan skóla. Ef foreldrar telja hins vegar hag barni sínu betur borgið í sérskóla eiga þeir að geta valið þann kost. Ef foreldrum verður leyft að velja fyrir börn sín er auðvitað hætta á að Íslendingar geti ekki lengur gortað af fámennasta sérskóla á Vesturlöndum eða af því að vera öfunduð fyrirmynd annarra þjóða. Oddnýju virðist þykja svolítið varið í þetta tvennt. Siðmenntuð stjórnvöld hljóta þó að leggja metnað sinn í að gera vel við viðkvæmustu þegna landsins og setja vellíðan og velferð fatlaðra barna ofar pólitískum hégóma. Ef Oddný velur að stíga út úr Undralandinu og afla sér þekkingar erum við foreldrar fatlaðra barna í sérskólahópnum tilbúin að ræða málin við hana ef hún vill heyra það sem við höfum að segja. Ég á þó síður von á því. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í grein sinni „Baráttan gegn aðgreiningu“ reynir Oddný Sturludóttir að útskýra hvers vegna það sé í lagi að þvinga þroskahömluð börn í almennan skóla og meina þeim þátttöku í samfélagi jafningja í sérskólanum. Oddný virðist trúa því að það sé betra fyrir öll börn, alls staðar, á öllum stundum og undir öllum kringumstæðum að vera í almenna skólanum enda muni skóli án aðgreiningar „fjarlægja hindranir“. Það sem hindrar barn með þroskahömlun í að læra og þroskast eins og önnur börn er greindarskerðing sem er í barninu sjálfu. Skólinn getur ekki fjarlægt þær hindranir. Oddný segir að með skóla án aðgreiningar sé unnið markvisst gegn einsleitni, mismunun og einangrun. Það er þá væntanlega þáttur í þeirri vinnu að loka sérskólanum fyrir hópi þroskahamlaðra barna (mismunun) og neyða þau í almenna skólann þar sem þau sitja meira og minna ein með kennara í námsveri (einangrun), taka völdin af foreldrum til að velja fyrir börn sín (yfirgangur og forræðishyggja) og gefa ekkert eftir þótt foreldrar grátbiðji um miskunn fyrir barn sem þjáist í almenna skólanum (ofbeldi), einmana og einangrað.Illa upplýst Oddný lætur að því liggja að vanlíðan einstakra þroskahamlaðra barna í almenna skólanum sé nauðsynlegur fórnarkostnaður, líkt og ástarsorg geti fylgt því að elska. Hún hreykir sér af því að hún muni ekki gefa neinn afslátt af viðhorfum sínum og gæti því rétt eins sagt: „Skítt með lífshamingju barnanna, ég ræð“. Ég held þó ekki að Oddný sé vond manneskja, bara illa upplýst í þessum efnum. Vanþekking hennar á þroskahömlun lýsir sér í fullyrðingum hennar um að „normalt“ barn sé ekki til og verði aldrei til en aftur á móti séu öll börn sérstök. Þá er það nánast móðgun þegar hún hvetur sveitarfélögin til að vera duglegri að styðja við skóla án aðgreiningar á sama tíma og fjármagn til námsstuðnings er skorið niður. Loks hvetur hún til umræðu, en varar við „hættulegri“ gagnrýni á stefnuna um skóla án aðgreiningar. Við sem höfum barist fyrir jöfnum rétti þroskahamlaðra barna til að ganga í sérskóla og rétti foreldra til að velja höfum aldrei lýst þeirri skoðun að skóli án aðgreiningar væri af hinu vonda. Þvert á móti. Að sjálfsögðu eiga allir rétt á að ganga í almennan skóla. Ef foreldrar telja hins vegar hag barni sínu betur borgið í sérskóla eiga þeir að geta valið þann kost. Ef foreldrum verður leyft að velja fyrir börn sín er auðvitað hætta á að Íslendingar geti ekki lengur gortað af fámennasta sérskóla á Vesturlöndum eða af því að vera öfunduð fyrirmynd annarra þjóða. Oddnýju virðist þykja svolítið varið í þetta tvennt. Siðmenntuð stjórnvöld hljóta þó að leggja metnað sinn í að gera vel við viðkvæmustu þegna landsins og setja vellíðan og velferð fatlaðra barna ofar pólitískum hégóma. Ef Oddný velur að stíga út úr Undralandinu og afla sér þekkingar erum við foreldrar fatlaðra barna í sérskólahópnum tilbúin að ræða málin við hana ef hún vill heyra það sem við höfum að segja. Ég á þó síður von á því. Því miður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun