„Viltu far?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar 13. apríl 2013 07:00 Á tíunda áratug síðustu aldar bjó ég og starfaði í miðborginni og gat ekki hugsað mér að búa annars staðar. Mér fannst hvert hús hafa mikla og merkilega sögu og naut þess að ganga göturnar á enda. Eina sumarnóttina gekk ég Austurstræti á heimleið eftir að hafa hitt vini á skemmtistað. Logn var úti og sólin tekin að rísa á ný og varpa fallegri birtu á húsin og mannfólkið sem enn sótti í selskap eftir lokun skemmtistaða klukkan þrjú. Þegar ég nálgaðist Lækjargötuna heyrði ég bílflaut og einhver kallaði nafn mitt. Ég þekkti ekki bílinn en sá að í honum voru fjórir menn á mínum aldri. Ég gekk nær og sá að ég kannaðist við þá alla úr grunnskóla. „Hvert ertu að fara?“ sagði sá sem sat frammi í. Ég mundi að ég þekkti líka systur hans. „Heim til mín,“ sagði ég hikandi. „Eigum við ekki að skutla þér?“ Augnaráð hans var vinalegt. Ég leit snöggvast í aftursætið og fannst augnaráð félaganna þar ekki eins vinaleg. Þeir glottu líka. Ég ákvað að afþakka boðið og gekk mína leið hröðum skrefum upp Bankastrætið. Þeir kölluðu á eftir mér hlæjandi: „Hei, kommon!“ Nýverið las ég í afbrotafræðibók sögu um átján ára stúlku sem stóð á bílastæði við lúgusjoppu í Bandaríkjunum. Hún heyrði bílflaut, nafn hennar var kallað og hún hvött til að koma að bílnum. Hún gerði það og sá að hún kannaðist vel við bílstjórann. Í aftursætinu sátu tveir ungir menn. Bílstjórinn bauð henni að setjast við hlið sér til að spjalla. Fljótlega eftir að hún settist inn var bílnum ekið af stað og sá sem hún kannaðist við sagði að hann væri að fara að finna vin. Eftir stuttan akstur spurði hann blákalt: „Viltu ríða?“ Félagarnir hlógu. Stúlkan neitaði og var orðin smeyk. Bílstjórinn ávarpaði þá félaga sína: „Eigum við?“ Þeir samþykktu – og nauðguðu henni síðan. Halda mætti að vegna þess að nauðgun er alvarlegur og hræðilegur glæpur hljóti gerandinn að vera ókunnugur þolanda. Við vitum þó að raunin er sú að flest fórnarlömb þekkja gerandann. Meginástæða þess að flestar nauðganir eiga sér stað um helgar er vegna þess að þá eru meiri líkur á að gerandi og þolandi verði hvor á vegi annars yfirleitt. Þess vegna snýst það alltaf fyrst og fremst um einbeittan brotavilja geranda. Ég mun aldrei vita hvað hefði getað gerst ef ég hefði þegið farið heim þarna um árið. Kannski vildu skólafélagarnir vel. Einhvern veginn hef ég ætíð verið fegin því að hafa ekki látið á það reyna. Samt á enginn á að þurfa að hugsa þannig. Aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á tíunda áratug síðustu aldar bjó ég og starfaði í miðborginni og gat ekki hugsað mér að búa annars staðar. Mér fannst hvert hús hafa mikla og merkilega sögu og naut þess að ganga göturnar á enda. Eina sumarnóttina gekk ég Austurstræti á heimleið eftir að hafa hitt vini á skemmtistað. Logn var úti og sólin tekin að rísa á ný og varpa fallegri birtu á húsin og mannfólkið sem enn sótti í selskap eftir lokun skemmtistaða klukkan þrjú. Þegar ég nálgaðist Lækjargötuna heyrði ég bílflaut og einhver kallaði nafn mitt. Ég þekkti ekki bílinn en sá að í honum voru fjórir menn á mínum aldri. Ég gekk nær og sá að ég kannaðist við þá alla úr grunnskóla. „Hvert ertu að fara?“ sagði sá sem sat frammi í. Ég mundi að ég þekkti líka systur hans. „Heim til mín,“ sagði ég hikandi. „Eigum við ekki að skutla þér?“ Augnaráð hans var vinalegt. Ég leit snöggvast í aftursætið og fannst augnaráð félaganna þar ekki eins vinaleg. Þeir glottu líka. Ég ákvað að afþakka boðið og gekk mína leið hröðum skrefum upp Bankastrætið. Þeir kölluðu á eftir mér hlæjandi: „Hei, kommon!“ Nýverið las ég í afbrotafræðibók sögu um átján ára stúlku sem stóð á bílastæði við lúgusjoppu í Bandaríkjunum. Hún heyrði bílflaut, nafn hennar var kallað og hún hvött til að koma að bílnum. Hún gerði það og sá að hún kannaðist vel við bílstjórann. Í aftursætinu sátu tveir ungir menn. Bílstjórinn bauð henni að setjast við hlið sér til að spjalla. Fljótlega eftir að hún settist inn var bílnum ekið af stað og sá sem hún kannaðist við sagði að hann væri að fara að finna vin. Eftir stuttan akstur spurði hann blákalt: „Viltu ríða?“ Félagarnir hlógu. Stúlkan neitaði og var orðin smeyk. Bílstjórinn ávarpaði þá félaga sína: „Eigum við?“ Þeir samþykktu – og nauðguðu henni síðan. Halda mætti að vegna þess að nauðgun er alvarlegur og hræðilegur glæpur hljóti gerandinn að vera ókunnugur þolanda. Við vitum þó að raunin er sú að flest fórnarlömb þekkja gerandann. Meginástæða þess að flestar nauðganir eiga sér stað um helgar er vegna þess að þá eru meiri líkur á að gerandi og þolandi verði hvor á vegi annars yfirleitt. Þess vegna snýst það alltaf fyrst og fremst um einbeittan brotavilja geranda. Ég mun aldrei vita hvað hefði getað gerst ef ég hefði þegið farið heim þarna um árið. Kannski vildu skólafélagarnir vel. Einhvern veginn hef ég ætíð verið fegin því að hafa ekki látið á það reyna. Samt á enginn á að þurfa að hugsa þannig. Aldrei.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun