Hrakandi heilsa Fjóla Dögg Sigurðardóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Mér hefur ætíð leiðst þras um efnahagsmál og þá helst vægi peninga í því samhengi. Ástæðan fyrir þeirri óbeit er þó ekki að ég telji efnahagsmál ekki mikilvægan hluta af þjóðfélaginu, heldur er ástæðan sú að í mínum augum nær slík umræða sjaldnast utan um það sem raunverulega eru stærstu verðmæti þjóðfélagsins: fólkið sem því tilheyrir. Það er mér því m.a. ráðgáta af hverju okkur hefur ekki tekist betur að meta verðmæti þess að koma fólki aftur til heilsu verði það fyrir því óláni að veikjast. Verðmæti sem birtast í því að fólk getur snúið aftur til sinna daglegu starfa, sinnt sínum nánustu og notið þeirra gæða sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég efast ekki um að þekking sé til staðar til að leggja mat á hve mikið einstaklingur við fulla heilsu getur gefið af sér til þjóðfélagsins í skattpeningum. Ég bíð þó enn eftir þeim degi að sjá svart á hvítu hve mikla framleiðni stofnanir líkt og Landspítalinn geta skapað með þeirri starfsemi sem þar fer fram. Að koma í veg fyrir að fólk verði veikt er hið útópíska markmið heilbrigðisvísindanna. Að fyrirbyggja vandamálin og koma þannig, með þekkingu okkar, í veg fyrir að fólk þrói með sér sjúkdóma er af minni reynslu það sem alla dreymir um. Því miður eru tækifærin til þess ekki jafn mörg og óska mætti. Forvarnir kosta tíma, þolinmæði og peninga og passa því oft á tíðum ekki inn í skyndilausnirnar sem þröngir rammar fjárlaganna og stjórnmálakerfisins setja þeim. Í stað þess að fyrirbyggja logann svo að hann verði ekki að báli er reynt að slökkva lítil bál eftir fremsta megni. Sem dæmi um slíkan loga er hrakandi heilsa sjálfs heilbrigðiskerfisins. Undanfarin misseri hafa margir bent á logann sem nú brennur á Landspítalanum og í heilsugæslu okkar Íslendinga vegna fjársveltis sem e.t.v. hefur mest komið niður á því góða fólki sem leggur því lið með ævistarfi sínu. Á það jafnt við um geislafræðinga, hjúkrunarfræðinga, lækna og allar aðrar stéttir sem starfa á þessum stærsta vinnustað landsins. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, er meðal þeirra mörgu sem hafa komið inn á það í umfjöllun og greinaskrifum. Það veldur mér því gríðarlegum vonbrigðum að heyra stjórnmálamenn sem ég hef ekki þörf á að nafngreina álasa þessum einstaklingum fyrir að benda á logann sem vissulega gæti orðið að stóru báli ef ekki er vel að gætt. Báli sem gæti gert eitt af okkar stærstu þjóðarstássum í formi öflugs heilbrigðiskerfis undanfarna áratugi að brunarústum. Góð heilsa og gott heilbrigðiskerfi er fjárfesting. Heilsuveill einstaklingur er verr í stakk búinn til að sinna starfi sínu, halda uppi fjölskyldu sinni og síðast en ekki síst þjóðfélaginu með skattpeningunum sem hann greiðir annars í ríkiskassann. Því hverjir skapa jú ríkinu krónurnar aðrir en heilbrigt og vinnufært fólk sem býr að góðu heilbrigðiskerfi? Ég skora á stjórnmálamenn að opna augun fyrir vanköntum þess að líta á heilbrigðiskerfið sem stóran mínus í bókhaldinu og sjá þess í stað þau verðmæti sem þar er að finna til langs tíma fyrir þjóðfélagið. Leggið við hlustir og hlustið á verðmætustu eign Landspítalans, sem er ekki steypan eða tækin heldur starfsfólkið sem þar starfar. Undanfarna mánuði hef ég sem læknanemi ítrekað horft upp á stóran hóp öflugs fólks vinna daglega undir gríðarlegu álagi og óánægja er mikil. Það sem mér finnst sjálfri verst er að rekast á þá sorglegu staðreynd að starfsfólk virðist vera að missa trú á að Landspítalinn geti veitt þá þjónustu sem þekking og reynsla starfsfólksins kallar á til að huga sem best að heilsu skjólstæðinga sinna. Hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða ríkisrekna stofnun hlýtur vinnustaður sem eigið starfsfólk hefur dvínandi trú á að vera staddur í verulegum ógöngum. Verðmætin felast í fólkinu og innan um reynslu þess finnast líka lausnirnar við vandamálunum. Það þýðir því lítið fyrir stjórnmálamenn og þjóðfélagið allt að grafa höfuðið í sandinn og hunsa varúðarorð og álit reyndra einstaklinga. Stjórnmálamenn þurfa að opna augu sín fyrir því að grunnstoðir heilbrigðiskerfisins þarf tvímælalaust að styrkja áður en í óefni er komið en það verður eingöngu gert með hjálp þeirra sem bera það uppi af fullum þunga nú þegar, starfsfólksins. Ég hvet stjórnmálamenn eindregið til að hugsa til framtíðar og fjárfesta í heilbrigðiskerfinu nú sem aldrei fyrr, áður en þessar stoðir þess sligast. Fjárfestum í heilsu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Mér hefur ætíð leiðst þras um efnahagsmál og þá helst vægi peninga í því samhengi. Ástæðan fyrir þeirri óbeit er þó ekki að ég telji efnahagsmál ekki mikilvægan hluta af þjóðfélaginu, heldur er ástæðan sú að í mínum augum nær slík umræða sjaldnast utan um það sem raunverulega eru stærstu verðmæti þjóðfélagsins: fólkið sem því tilheyrir. Það er mér því m.a. ráðgáta af hverju okkur hefur ekki tekist betur að meta verðmæti þess að koma fólki aftur til heilsu verði það fyrir því óláni að veikjast. Verðmæti sem birtast í því að fólk getur snúið aftur til sinna daglegu starfa, sinnt sínum nánustu og notið þeirra gæða sem lífið hefur upp á að bjóða. Ég efast ekki um að þekking sé til staðar til að leggja mat á hve mikið einstaklingur við fulla heilsu getur gefið af sér til þjóðfélagsins í skattpeningum. Ég bíð þó enn eftir þeim degi að sjá svart á hvítu hve mikla framleiðni stofnanir líkt og Landspítalinn geta skapað með þeirri starfsemi sem þar fer fram. Að koma í veg fyrir að fólk verði veikt er hið útópíska markmið heilbrigðisvísindanna. Að fyrirbyggja vandamálin og koma þannig, með þekkingu okkar, í veg fyrir að fólk þrói með sér sjúkdóma er af minni reynslu það sem alla dreymir um. Því miður eru tækifærin til þess ekki jafn mörg og óska mætti. Forvarnir kosta tíma, þolinmæði og peninga og passa því oft á tíðum ekki inn í skyndilausnirnar sem þröngir rammar fjárlaganna og stjórnmálakerfisins setja þeim. Í stað þess að fyrirbyggja logann svo að hann verði ekki að báli er reynt að slökkva lítil bál eftir fremsta megni. Sem dæmi um slíkan loga er hrakandi heilsa sjálfs heilbrigðiskerfisins. Undanfarin misseri hafa margir bent á logann sem nú brennur á Landspítalanum og í heilsugæslu okkar Íslendinga vegna fjársveltis sem e.t.v. hefur mest komið niður á því góða fólki sem leggur því lið með ævistarfi sínu. Á það jafnt við um geislafræðinga, hjúkrunarfræðinga, lækna og allar aðrar stéttir sem starfa á þessum stærsta vinnustað landsins. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, er meðal þeirra mörgu sem hafa komið inn á það í umfjöllun og greinaskrifum. Það veldur mér því gríðarlegum vonbrigðum að heyra stjórnmálamenn sem ég hef ekki þörf á að nafngreina álasa þessum einstaklingum fyrir að benda á logann sem vissulega gæti orðið að stóru báli ef ekki er vel að gætt. Báli sem gæti gert eitt af okkar stærstu þjóðarstássum í formi öflugs heilbrigðiskerfis undanfarna áratugi að brunarústum. Góð heilsa og gott heilbrigðiskerfi er fjárfesting. Heilsuveill einstaklingur er verr í stakk búinn til að sinna starfi sínu, halda uppi fjölskyldu sinni og síðast en ekki síst þjóðfélaginu með skattpeningunum sem hann greiðir annars í ríkiskassann. Því hverjir skapa jú ríkinu krónurnar aðrir en heilbrigt og vinnufært fólk sem býr að góðu heilbrigðiskerfi? Ég skora á stjórnmálamenn að opna augun fyrir vanköntum þess að líta á heilbrigðiskerfið sem stóran mínus í bókhaldinu og sjá þess í stað þau verðmæti sem þar er að finna til langs tíma fyrir þjóðfélagið. Leggið við hlustir og hlustið á verðmætustu eign Landspítalans, sem er ekki steypan eða tækin heldur starfsfólkið sem þar starfar. Undanfarna mánuði hef ég sem læknanemi ítrekað horft upp á stóran hóp öflugs fólks vinna daglega undir gríðarlegu álagi og óánægja er mikil. Það sem mér finnst sjálfri verst er að rekast á þá sorglegu staðreynd að starfsfólk virðist vera að missa trú á að Landspítalinn geti veitt þá þjónustu sem þekking og reynsla starfsfólksins kallar á til að huga sem best að heilsu skjólstæðinga sinna. Hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða ríkisrekna stofnun hlýtur vinnustaður sem eigið starfsfólk hefur dvínandi trú á að vera staddur í verulegum ógöngum. Verðmætin felast í fólkinu og innan um reynslu þess finnast líka lausnirnar við vandamálunum. Það þýðir því lítið fyrir stjórnmálamenn og þjóðfélagið allt að grafa höfuðið í sandinn og hunsa varúðarorð og álit reyndra einstaklinga. Stjórnmálamenn þurfa að opna augu sín fyrir því að grunnstoðir heilbrigðiskerfisins þarf tvímælalaust að styrkja áður en í óefni er komið en það verður eingöngu gert með hjálp þeirra sem bera það uppi af fullum þunga nú þegar, starfsfólksins. Ég hvet stjórnmálamenn eindregið til að hugsa til framtíðar og fjárfesta í heilbrigðiskerfinu nú sem aldrei fyrr, áður en þessar stoðir þess sligast. Fjárfestum í heilsu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun