Baráttan um val Ágúst Kristmanns skrifar 16. apríl 2013 07:00 Kæra Oddný Sturludóttir Í grein þinni „Baráttan gegn aðgreiningu“ þann 9/4 síðastliðinn ferð þú yfir skólastefnuna Skóli án aðgreiningar og segir að það sé mikilvægt að deila reynslu, segja frá og rýna til gagns. Þar sem ég er búinn að vera í tveggja ára þrotlausri baráttu vegna velferðar sonar míns og réttar hans til að sækja skóla og nám við hæfi er ég væntanlega einn þeirra sem, að þínu mati, skella skuldinni á skólastefnuna í heild sinni og er algerlega á móti stefnunni Skóli án aðgreiningar. Ég er búinn að „deila reynslu“ í mörgum fjölmiðlum sem og annars staðar og ég er viss um að þú hafir kynnt þér reynslu okkar fjölskyldu. Ég er búinn að „segja frá“ vandamálum sem fylgja þessari stefnu, Skóli án aðgreiningar, og er ég einnig viss um að þú hafir kynnt þér þau líka. Ef ég á að „rýna til gagns“ þar sem hvorki skóla- og frístundaráð né Menntamálaráðuneytið hefur gert það, þá er það ekki vandamál stefnunnar Skóli án aðgreiningar eða hugmyndafræði hennar að það sé búið að taka af foreldrum þroskaskertra barna það að hafa val um sérskóla eða heimaskóla. Samkvæmt lögum er það réttur fatlaðra barna að ganga í sinn heimaskóla en í tilvikum þroskaskertra barna er það skylda. Ég aðhyllist jöfn tækifæri og réttlátt samfélag fyrir alla og mér finnst stefnan Skóli án aðgreiningar frábær skólastefna sem á alveg tvímælalaust rétt á sér en það er ekki þar með sagt að hún virki fyrir alla alltaf. Þegar barn, eins og strákurinn minn, er hvorki með þroska né getu til að fylgja jafnöldrum sínum eftir námslega né félagslega þarf að vera val um viðeigandi umhverfi þar sem hann getur þroskast og náð að mynda vináttu með sínum jafningjum. Við erum ekki á móti stefnunni heldur erum við að fara fram á að fá aftur þetta val sem var tekið af okkur 2010. Kær kveðja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Kæra Oddný Sturludóttir Í grein þinni „Baráttan gegn aðgreiningu“ þann 9/4 síðastliðinn ferð þú yfir skólastefnuna Skóli án aðgreiningar og segir að það sé mikilvægt að deila reynslu, segja frá og rýna til gagns. Þar sem ég er búinn að vera í tveggja ára þrotlausri baráttu vegna velferðar sonar míns og réttar hans til að sækja skóla og nám við hæfi er ég væntanlega einn þeirra sem, að þínu mati, skella skuldinni á skólastefnuna í heild sinni og er algerlega á móti stefnunni Skóli án aðgreiningar. Ég er búinn að „deila reynslu“ í mörgum fjölmiðlum sem og annars staðar og ég er viss um að þú hafir kynnt þér reynslu okkar fjölskyldu. Ég er búinn að „segja frá“ vandamálum sem fylgja þessari stefnu, Skóli án aðgreiningar, og er ég einnig viss um að þú hafir kynnt þér þau líka. Ef ég á að „rýna til gagns“ þar sem hvorki skóla- og frístundaráð né Menntamálaráðuneytið hefur gert það, þá er það ekki vandamál stefnunnar Skóli án aðgreiningar eða hugmyndafræði hennar að það sé búið að taka af foreldrum þroskaskertra barna það að hafa val um sérskóla eða heimaskóla. Samkvæmt lögum er það réttur fatlaðra barna að ganga í sinn heimaskóla en í tilvikum þroskaskertra barna er það skylda. Ég aðhyllist jöfn tækifæri og réttlátt samfélag fyrir alla og mér finnst stefnan Skóli án aðgreiningar frábær skólastefna sem á alveg tvímælalaust rétt á sér en það er ekki þar með sagt að hún virki fyrir alla alltaf. Þegar barn, eins og strákurinn minn, er hvorki með þroska né getu til að fylgja jafnöldrum sínum eftir námslega né félagslega þarf að vera val um viðeigandi umhverfi þar sem hann getur þroskast og náð að mynda vináttu með sínum jafningjum. Við erum ekki á móti stefnunni heldur erum við að fara fram á að fá aftur þetta val sem var tekið af okkur 2010. Kær kveðja.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar