Fjölbreyttur stuðningur Oddný Sturludóttir skrifar 17. apríl 2013 06:00 Það er kærkomið að fá tækifæri til að ræða um stefnu um skóla án aðgreiningar, markmið hennar og leiðir til að ná þeim. Mikilvægt er að árétta að sérskólar og sérdeildir eru hluti af stefnu um skóla án aðgreiningar, stefnan miðar ekki að því að loka sérskólum eða sérdeildum. Góðir sérskólar og sérdeildir eru ómissandi fyrir skóla án aðgreiningar. Markmiðið er að styrkja sérskólana og einnig nýta þeirra styrk í skólakerfinu. Stærsta einstaka framkvæmdin í endurbótum og uppbyggingu í borginni tengist okkar góða sérskóla, Klettaskóla. Þar verjum við tveimur milljörðum króna til endurbóta og stækkunar, m.a. verður byggt nýtt íþróttahús og sundlaug. Haustið 2011 var opnuð ný sérdeild í Vogaskóla fyrir einhverfa nemendur, sú fjórða í röðinni. Endurskoðuð stefna Nýverið samþykkti borgarstjórn endurskoðaða stefnu um skóla án aðgreiningar. Hún var fyrst samþykkt árið 2002 og fékk stoð í grunnskólalögum árið 2008 þar sem m.a. er kveðið á um rétt barna til náms í skóla án aðgreiningar og skyldur sveitarfélaga, t.d. um innritun og útskrift nemenda úr sérskólum, byggt á mati fagráðs. Margir hagsmunaaðilar fengu stefnuna til umsagnar og var mikill meirihluti ánægður með stefnuna, ekki alla þætti hennar en aldrei verða allir fullkomlega sammála. Skólayfirvöld reyna hins vegar að gera betur á hverjum degi. Eitt af því sem stefnan kveður á um er fjölgun svokallaðra þátttökubekkja. Strax næsta haust fara tveir slíkir af stað, einn fyrir þroskahamlaða nemendur og hinn tengist Brúarskóla. Stefnan er að fjölga þátttökubekkjum smátt og smátt. Þátttökubekkur gengur út á að sérfræðikunnátta Klettaskóla og Brúarskóla verði til staðar fyrir fleiri börn, sem næst þeirra heimilum. Jákvæð reynsla er af þeim þátttökubekk sem þegar hefur tekið til starfa fyrir skólastarf í borginni. Þessi þróun gefur okkur tækifæri til að breiða út þekkingu þess fagfólks sem þekkir best til þarfa barna með fatlanir, það er mikilvægt fyrir skólastarfið allt. Á síðustu misserum hefur borgarstjórn Reykjavíkur sammælst um fjölmargt annað sem styður við nemendur. Betri stuðningur er nú við börn í Fellaskóla sem hafa annað móðurmál en íslensku og í innleiðingu er nýtt málkönnunartæki sem metur betur þarfir barna af erlendum uppruna. Meira fjármagn hefur farið til frístundaklúbba fyrir fötluð börn og Tónstofa Valgerðar, sem er tónlistarskóli fyrir fötluð börn, hefur fengið meiri stuðning. Aukin ráðgjöf til leikskóla með breyttu verklagi hefur gefið góða raun og í bígerð er að þróa samþætt skóla- og frístundastarf fyrir yngri barnahópinn í Brúarskóla. Nú þegar landið er að rísa í fjárhag borgarinnar höfum við einsett okkur að styðja betur við skólastarf án aðgreiningar og fjárhagsáætlun þessa árs ber þess strax merki. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa mikinn metnað til að þróa í sífellu betri og fjölbreyttari lausnir og leiðir til að mæta þörfum barna í skóla- og frístundastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er kærkomið að fá tækifæri til að ræða um stefnu um skóla án aðgreiningar, markmið hennar og leiðir til að ná þeim. Mikilvægt er að árétta að sérskólar og sérdeildir eru hluti af stefnu um skóla án aðgreiningar, stefnan miðar ekki að því að loka sérskólum eða sérdeildum. Góðir sérskólar og sérdeildir eru ómissandi fyrir skóla án aðgreiningar. Markmiðið er að styrkja sérskólana og einnig nýta þeirra styrk í skólakerfinu. Stærsta einstaka framkvæmdin í endurbótum og uppbyggingu í borginni tengist okkar góða sérskóla, Klettaskóla. Þar verjum við tveimur milljörðum króna til endurbóta og stækkunar, m.a. verður byggt nýtt íþróttahús og sundlaug. Haustið 2011 var opnuð ný sérdeild í Vogaskóla fyrir einhverfa nemendur, sú fjórða í röðinni. Endurskoðuð stefna Nýverið samþykkti borgarstjórn endurskoðaða stefnu um skóla án aðgreiningar. Hún var fyrst samþykkt árið 2002 og fékk stoð í grunnskólalögum árið 2008 þar sem m.a. er kveðið á um rétt barna til náms í skóla án aðgreiningar og skyldur sveitarfélaga, t.d. um innritun og útskrift nemenda úr sérskólum, byggt á mati fagráðs. Margir hagsmunaaðilar fengu stefnuna til umsagnar og var mikill meirihluti ánægður með stefnuna, ekki alla þætti hennar en aldrei verða allir fullkomlega sammála. Skólayfirvöld reyna hins vegar að gera betur á hverjum degi. Eitt af því sem stefnan kveður á um er fjölgun svokallaðra þátttökubekkja. Strax næsta haust fara tveir slíkir af stað, einn fyrir þroskahamlaða nemendur og hinn tengist Brúarskóla. Stefnan er að fjölga þátttökubekkjum smátt og smátt. Þátttökubekkur gengur út á að sérfræðikunnátta Klettaskóla og Brúarskóla verði til staðar fyrir fleiri börn, sem næst þeirra heimilum. Jákvæð reynsla er af þeim þátttökubekk sem þegar hefur tekið til starfa fyrir skólastarf í borginni. Þessi þróun gefur okkur tækifæri til að breiða út þekkingu þess fagfólks sem þekkir best til þarfa barna með fatlanir, það er mikilvægt fyrir skólastarfið allt. Á síðustu misserum hefur borgarstjórn Reykjavíkur sammælst um fjölmargt annað sem styður við nemendur. Betri stuðningur er nú við börn í Fellaskóla sem hafa annað móðurmál en íslensku og í innleiðingu er nýtt málkönnunartæki sem metur betur þarfir barna af erlendum uppruna. Meira fjármagn hefur farið til frístundaklúbba fyrir fötluð börn og Tónstofa Valgerðar, sem er tónlistarskóli fyrir fötluð börn, hefur fengið meiri stuðning. Aukin ráðgjöf til leikskóla með breyttu verklagi hefur gefið góða raun og í bígerð er að þróa samþætt skóla- og frístundastarf fyrir yngri barnahópinn í Brúarskóla. Nú þegar landið er að rísa í fjárhag borgarinnar höfum við einsett okkur að styðja betur við skólastarf án aðgreiningar og fjárhagsáætlun þessa árs ber þess strax merki. Skólayfirvöld í Reykjavík hafa mikinn metnað til að þróa í sífellu betri og fjölbreyttari lausnir og leiðir til að mæta þörfum barna í skóla- og frístundastarfi.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun