„Viltu far?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar 13. apríl 2013 07:00 Á tíunda áratug síðustu aldar bjó ég og starfaði í miðborginni og gat ekki hugsað mér að búa annars staðar. Mér fannst hvert hús hafa mikla og merkilega sögu og naut þess að ganga göturnar á enda. Eina sumarnóttina gekk ég Austurstræti á heimleið eftir að hafa hitt vini á skemmtistað. Logn var úti og sólin tekin að rísa á ný og varpa fallegri birtu á húsin og mannfólkið sem enn sótti í selskap eftir lokun skemmtistaða klukkan þrjú. Þegar ég nálgaðist Lækjargötuna heyrði ég bílflaut og einhver kallaði nafn mitt. Ég þekkti ekki bílinn en sá að í honum voru fjórir menn á mínum aldri. Ég gekk nær og sá að ég kannaðist við þá alla úr grunnskóla. „Hvert ertu að fara?“ sagði sá sem sat frammi í. Ég mundi að ég þekkti líka systur hans. „Heim til mín,“ sagði ég hikandi. „Eigum við ekki að skutla þér?“ Augnaráð hans var vinalegt. Ég leit snöggvast í aftursætið og fannst augnaráð félaganna þar ekki eins vinaleg. Þeir glottu líka. Ég ákvað að afþakka boðið og gekk mína leið hröðum skrefum upp Bankastrætið. Þeir kölluðu á eftir mér hlæjandi: „Hei, kommon!“ Nýverið las ég í afbrotafræðibók sögu um átján ára stúlku sem stóð á bílastæði við lúgusjoppu í Bandaríkjunum. Hún heyrði bílflaut, nafn hennar var kallað og hún hvött til að koma að bílnum. Hún gerði það og sá að hún kannaðist vel við bílstjórann. Í aftursætinu sátu tveir ungir menn. Bílstjórinn bauð henni að setjast við hlið sér til að spjalla. Fljótlega eftir að hún settist inn var bílnum ekið af stað og sá sem hún kannaðist við sagði að hann væri að fara að finna vin. Eftir stuttan akstur spurði hann blákalt: „Viltu ríða?“ Félagarnir hlógu. Stúlkan neitaði og var orðin smeyk. Bílstjórinn ávarpaði þá félaga sína: „Eigum við?“ Þeir samþykktu – og nauðguðu henni síðan. Halda mætti að vegna þess að nauðgun er alvarlegur og hræðilegur glæpur hljóti gerandinn að vera ókunnugur þolanda. Við vitum þó að raunin er sú að flest fórnarlömb þekkja gerandann. Meginástæða þess að flestar nauðganir eiga sér stað um helgar er vegna þess að þá eru meiri líkur á að gerandi og þolandi verði hvor á vegi annars yfirleitt. Þess vegna snýst það alltaf fyrst og fremst um einbeittan brotavilja geranda. Ég mun aldrei vita hvað hefði getað gerst ef ég hefði þegið farið heim þarna um árið. Kannski vildu skólafélagarnir vel. Einhvern veginn hef ég ætíð verið fegin því að hafa ekki látið á það reyna. Samt á enginn á að þurfa að hugsa þannig. Aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Á tíunda áratug síðustu aldar bjó ég og starfaði í miðborginni og gat ekki hugsað mér að búa annars staðar. Mér fannst hvert hús hafa mikla og merkilega sögu og naut þess að ganga göturnar á enda. Eina sumarnóttina gekk ég Austurstræti á heimleið eftir að hafa hitt vini á skemmtistað. Logn var úti og sólin tekin að rísa á ný og varpa fallegri birtu á húsin og mannfólkið sem enn sótti í selskap eftir lokun skemmtistaða klukkan þrjú. Þegar ég nálgaðist Lækjargötuna heyrði ég bílflaut og einhver kallaði nafn mitt. Ég þekkti ekki bílinn en sá að í honum voru fjórir menn á mínum aldri. Ég gekk nær og sá að ég kannaðist við þá alla úr grunnskóla. „Hvert ertu að fara?“ sagði sá sem sat frammi í. Ég mundi að ég þekkti líka systur hans. „Heim til mín,“ sagði ég hikandi. „Eigum við ekki að skutla þér?“ Augnaráð hans var vinalegt. Ég leit snöggvast í aftursætið og fannst augnaráð félaganna þar ekki eins vinaleg. Þeir glottu líka. Ég ákvað að afþakka boðið og gekk mína leið hröðum skrefum upp Bankastrætið. Þeir kölluðu á eftir mér hlæjandi: „Hei, kommon!“ Nýverið las ég í afbrotafræðibók sögu um átján ára stúlku sem stóð á bílastæði við lúgusjoppu í Bandaríkjunum. Hún heyrði bílflaut, nafn hennar var kallað og hún hvött til að koma að bílnum. Hún gerði það og sá að hún kannaðist vel við bílstjórann. Í aftursætinu sátu tveir ungir menn. Bílstjórinn bauð henni að setjast við hlið sér til að spjalla. Fljótlega eftir að hún settist inn var bílnum ekið af stað og sá sem hún kannaðist við sagði að hann væri að fara að finna vin. Eftir stuttan akstur spurði hann blákalt: „Viltu ríða?“ Félagarnir hlógu. Stúlkan neitaði og var orðin smeyk. Bílstjórinn ávarpaði þá félaga sína: „Eigum við?“ Þeir samþykktu – og nauðguðu henni síðan. Halda mætti að vegna þess að nauðgun er alvarlegur og hræðilegur glæpur hljóti gerandinn að vera ókunnugur þolanda. Við vitum þó að raunin er sú að flest fórnarlömb þekkja gerandann. Meginástæða þess að flestar nauðganir eiga sér stað um helgar er vegna þess að þá eru meiri líkur á að gerandi og þolandi verði hvor á vegi annars yfirleitt. Þess vegna snýst það alltaf fyrst og fremst um einbeittan brotavilja geranda. Ég mun aldrei vita hvað hefði getað gerst ef ég hefði þegið farið heim þarna um árið. Kannski vildu skólafélagarnir vel. Einhvern veginn hef ég ætíð verið fegin því að hafa ekki látið á það reyna. Samt á enginn á að þurfa að hugsa þannig. Aldrei.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar