Hrakandi heilsa Fjóla Dögg Sigurðardóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Mér hefur ætíð leiðst þras um efnahagsmál og þá helst vægi peninga í því samhengi. Ástæðan fyrir þeirri óbeit er þó ekki að ég telji efnahagsmál ekki mikilvægan hluta af þjóðfélaginu, heldur er ástæðan sú að í mínum augum nær slík umræða sjaldnast utan um það sem raunverulega eru stærstu verðmæti þjóðfélagsins: fólkið sem því tilheyrir. Það er mér því m.a. ráðgáta af hverju okkur hefur ekki tekist betur að meta verðmæti þess að koma fólki aftur til heilsu verði það fyrir því óláni að veikjast. Verðmæti sem birtast í því að fólk getur snúið aftur til sinna daglegu starfa, sinnt sínum nánustu og notið þeirra gæða sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég efast ekki um að þekking sé til staðar til að leggja mat á hve mikið einstaklingur við fulla heilsu getur gefið af sér til þjóðfélagsins í skattpeningum. Ég bíð þó enn eftir þeim degi að sjá svart á hvítu hve mikla framleiðni stofnanir líkt og Landspítalinn geta skapað með þeirri starfsemi sem þar fer fram. Að koma í veg fyrir að fólk verði veikt er hið útópíska markmið heilbrigðisvísindanna. Að fyrirbyggja vandamálin og koma þannig, með þekkingu okkar, í veg fyrir að fólk þrói með sér sjúkdóma er af minni reynslu það sem alla dreymir um. Því miður eru tækifærin til þess ekki jafn mörg og óska mætti. Forvarnir kosta tíma, þolinmæði og peninga og passa því oft á tíðum ekki inn í skyndilausnirnar sem þröngir rammar fjárlaganna og stjórnmálakerfisins setja þeim. Í stað þess að fyrirbyggja logann svo að hann verði ekki að báli er reynt að slökkva lítil bál eftir fremsta megni. Sem dæmi um slíkan loga er hrakandi heilsa sjálfs heilbrigðiskerfisins. Undanfarin misseri hafa margir bent á logann sem nú brennur á Landspítalanum og í heilsugæslu okkar Íslendinga vegna fjársveltis sem e.t.v. hefur mest komið niður á því góða fólki sem leggur því lið með ævistarfi sínu. Á það jafnt við um geislafræðinga, hjúkrunarfræðinga, lækna og allar aðrar stéttir sem starfa á þessum stærsta vinnustað landsins. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, er meðal þeirra mörgu sem hafa komið inn á það í umfjöllun og greinaskrifum. Það veldur mér því gríðarlegum vonbrigðum að heyra stjórnmálamenn sem ég hef ekki þörf á að nafngreina álasa þessum einstaklingum fyrir að benda á logann sem vissulega gæti orðið að stóru báli ef ekki er vel að gætt. Báli sem gæti gert eitt af okkar stærstu þjóðarstássum í formi öflugs heilbrigðiskerfis undanfarna áratugi að brunarústum. Góð heilsa og gott heilbrigðiskerfi er fjárfesting. Heilsuveill einstaklingur er verr í stakk búinn til að sinna starfi sínu, halda uppi fjölskyldu sinni og síðast en ekki síst þjóðfélaginu með skattpeningunum sem hann greiðir annars í ríkiskassann. Því hverjir skapa jú ríkinu krónurnar aðrir en heilbrigt og vinnufært fólk sem býr að góðu heilbrigðiskerfi? Ég skora á stjórnmálamenn að opna augun fyrir vanköntum þess að líta á heilbrigðiskerfið sem stóran mínus í bókhaldinu og sjá þess í stað þau verðmæti sem þar er að finna til langs tíma fyrir þjóðfélagið. Leggið við hlustir og hlustið á verðmætustu eign Landspítalans, sem er ekki steypan eða tækin heldur starfsfólkið sem þar starfar. Undanfarna mánuði hef ég sem læknanemi ítrekað horft upp á stóran hóp öflugs fólks vinna daglega undir gríðarlegu álagi og óánægja er mikil. Það sem mér finnst sjálfri verst er að rekast á þá sorglegu staðreynd að starfsfólk virðist vera að missa trú á að Landspítalinn geti veitt þá þjónustu sem þekking og reynsla starfsfólksins kallar á til að huga sem best að heilsu skjólstæðinga sinna. Hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða ríkisrekna stofnun hlýtur vinnustaður sem eigið starfsfólk hefur dvínandi trú á að vera staddur í verulegum ógöngum. Verðmætin felast í fólkinu og innan um reynslu þess finnast líka lausnirnar við vandamálunum. Það þýðir því lítið fyrir stjórnmálamenn og þjóðfélagið allt að grafa höfuðið í sandinn og hunsa varúðarorð og álit reyndra einstaklinga. Stjórnmálamenn þurfa að opna augu sín fyrir því að grunnstoðir heilbrigðiskerfisins þarf tvímælalaust að styrkja áður en í óefni er komið en það verður eingöngu gert með hjálp þeirra sem bera það uppi af fullum þunga nú þegar, starfsfólksins. Ég hvet stjórnmálamenn eindregið til að hugsa til framtíðar og fjárfesta í heilbrigðiskerfinu nú sem aldrei fyrr, áður en þessar stoðir þess sligast. Fjárfestum í heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Mér hefur ætíð leiðst þras um efnahagsmál og þá helst vægi peninga í því samhengi. Ástæðan fyrir þeirri óbeit er þó ekki að ég telji efnahagsmál ekki mikilvægan hluta af þjóðfélaginu, heldur er ástæðan sú að í mínum augum nær slík umræða sjaldnast utan um það sem raunverulega eru stærstu verðmæti þjóðfélagsins: fólkið sem því tilheyrir. Það er mér því m.a. ráðgáta af hverju okkur hefur ekki tekist betur að meta verðmæti þess að koma fólki aftur til heilsu verði það fyrir því óláni að veikjast. Verðmæti sem birtast í því að fólk getur snúið aftur til sinna daglegu starfa, sinnt sínum nánustu og notið þeirra gæða sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég efast ekki um að þekking sé til staðar til að leggja mat á hve mikið einstaklingur við fulla heilsu getur gefið af sér til þjóðfélagsins í skattpeningum. Ég bíð þó enn eftir þeim degi að sjá svart á hvítu hve mikla framleiðni stofnanir líkt og Landspítalinn geta skapað með þeirri starfsemi sem þar fer fram. Að koma í veg fyrir að fólk verði veikt er hið útópíska markmið heilbrigðisvísindanna. Að fyrirbyggja vandamálin og koma þannig, með þekkingu okkar, í veg fyrir að fólk þrói með sér sjúkdóma er af minni reynslu það sem alla dreymir um. Því miður eru tækifærin til þess ekki jafn mörg og óska mætti. Forvarnir kosta tíma, þolinmæði og peninga og passa því oft á tíðum ekki inn í skyndilausnirnar sem þröngir rammar fjárlaganna og stjórnmálakerfisins setja þeim. Í stað þess að fyrirbyggja logann svo að hann verði ekki að báli er reynt að slökkva lítil bál eftir fremsta megni. Sem dæmi um slíkan loga er hrakandi heilsa sjálfs heilbrigðiskerfisins. Undanfarin misseri hafa margir bent á logann sem nú brennur á Landspítalanum og í heilsugæslu okkar Íslendinga vegna fjársveltis sem e.t.v. hefur mest komið niður á því góða fólki sem leggur því lið með ævistarfi sínu. Á það jafnt við um geislafræðinga, hjúkrunarfræðinga, lækna og allar aðrar stéttir sem starfa á þessum stærsta vinnustað landsins. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, er meðal þeirra mörgu sem hafa komið inn á það í umfjöllun og greinaskrifum. Það veldur mér því gríðarlegum vonbrigðum að heyra stjórnmálamenn sem ég hef ekki þörf á að nafngreina álasa þessum einstaklingum fyrir að benda á logann sem vissulega gæti orðið að stóru báli ef ekki er vel að gætt. Báli sem gæti gert eitt af okkar stærstu þjóðarstássum í formi öflugs heilbrigðiskerfis undanfarna áratugi að brunarústum. Góð heilsa og gott heilbrigðiskerfi er fjárfesting. Heilsuveill einstaklingur er verr í stakk búinn til að sinna starfi sínu, halda uppi fjölskyldu sinni og síðast en ekki síst þjóðfélaginu með skattpeningunum sem hann greiðir annars í ríkiskassann. Því hverjir skapa jú ríkinu krónurnar aðrir en heilbrigt og vinnufært fólk sem býr að góðu heilbrigðiskerfi? Ég skora á stjórnmálamenn að opna augun fyrir vanköntum þess að líta á heilbrigðiskerfið sem stóran mínus í bókhaldinu og sjá þess í stað þau verðmæti sem þar er að finna til langs tíma fyrir þjóðfélagið. Leggið við hlustir og hlustið á verðmætustu eign Landspítalans, sem er ekki steypan eða tækin heldur starfsfólkið sem þar starfar. Undanfarna mánuði hef ég sem læknanemi ítrekað horft upp á stóran hóp öflugs fólks vinna daglega undir gríðarlegu álagi og óánægja er mikil. Það sem mér finnst sjálfri verst er að rekast á þá sorglegu staðreynd að starfsfólk virðist vera að missa trú á að Landspítalinn geti veitt þá þjónustu sem þekking og reynsla starfsfólksins kallar á til að huga sem best að heilsu skjólstæðinga sinna. Hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða ríkisrekna stofnun hlýtur vinnustaður sem eigið starfsfólk hefur dvínandi trú á að vera staddur í verulegum ógöngum. Verðmætin felast í fólkinu og innan um reynslu þess finnast líka lausnirnar við vandamálunum. Það þýðir því lítið fyrir stjórnmálamenn og þjóðfélagið allt að grafa höfuðið í sandinn og hunsa varúðarorð og álit reyndra einstaklinga. Stjórnmálamenn þurfa að opna augu sín fyrir því að grunnstoðir heilbrigðiskerfisins þarf tvímælalaust að styrkja áður en í óefni er komið en það verður eingöngu gert með hjálp þeirra sem bera það uppi af fullum þunga nú þegar, starfsfólksins. Ég hvet stjórnmálamenn eindregið til að hugsa til framtíðar og fjárfesta í heilbrigðiskerfinu nú sem aldrei fyrr, áður en þessar stoðir þess sligast. Fjárfestum í heilsu.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar