Oddný í Undralandi Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Í grein sinni „Baráttan gegn aðgreiningu“ reynir Oddný Sturludóttir að útskýra hvers vegna það sé í lagi að þvinga þroskahömluð börn í almennan skóla og meina þeim þátttöku í samfélagi jafningja í sérskólanum. Oddný virðist trúa því að það sé betra fyrir öll börn, alls staðar, á öllum stundum og undir öllum kringumstæðum að vera í almenna skólanum enda muni skóli án aðgreiningar „fjarlægja hindranir“. Það sem hindrar barn með þroskahömlun í að læra og þroskast eins og önnur börn er greindarskerðing sem er í barninu sjálfu. Skólinn getur ekki fjarlægt þær hindranir. Oddný segir að með skóla án aðgreiningar sé unnið markvisst gegn einsleitni, mismunun og einangrun. Það er þá væntanlega þáttur í þeirri vinnu að loka sérskólanum fyrir hópi þroskahamlaðra barna (mismunun) og neyða þau í almenna skólann þar sem þau sitja meira og minna ein með kennara í námsveri (einangrun), taka völdin af foreldrum til að velja fyrir börn sín (yfirgangur og forræðishyggja) og gefa ekkert eftir þótt foreldrar grátbiðji um miskunn fyrir barn sem þjáist í almenna skólanum (ofbeldi), einmana og einangrað.Illa upplýst Oddný lætur að því liggja að vanlíðan einstakra þroskahamlaðra barna í almenna skólanum sé nauðsynlegur fórnarkostnaður, líkt og ástarsorg geti fylgt því að elska. Hún hreykir sér af því að hún muni ekki gefa neinn afslátt af viðhorfum sínum og gæti því rétt eins sagt: „Skítt með lífshamingju barnanna, ég ræð“. Ég held þó ekki að Oddný sé vond manneskja, bara illa upplýst í þessum efnum. Vanþekking hennar á þroskahömlun lýsir sér í fullyrðingum hennar um að „normalt“ barn sé ekki til og verði aldrei til en aftur á móti séu öll börn sérstök. Þá er það nánast móðgun þegar hún hvetur sveitarfélögin til að vera duglegri að styðja við skóla án aðgreiningar á sama tíma og fjármagn til námsstuðnings er skorið niður. Loks hvetur hún til umræðu, en varar við „hættulegri“ gagnrýni á stefnuna um skóla án aðgreiningar. Við sem höfum barist fyrir jöfnum rétti þroskahamlaðra barna til að ganga í sérskóla og rétti foreldra til að velja höfum aldrei lýst þeirri skoðun að skóli án aðgreiningar væri af hinu vonda. Þvert á móti. Að sjálfsögðu eiga allir rétt á að ganga í almennan skóla. Ef foreldrar telja hins vegar hag barni sínu betur borgið í sérskóla eiga þeir að geta valið þann kost. Ef foreldrum verður leyft að velja fyrir börn sín er auðvitað hætta á að Íslendingar geti ekki lengur gortað af fámennasta sérskóla á Vesturlöndum eða af því að vera öfunduð fyrirmynd annarra þjóða. Oddnýju virðist þykja svolítið varið í þetta tvennt. Siðmenntuð stjórnvöld hljóta þó að leggja metnað sinn í að gera vel við viðkvæmustu þegna landsins og setja vellíðan og velferð fatlaðra barna ofar pólitískum hégóma. Ef Oddný velur að stíga út úr Undralandinu og afla sér þekkingar erum við foreldrar fatlaðra barna í sérskólahópnum tilbúin að ræða málin við hana ef hún vill heyra það sem við höfum að segja. Ég á þó síður von á því. Því miður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í grein sinni „Baráttan gegn aðgreiningu“ reynir Oddný Sturludóttir að útskýra hvers vegna það sé í lagi að þvinga þroskahömluð börn í almennan skóla og meina þeim þátttöku í samfélagi jafningja í sérskólanum. Oddný virðist trúa því að það sé betra fyrir öll börn, alls staðar, á öllum stundum og undir öllum kringumstæðum að vera í almenna skólanum enda muni skóli án aðgreiningar „fjarlægja hindranir“. Það sem hindrar barn með þroskahömlun í að læra og þroskast eins og önnur börn er greindarskerðing sem er í barninu sjálfu. Skólinn getur ekki fjarlægt þær hindranir. Oddný segir að með skóla án aðgreiningar sé unnið markvisst gegn einsleitni, mismunun og einangrun. Það er þá væntanlega þáttur í þeirri vinnu að loka sérskólanum fyrir hópi þroskahamlaðra barna (mismunun) og neyða þau í almenna skólann þar sem þau sitja meira og minna ein með kennara í námsveri (einangrun), taka völdin af foreldrum til að velja fyrir börn sín (yfirgangur og forræðishyggja) og gefa ekkert eftir þótt foreldrar grátbiðji um miskunn fyrir barn sem þjáist í almenna skólanum (ofbeldi), einmana og einangrað.Illa upplýst Oddný lætur að því liggja að vanlíðan einstakra þroskahamlaðra barna í almenna skólanum sé nauðsynlegur fórnarkostnaður, líkt og ástarsorg geti fylgt því að elska. Hún hreykir sér af því að hún muni ekki gefa neinn afslátt af viðhorfum sínum og gæti því rétt eins sagt: „Skítt með lífshamingju barnanna, ég ræð“. Ég held þó ekki að Oddný sé vond manneskja, bara illa upplýst í þessum efnum. Vanþekking hennar á þroskahömlun lýsir sér í fullyrðingum hennar um að „normalt“ barn sé ekki til og verði aldrei til en aftur á móti séu öll börn sérstök. Þá er það nánast móðgun þegar hún hvetur sveitarfélögin til að vera duglegri að styðja við skóla án aðgreiningar á sama tíma og fjármagn til námsstuðnings er skorið niður. Loks hvetur hún til umræðu, en varar við „hættulegri“ gagnrýni á stefnuna um skóla án aðgreiningar. Við sem höfum barist fyrir jöfnum rétti þroskahamlaðra barna til að ganga í sérskóla og rétti foreldra til að velja höfum aldrei lýst þeirri skoðun að skóli án aðgreiningar væri af hinu vonda. Þvert á móti. Að sjálfsögðu eiga allir rétt á að ganga í almennan skóla. Ef foreldrar telja hins vegar hag barni sínu betur borgið í sérskóla eiga þeir að geta valið þann kost. Ef foreldrum verður leyft að velja fyrir börn sín er auðvitað hætta á að Íslendingar geti ekki lengur gortað af fámennasta sérskóla á Vesturlöndum eða af því að vera öfunduð fyrirmynd annarra þjóða. Oddnýju virðist þykja svolítið varið í þetta tvennt. Siðmenntuð stjórnvöld hljóta þó að leggja metnað sinn í að gera vel við viðkvæmustu þegna landsins og setja vellíðan og velferð fatlaðra barna ofar pólitískum hégóma. Ef Oddný velur að stíga út úr Undralandinu og afla sér þekkingar erum við foreldrar fatlaðra barna í sérskólahópnum tilbúin að ræða málin við hana ef hún vill heyra það sem við höfum að segja. Ég á þó síður von á því. Því miður.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar